Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Síða 18

Bjarmi - 01.12.1998, Síða 18
lífið, stofnanir í samfélaginu eða einstak- linga, er frelsi og sjálfræði í athöfnum frum-forsenda ef nokkur dómgreind á að vera til og viðhaldast. Frelsi eins má þó ekki bitna á frelsi þess næsta, því er réttlætis þörf. Sem birtist gjaman í lög- um, reglum og ýmsum siðvenjum. Þó steytir frelsið og réttlætið iðulega hvort á öðru í raunverulegu lífi og því er kær- leikurinn sú þungamiðja sem hvort- tveggja verður að eiga sameiginlega. Má e.t.v. skilgreina kærleikann sem viljann til að vera frjáls og réttlátur í senn. Því segjum við að frelsi, réttlæti og kærleikur séu höfuðundirstöður allrar dómgreindar eða siðferðisgæða hvar sem er og hvenær sem er. Þó má líkja þeim við viðkvæmar jurtir, sem hlúa verður að, og sé það ekki gert rýrna sið- ferðisgæðin og dómgreindin í samfélag- inu minnkar, þannig að veraldargæðin og hin andlegu gæði taka að standa á brauðfótum. íslenskur sjávarútvegur býr augljós- lega við nokkurn skort á siðferðisgæð- um sem m.a. kemur fram í sífelldum átökum milli hagsmunahópa innan greinarinnar sem oft enda í verkföllum með tilheyrandi tjóni fyrir alla aðila og samfélagið í heild. Ráðsmennskan Skyldu nú vera til einhver ráð að því markmiði að auka á frelsi, réttlæti og kærleika í tengslum við sjávarútveginn svo að lifandi fólki sé tryggð meiri ham- ingja? Rót þeirra átaka, sem nú standa yfir í sjávarútveginum á íslandi, er ósamlyndi um eignaráð og yfirráð á tak- mörkuðum veraldargæðum. Hver á fisk- inn í sjónum? Hvaða leikreglur skulu gilda um yfirráðin og hvaða hagsmunir eiga að hafa forgang? Sem kristinn guðfræðingur vil ég benda á að það vill svo til að í Gamla testamentinu er að finna rúmlega þrjú- þúsund ára gömul hugtök og hugsanir sem reynst hafa vel í þessu samhengi: a. Því er trúað að veröld öll sé sköpuð af einum kærleiksríkum Guði sem setji heiminum markmið (I. Mós. 1.1, Sálm. 104 og Jes. 42.5-17). b. Því er trúað að lífríki jarðar eigi sér sjálfstæðan tilgang sem ekki tengist manninum og hamingju hans nema að uppfylltum ákveðnum skilyrðum (III. Mós. 25.23 og Jes. 1.16-20). c. Því er trúað að Guð setji manninum þau skilyrði að hann skuli vera ráðsmaður sinn í veröldinni (I. Mós. 1.26-31 og Sálm. 8.4-10 og Jes. 58.6-12). Ráðsmennska er lykilhugtak kristinnar siðfræði í þessum efnum (Ronald H. Preston: „Tlie Future Of Christian Ethics," s. 83). Segja má að ráðsmennska sé hagnýt guðsþekking sem skapi fólki sið- ferðisramma þar sem frelsi, réttlæti og kærleikur eru kjarnaatriði. Því er þá trúað að lífsgæðin vaxi ekki mest við það að eiga heldur að varðveita, að hamingja manns vaxi ekki mest með því að hafa völd heldur að vera undir valdi. Því þar, undir valdi hins kærleiksríka Guðs, finni maðurinn sig frjálsan til þess að leita réttlætis í öllum verkum sínum og með kærleikann að vopni sé hann fær um að finna jafnvægið milli frelsis og réttlætis. Það kom fram í máli manna á þessum málfundum að það sem er skynsamlegt er líka siðlegt. Undir það tek ég og bæti því við að kristinn siður er það skyn- samlegasta sem við eigum. Leyfi ég mér því að hvetja til þess að við skoðum sið- ferðisleg álitamál sjávarútvegsins í ljósi ráðsmennskuhugtaks kristinnar trúar. Auðlind sjávarins er þá hvorki eign þjóðar né ákveðinna útgerðarmanna, heldur eign Guðs, en að því leyti sem við leitum frelsis, réttlætis og kærleika í samskiptum við náttúru, stofnanir og einstaklinga er okkur falin ráðs- mennska yfir sjávarfanginu. Við skulum ræða um brottkast á afla, byggðaröskun vegna aðstæðna í sjávar- útvegi, þröngt aðgengi nýrra aðila inn í greinina, ósamkomulag vegna verð- myndunar á afla, öryggismál sjómanna, aðbúnað á vinnustöðum, starfsöryggi fiskvinnslufólks, fjölskyldumynstur sjó- manna sem eru langdvölum á sjó, ímynd fiskverkamannsins og hver önn- ur siðræn viðfangsefni sem að sjávarút- vegi lúta í ljósi hins skynsamlega og þrautreynda ráðsmennskuhugtaks Gamla testamentisins. Þar mun ýmsar lausnir reka á fjörur.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.