Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 16
Hafiðog all t s em í t) vier Hold og andi með huð og hári Einhvern veginn er það ekki sjálfgefið í hugum okkar að sjávarútvegurinn komi Jesú Kristi og kirkju hans mikið við. Þeir voru jú fiskimenn, sumir lærisvein- arnir, „Komið og fylgið mér, og mun ég láta yður menn veiða,“ sagði Jesús við þá. Og þegar í stað yfirgáfu þeir netin og fylgdu honum, svo lítið varð um sjóferð þá (Matt. 4). Það er okkur kristnum mönnum jafnan nokkur freisting að burtskýra erindi Guðs frá daglega lífinu og beina þvi að þrengri sviðum svona til hægðarauka. Þá leggjum við kapp á að flokka veruleikann sem mest í tvennt, köllum sumt andlegt en annað holdlegt, sumt trúarlegt en annað veraldlegt og teljum erindi andans þá einkum það að uppræta holdið og verk trúarinnar að aðgreina fólk frá veröldinni. En kristin trú er traust á upprisu holdsins en ekki upprætingu þess. Sköpunin öll, já, allt hold á jörð, þráir að verða „leyst úr ánauð forgengileikans til dýrðarfrelsis Guðs barna“ (Róm.8.21). Svo að þótt við gerum vissulega kláran greinarmun á verkum holdsins og ávöxtum andans (Gal. 5) þá er hvort tveggja vettvangur Guðs miskunnar og við horfum fram til þess dags er „hold og andi lífs á landi lífgjafara sinn fá hitt". Gleðifregn krist- innar trúar er einmitt sú að hinn mikli andi hefur gerst hold. Guð hefur í Jesú Kristi tekið veruleikann inn að hjarta sínu með húð og hári. Þess vegna má fullyrða að það var eingöngu af hag- kvæmnisástæðum en ekki af „prinsipp- ástæðum" sem Jesús sagði lærisveinum sínum að hætta í útgerð. Andrúm öryggis í grein, sem sr. Friðrik Friðriksson skrifaði í Kirkjublað Þórhalls biskups Bjarnarsonar sumarið 1895, er þetta sama sjónarmið áréttað er hann ritar: „Vort orðtak er: Ekkert sannarlega mannlegt er óviðkomandi sönnum kristindómi" (Þórarinn Björnsson: Óút- gefið afmælisrit KFUM & K). Það var því með nokkurri gleði að ég tók mér fyrir hendur snemma á þessu ári að kalla fólk saman á kirkjulegum vettvangi í þvi skyni að ræða um siðfræði sjávarút- vegs. Fátt veit ég um siðfræði og enn minna um sjávarútveg en hvort tveggja liggur nú lífi okkar til grundvallar hér á Fróni svo að viðfangsefnið er nánast sjálfgefið. Sá vandi, sem sjávarútvegurinn á ís- landi stendur frammi fyrir, er ekki síst siðferðilegur og kirkjan, þetta stórkost- lega félag sem við eigum öll saman, er kjörinn vettvangur til þess að ræða um mikilvæg og flókin, siðræn viðfangsefni. Kirkjan er félag um trú. Hún er félags- skapur um það traust sem liggur lífi okkar til grundvallar. Hún er staðurinn þar sem við erum ekki hrædd hvert við annað heldur vogum að horfast í augu sem manneskjur og samferðarmenn. í því örugga andrúmi erum við skynsam- ari en oftast og þess vegna er kjörið að tala um þau málefni, sem mestu varða líf okkar, einmitt þar. Umræðukvöld í Eyjum Umræðukvöldin, sem haldin voru í Eyj- um um siðfræði sjávarútvegs, voru merkileg af ofangreindum ástæðum. Þaðan komu engar nýjar niðurstöður á blaði til lausnar á málefnum sjávarút- vegsins en það sem gerðist var að allir aðilar samþykktu umræðuvettvanginn og voru reiðubúnir að setjast niður undir merkjum kirkjunnar til þess að tala saman í bróðerni. Þar var það Landakirkja, Þróunarfélag Vestmanna- eyja og Hafrannsóknarstofnun sem stóðu saman að umæðunni. Á pallborði sátu fulltrúar helstu hagsmunaaðila í greininni: Fulltrúar útgerðarmanna og sjómanna, landvinnslu og fiskverka- fólks auk smábátasjómanna. Hafsteinn Guðfinnsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun, flutti erindi um siðfræði sjávarútvegs frá sjónarhóli líf- ríkis. Dr. Bjarki Brynjarsson, verkfræð- ingur hjá Þróunarfélagi Vestmannaeyja, talaði annað kvöldið um siðfræði sjáv- arútvegs frá sjónarhóli efnahagslífs og þriðja kvöldið ræddi undirritaður um málefnið frá sjónarhóli mannlífs. Pall- borðsumræður fóru fram og loks al- mennar umræður öll kvöldin. Hér fer á eftir útdráttur úr erindi mínu: Hamingjan í því skyni að spara pláss ætla ég að kasta fram einni fullyrðingu órök- studdri: Ég fullyrði að æðsta markmið mann- lífsins sé hamingjan. Sjávarútvegurinn á sér því hamingju fólks að æðsta mark- miði. Sé nú þessi fullyrðing á rökum reist hlýtur hin siðferoilega spurning varð- andi sjávarútveginn og mannlífið að vera þessi: Hvernig er unnt að stunda sjávarútveg með hamingju sem flestra manna að leiðarljósi?

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.