Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 37

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 37
Hvernig á svo að aftengjajólavélina? Námskeiðið byggir upp á fjórum æfing- um. Þátttakendur fara í gegnum spum- ingalista um livað þeir gera fyrir jólin og hvað þeim finnst mikilvægast. Síðan vaknar spumingin: Þó að við segjum að eitthvað tiltekið skipti okkur mestu máli, kemur það í ljós í framkvæmdinni? Margir samsinna því að það sé þýðingar- mest að halda hátíð vegna fæðingar frels- arans. En skín það í gegnum allt jóla- haldið? í lok námskeiðsins gerir fólk svo raunsæja áætlun um það hvernig er hægt að breyta þessu. En það verður hver að hugsa um að breyta sjálfum sér fyrst og fremst. Þetta er ekki sett fram til þess að skapa ófrið innan fjölskyldunnar heldur til að hjálpa öllum að eiga ánægjuleg jól, taka tillit hvert til annars. Nú ert þú búin aðjást við þessar spum- ingar nokkuð lengi, viltu kannski segja eitthvað meirafrá því hvemig það byijaði? Þetta byrjaði kannski í kringum tví- tugsaldurinn þegar ég velti fyrir mér til- ganginum í þessu öllu og þá var ég farin að spyrja sjálfa mig: Hvers konar hátíð er þetta? Ég komst helst að því að þetta væri hátíð ljóssins, því það var svo mik- ið af ljósaskreytingum, en þá var dýptin í trúnni ekki alveg komin. En síðan þeg- ar hún kom tíu árum seinna þá small þetta meira saman og þá komst ég á sporið hvar átti helst að leita. Þá varð Jesús miðdepillinn og þá loksins skildi ég að hann er mikilvægasta ljósið. Og ég fann að ég þurfti að búa hug og hjarta betur undir hátíðina og láta þetta lýsa í gegnum jólahaldið. Hvað finnst þér dýrmætast íjólahaldinu? Aðaljólaskrautið hjá okkur er „fjár- húsið og jólajatan". Við tökum það fram í byrjun aðventu, og segjum að við séum að fara í ferðalag til Betlehem. Við leggjum út fjólubláan dúk fyrir veginn sem við ætlum að ferðast um. Fjárhúsið er sett á annan endann og spámaðurinn er kominn í ljós á hinum endanum. Hann ætlar að vísa okkur leiðina af því að spámenn Guðs í Gamla testament- inu sögðu frá því sem koma ætti og síð- an rættist það. Næsta sunnudag færist . spámaðurinn nær fjárhúsinu og María og Jósef koma. Þau geta líka vísað okk- ur veg því þau eru á leið til Betlehem. Ertu að tala um stóra leikmuni eða eitt- hvað sem er smátt? Þetta eru litlir gripir sem við röðum upp á píanóið okkar og látum þetta færast svona. Næst koma fjárhirðarnir, þriðja sunnudaginn, og á fjórða sunnudeginum koma vitringarnir og allir eru á leið til Betlehem. Á aðfangadagskvöld flytjum við alla inn í fjárhúsið og þá kemur Jesús, eftir að klukkan er orðin sex. Þetta er mér afskaplega mikilvægt í jólaundirbúningn- um og ég nota þetta sem aðalskrautið. Fæst þetta hér á landi? Við eigum þetta síðan við vorum í Bandaríkjunum en kristniboðshópur sem við vorum í, Vökumenn, fékk þá hugmynd að gera eftirmyndir. Þannig að þeir eru með framleiðslu á þessu. Að lokum: Viltu gefa okkur ráð um sniðugar jólagjafir? Það vill svo til að það er hægt að gefa ýmislegt annað en hluti eða eitthvað sem við borgum bara fyrir. Það er mikil- vægara að við gefum af okkur sjálfum. Mér er minnisstæð grein eftir Þorgerði Ingólfsdóttur sem birtist í Kirkjuritinu 1979, „Að syngja um jólin." Fyrir henni er það stærsta jólagjöfin að syngja inn jólin. Þetta er meira persónulegt en ein- hver vara sem er keypt úti í búð. Það er líka hægt að gefa frumsamda sögu eða ljóð, nú eða eitthvað sem er unnið með höndunum eða bakað, eða jafnvel loforð um að hjálpa einhverjum að þvo bílinn sinn nokkrum sinnum á ári.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.