Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 10
Einn slæman veðurdag, í híf-
andi roki og rigningu, fór út-
sendari Bjarma í rauða húsið
í Skerjafirði að hitta Herdísi
Hallvarðsdóttur sem margir
kannast við sem bassaleikara hljóm-
sveitarinnar Grýlanna. Tilefni heimsókn-
arinnar er nýútkomin geislaplata Her-
dísar, Það sem augað ekki sér. Herdís
býr í húsi sínu, Herdísarvík, ásamt eig-
inmanni sínum Gísla Helgasyni tónlist-
armanni, dóttur sinni Bryndísi 18 ára,
sem er nú í lýðháskóla í Danmörku,
Helga Tómasi 5 ára og hundinum Plútó.
Þegar blaðamann bar að garði var Plútó
í vinnunni með Gísla, en Herdís og Helgi
Tómas voru heima og var Herdís að setja
pez í pezkallana sonar síns.
Ég settist inn í eldhús, þar sem útsýni
gflr haflð er stórjenglegt, og spurði hana
Jyrst hvert væri aðalstarj hennar.
Ég hef verið lausamaður í tónlistar-
og útgáfumálum í mörg ár. Við Gísli
erum ásamt tveimur öðrum með lítið
útgáfufyrirtæki, Fimmund. í nokkur ár
höfum við hjónin gefið út þjóðlagatónlist
með hljómsveitinni okkar, Islandicu,
með henni hafa komið út þrjár geisla-
plötur. Um tíma ferðuðumst við mikið
með Islandicu, fórum til útlanda og vor-
um líka fengin til að spila hér fyrir
hópa. Enn þá kemur fyrir að við spilum
fyrir hópa af útlendingum til að kynna
YO
íslenska tónlist. Aðalnúmerið okkar í
þeirri hljómsveit er Gísli því að þegar
hann byrjar að spila á ilautuna heillast
menn alveg. Ég spila á bassa og syng
einstaka lag. Núna er ég á kristilegu út-
varpsstöðinni Lindinni mánudaga, mið-
vikudaga og föstudaga kl. 3 til 6:30 síð-
degis. Ég hef unnið á öðrum útvarps-
stöðvum, en þetta er allt öðruvísi og
miklu, miklu skemmtilegra.
Hvar sækir þú kristilegt samjélag?
Ég frelsaðist þegar ég fór að horfa á
kristilegu sjónvarpsstöðina Omega; þar
er mikil og góð kennsla. Síðan fór ég að
skoða kristileg samfélög og fann mig
strax í Orði lífsins. Þar fékk ég mikla fyr-
irbæn og þar átti ég skjól. Þar var ég líka
í bænahópum og sótti biblíukennslu, en
slíkt má ekki vanta, annars eru menn
bara að bauka einu sinni í viku og þetta
/
Eg frelsaðist pegar ég fór að horfa á kristilegu sjón-
varpsstöðina Omega; par er mikil og góð kennsla.
Síðanfór ég að skoða kristileg samfélög ogfann mig
strax í Orði lífsins.
Ertu lærður bassaleikari?
Ég var eitt ár í tónlistarskóla FÍH en
ég lærði meira á því að spila svona út
og suður. Ég hóf minn bassaferil í Grýl-
unum, áður hafði ég spilað á gítar,
lærði á það hljóðfæri í hálft ár, en er
annars sjálfmenntuð. Ég ætlaði einu
sinni að verða tónlistarkennari og var
hálfnuð með það nám er ég hætti og fór
að spila í Grýlunum. Svo ætlaði ég líka
að verða tónskáld og fór áleiðis í því
námi. Ár mín í tónlistarskólum eru alls
12. En mest hef ég lært á því að spila
með ýmsum hljóðfæraleikurum í öll
þessi ár.
verður ekki neitt neitt. Þegar það hætti
fyrir tæpu ári var ég í svona hálft ár úti
um allt að skoða. Mér líkaði vel í mörg-
um kirkjum, þær eru ólíkar og mér
fannst margt spunnið í þær. Ég átti
pínulítið erfitt með að velja á milli en
endaði í Veginum því að þar er gott að
vera. Annars held ég að allsstaðar sé gott
að vera ef menn gefa sig í starfið og líta á
kirkjuna sem heimili sitt en koma þar
ekki bara sem gestir einstaka sinnum.
Menn þurfa að láta Guð leiða sig og sýna
sér hvar þeir eiga að vera.
Ég átti bamatrú eins og flestir íslend-
ingar, ég trúði á Jesú, en samt var hann