Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 11
Herdís Hallvarðsdóttir
enn að hrjá mig og ég átti við svefnleysi
að stríða.
Þegar ég frelsaðist var ég frekar þung-
lynd, ég hafði verið inni á geðsjúkrahúsi
þegar ég var yngri og tekið svefnlyf og
þunglyndislyf árum saman. Ég var samt
nokkuð góð inn á milli. Þegar ég frelsað-
ist fór Drottinn að vinna mikið í mér,
bæði í gegnum orðið sitt og bænina og
vegna fyrirbæna annarra. Ég vissi að
hann var að hjálpa mér að sigrast á
þunglyndinu og hann gaf mér sýnir.
Þegar ég fór út að ganga hafði ég fulla
vasa af versum úr Biblíunni skrifuð á
miða; annars sóttu að mér svo slæmar
Ég var alltafað reyna aðfinna Guð og lesa Biblíuna
mína og hlusta á yrédikanir en einhvern veginn var
Biblían alltafeins og lokuð.
svolítið óraunverulegur fyrir mér. Upp
úr tvítugu fór ég að spjalla við sóknar-
prestinn minn. Hann hafði skírt dóttur
mína og mér fannst hann ágætismaður
svo að ég fór til hans með ákveðin
vandamál. Hann var mikið vænn við
mig og hitti mig vikulega í nokkur skipti
á skrifstofunni sinni. Eflir nokkrar vik-
ur fór ég að spyrja hann um Drottin. Þá
lifnaði yfir presti og hann sagði: Ég vil
segja þér frá Drottni, og hann las fyrir
mig úr Biblíunni, m.a. úr fjallræðunni,
og einnig bað hann fyrir mér. Þá gerðist
eitthvað. Ég veit það núna að heilagur
andi kom og lauk upp Biblíunni fyrir
mér. Ég stundaði kirkju í tvö ár eftir
þetta, var í kirkjukór, en þetta fjaraði út
aftur. Ég var alltaf að reyna að finna
Guð og lesa Biblíuna mína og hlusta á
prédikanir en einhvern veginn var Biblí-
an alltaf eins og lokuð. Ég reyndi og
reyndi í nokkur ár en ég sé það núna að
til þess að skilja Biblíuna verður maður
í fyrsta lagi að hafa góða biblíukennslu
og í öðru lagi er mjög gott að fá skírn
heilags anda til að ljúka upp Biblíunni,
rétt eins og maður þarf dósahníf til að
opna dós. í kirkjunni var ekki boðið upp
á biblíukennslu eða bænahóp svo ég
muni til. Ég las ekki í Biblíunni í tíu ár;
á þeim tíma hraktist ég um í heiminum
eins og svo margir gera. Maður er alltaf
að leita að einhverju, fer úr einu verk-
efninu í annað, reynir að skemmta sér
eða gera eitthvað gagnlegt. Maður er í
áþján allan tímann en veit það ekki og
heldur að lífið eigi að vera svona rót-
laust og í hjartanu er tómarúm og
óhamingja sem maður veit ekki af
hverju stafar því að maður hefur allt til
alls. Samt vantar allan botn í allt. Eftir
að ég eignaðist lifandi trú fékk ég að
heyra að til sé eitthvað sem heitir skírn
heilags anda. Þá sá ég líka fólk biðja
fyrir sjúkum, fólk fékk fyrirbæn á sam-
komum. Presturinn hafði beðið fyrir
mér í einrúmi en aldrei í messunum. En
þarna sá ég fólk kalla sjúka fram til fyr-
irbæna, leggja hendur yfir þá í Jesú
nafni og trúa því að þeir yrðu heilir,
eins og stendur í Guðs orði. Ég var
heilluð af þessu og fór að fara fram til
fyrirbæna. Á þessum tíma leið mér ekki
vel, ég var í hálfgerðri klessu eftir langa
veru í heiminum (hver er ekki þung-
lyndur af langri veru í heiminum?),
restarnar af tuttugu ára þunglyndi voru