Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 12

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 12
Lögin komu alltafeftir bænastund og án pess aö ég hefði verið að hugsa um tónlist. Oft pegar égfletti í Biblíunni fannst mér einhver ákveðin vers höfða til mín og pá sprattfram tönlist. Huers vegna Jórstu að hoifa á Omega? Það var algjört slys. Ég var ekki upp á mitt besta og var lítið að vinna eitt vor- ið, ég var þunglynd og keypti mér notað sjónvarp og ætlaði að stilla á Ríkissjón- varpið. Það tókst ekki, eina stöðin sem ég náði var Omega. Mér leist nú ekkert á þetta fyrst og henti tækinu út í hom í þrjár vikur. Svo fór ég að horfa á Omega og límdist við, þar var svo margt að finna, þar er kennsla fyrir venjulega ís- lendinga með sína barnatrú, menn þurfa ekki að vera frelsaðir til þess að hafa gagn af kennslunni. Hvað viltu segja um geislaplötuna? Það var mjög gaman að vinna þessa plötu! Ég var eiginlega alveg hætt að spila og semja, mér fannst það ekki gaman leng- ur. Eftir að ég frelsaðist las ég mikið í Biblíunni, ég leitaði Guðs mjög mikið, góðan tíma og notaði morgnana til þess að lesa og biðja. Þá fór tónlistin að sturtast yfir mig, ég mátti varla snúa mér við og þá var komið lag! Lögin komu alltaf eftir bænastund og án þess að ég hefði verið að hugsa um tónlist. Oft þegar ég fletti í Biblíunni fannst mér einhver ákveðin vers höfða til mín og þá spratt fram tónlist. Efnið á plötuna varð til á nokkrum mánuðum. Ég fékk þrjá- tíu lög og nota helminginn af þeim. Tón- listin hefur þjóðlagablæ yfir sér og einnig svolítið suður-amerískan. Lögin eru órafmögnuð, við notum mikið flygil, flautu og gítara, einnig trommur, fiðlur, lútu og óbó. Flest lögin eru róleg, í þeim syngja einsöngvarar bakraddir, í öðrum lögum popparar. Þórir Baldursson út- setti með okkur og 25 - 26 hljóðfæra- leikarar spila, þar af 14 - 15 úr sinfóní- unni. Fyrst ætlaði ég lítið að syngja sjálf og fá frekar aðra til þess, ég var hrædd um að ráða ekki við það, en ég syng öll lögin sjálf. Upptökustjórarnir Gísli, bóndi minn, og Þórir Baldursson vildu það frekar, þeim fannst það per- sónulegra. Menn verða svo sjálfir að dæma um hvernig hefur tekist en við höfum fengið góð viðbrögð við plötunni. Ég er mjög ánægð með útkomuna en ég var lengi að venjast því að hafa sungið sjálf því að ég hef aldrei litið á mig sem söngvara. Ég er vön að vera meira baka til og sjá frekar um útsetningar og laga- hugsanir. Ég stoppaði undir ljósastaur- unum og las og hélt svo áfram. Svona gekk fyrstu mánuðina á meðan ég var að grundvallast. Einn daginn sýndi hann mér þunglyndið. Það var ekki fal- legt. Það var eins og sægur af háfætt- um, mjóslegnum svörtum skepnum sem voru mitt á milli að vera hundur og rotta, væru í þéttri hjörð utan um mig og gengju með mér þegar ég gekk. Ég var nýbúin að læra að ég hafði vald yfir þessu og ég sagði: I Jesú nafni skuluð þið víkja! Og skepnurnar hrökkluðust allar langt í burtu og ég sagði aftur: í Jesú nafni: Burt! og þá hurfu þær. Áður en ég varð heil af þunglyndinu fékk ég bakslög og leið illa en þá fékk ég fyrirbæn og komst upp. Svona gekk í tvö ár því að óvinurinn vill ekki sleppa takinu sem hann hefur haft, en smám saman leið mér betur og síðan læknaði Guð mig fullkomlega og nú er ég alger- lega laus við þunglyndið. En Guð gerir miklu meira en maður biður hann um. Ég bað hann bara um að lækna þung- lyndið, hann læknaði mig líka af brjósklosi í baki; ég þurfti að liggja viku í senn a.m.k. tvisvar á ári og gat ekki hreyft mig. Hann læknaði líka grindar- gliðnun sem ég hafði haft í hátt á fjórða ár en hana fékk ég á meðgöngu. Ég var með verki á hverjum degi og gat helst ekki gengið tröppur. Drottinn læknaði þetta líka. Svona er hann góður, hann lagar okkur þegar við komum til hans! Ég hef séð aðrar lækningar. Þegar ég var í Orði lífsins kom þar kona sem var dauðvona úr krabbameini. Hún komst fárveik til trúar gegnum son sinn sem sótti þar samkomur. Hún var svo veik að hún komst bara einstöku sinnum á samkomur og þurfti þá að hjálpa henni upp hverja tröppu og hún gat varla set- ið út samkomurnar. Búið var að út- skrifa hana af krabbameinsdeild því að læknar gátu ekki gert meira fyrir hana og vildu heldur hafa hana heima. Beðið var mjög mikið fyrir henni og Guð var svo góður að lækna hana á örfáum mánuðum. í skoðunum eftir það fannst ekki arða af krabbameini hjá henni og nú eru liðin tvö ár og hún er alheil af því. Þetta er ekki skáldsaga, þetta gerð- ist í Reykjavík árið 1996!

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.