Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 33
orðnum að biðja og lesa í Biblíunni, fé- lög sem leiða og laða fólk til frelsarans Jesú Krists. Við megum ekki fljóta inn í nýja öld með óljós markmið þannig að við vitum ekki hvað við viljum eða hvert við stefn- um. Við verðum að halda vöku okkar og fara reglulega yfir alla þætti starfsins ef við ætlum að lifa af sem trúverðug og framsækin félög og rödd sem hlustað verður eftir í þjóðfélaginu er varðar upp- eldi barna og æskulýðs- og kristins- dómsmál almennt. KFUM og KFUK á íslandi uerða 100 ára á komandi ári. Setur það ekki mikinn svip á starjið í vetur? Hvemig er ætlunin að minnast þessara tímamóta? Veturinn í vetur ræður miklu um framhald félaganna. Afmælið verður að nýtast okkur til uppörvunar til frekari starfa og nýrrar sóknar. Það má ekki flækjast fyrir félagsstarfinu og gæti hæg- lega orðið glæsileg og vegleg minningar- athöfn ef við lítum eingöngu á það sem uppfyllingu á langri sögu og nýtum það ekki til að blása í lúðra til nýrrar sóknar fyrir Krist og æsku landsins, sóknar sem byggir á 100 ára mikilvægri og þakkar- verðri sögu, sem treystir stoðir okkar í þjóðfélaginu og getur kennt okkur margt. Við munum minnast 100 ára afmæl- isins á margvíslegan hátt og hefur verið ánægjulegt að fylgjast með áhugasömu félagsfólki leggja hönd á plóginn við margvíslegan undirbúning. Á afmælisdegi KFUM þann 2. janúar verður árshátíð á Holtaveginum. Sunnudaginn 3. janúar verður sérstök hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni kl. 11:00 þar sem börn og leikmenn munu þjóna. í guðsþjónustunni, sem verður útvarpað, mun sr. Sigurður Pálsson fyrrum formaður KFUM í Reykjavík flytja hátíðarræðu. Helgina 13. - 14. mars verður mikil fjölskylduhátíð í Perlunni. Sögunni verða gerð skil og starf félaganna í öllum greinum kynnt í tali, tónum, með teikn- ingum og myndum og allskyns uppá- komum. Á sunnudeginum 14. mars kl. 17:00 verður síðan fjölskyldusamkoma eða guðsþjónusta félaganna haldin í . Perlunni. Fimmtudaginn 29. apríl, sem er afmælisdagur KFUK, verður haldin hátíðarsamkoma á Holtaveginum. Sigurbjörn Þorkelsson framkvæmdastjóri KFUM og KFUK í Reykjavík. Á haustdögum mun saga KFUM og KFUK í 100 ár koma út. Þórarinn Björnsson guðfræðingur hefur unnið að ritun sögu félaganna og lagt í það gríð- arlega mikla yfirsetu og vinnu. Verður útgáfunni fylgt eftir með sérstakri út- gáfusamkomu. Umfangsmikil fyrirframsala á bókinni hefur verið í gangi og gefst aðilum kost- ur á að fá nöfn sín skráð á hamingju- óskalista vegna afmælisins í bókina. Auk þessa á sér stað útgáfa kynning- arefnis á afmælisdagskránni og á starfi félaganna. Nokkuð umfangsmikil fjáröfl- un er í gangi og mun verða allt afmælis- árið. Afmælismerki hefur verið hannað af Tómasi Torfasyni en hann er jafn- framt starfsmaður undirbúningsnefndar að Perluhátíðinni í mars. Hvert er hlutverk KFUM og KFUK í ís- lenskri kirlcju og kristni? Hlutverkið er fyrst og fremst að starfa á meðal barna og unglinga, kynna þeim frelsarann eina Jesú Krist. Boða þeim kærleika Guðs sem birtist okkur í Jesú Kristi og kenna þeim að biðja til hans og lesa í hans orði. Þetta gerum við með því að hjálpa þeim að móta allt sitt líf eftir honum sem er lífið sjálft og gefur okkur líf sem aldrei tekur enda, Jesú Kristi. Við þurfum að eflast sem félög og öfl- ug liðsheild kirkju Krists á íslandi. Við höfum hlutverki að gegna í kirkjunni fyrir kristnina í landinu sem meðvitaðir kristnir, kærleiksríkir einstaklingar sem vilja þjóna Guði og náunganum og laða fólk þannig til Krists. Við þurfum

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.