Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 30
Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson Biblíulestur: Lúkas 13:22-30 Almennar væntingar og lífið eftir dauð- ann Það er varla að maður opni dagblað að ekki séu einhverjir að fjalla um lífið og tilveruna eftir dauðann. Fólk er ekki að öllu leyti sammála um hvernig sú tilvera er en greinilegt er þó að menn vilja gjarnan að hún sé björt og hlý. i þessu samhengi tala sumir um handanveruna sem einhvers konar andatilveru og í hugmyndasmíði sinni grípa þeir til mynda úr hinum ýmsu trúarbrögðum og álíta að fyrir handan séu mörg tilverustig eða himnar sem mönnum er flokkað niður í eftir andleg- um þroska eða breytni í fyrra lífi eða líf- um. Öllum hugsunum um að helvíti og dapurleg vist geti verið þar er ýtt til hliðar með fullyrðingum um að slíkur fornaldar-rétttrúnaður sé með öllu úr takt við tíman. Og það sem verra er er að sumir tengja þessar hugmyndir og fordóma sína um rétttrúnaðinn við bókstafstrú og Biblíuna. En hvað er rétttrúnaður? Þessu er auðsvarað: Rétt kristin trú. Fulltrúar rétttrúnaðarins, eins og orðið sjálft segir, vilja kenna rétta, kristna trú og mælikvarðinn sem stuðst er við er Kristur og ritningin. í þessu samhengi skulum við því reyna að finna út hvað ritningin sjálf kennir um tilveruna eftir dauðann með ofan- greint guðspjall að leiðarljósi. Það er margt í þessum texta sem vek- ur krefjandi spurningar en það er þrennt sem við skulum huga að: Fyrst er það hin kristan von, síðan upprisu- líkaminn og loks hvernig sá staður lítur út sem við komum með að dvelja í um eilífið, hin nýja Jesúsalem. ©Vonin Hugum fyrst að von- inni. Við eigum ekki að efast um hvort við verðum hólpin því Kristur segir við hvert og eitt okkar: „Til eru síðastir, er verða munu fyrstir.“ Það þýðir fyrir okk- ur að við erum Krists. Auk þess erum við skírð og þar með ættleidd börn Guðs. Páll ítrekar þetta enn frekar og bendir okkur á að „enginn getur sagt: Jesús er Drottinn, nema af heilögum anda“ (1. Kor 12:3). Og annars staðar bætir hann við: „Ef andi hans, sem vakti Jesú frá dauðum, býr í yður, þá mun hann, sem vakti Krist frá dauðum, einnig gjöra dauðlega líkami yðar lifandi með anda sínum, sem í yður býr“ (Róm. 8:11). Kristin von er því annað og meira en visst hugarfar eða afstaða sem byggir á okkur og verkum okkar. Hún byggir á alfarið á Guði og verki hans og sem slík vex hún og dafnar í jarðvegi sam- félags mannsins við Guð. Þess vegna er vonin, þegar í Gamla testamentinu, samtvinnuð trúnni á Guð og traustinu til fyrirheita hans. í Nýja testa- mentinu er Jesús Kristur holdtekja hinnar kristnu von- ar sem er innsigluð á krossi og í upprisu hans. í þessari vissu lifum við vitandi að okk- { ar heimili er ekki endanlega hér í heimi heldur í hinu kom- andi ríki Guðs. Þar mun Guð búa mitt á meðal lýðs síns og við getum rætt við hann augliti til auglitis. Þessi fram- tíðarsýn ritningarinnar er voldug en oft illskiljanleg. o Upprisulíkam- inn Hvemig verður eiginlega upprisan? Hún er grein- lilega önnur en Lasarusar (Jóh. 11:44) eða sonar ekkjunnar í Nain (Lúk. 7:15). Jesús kallaði þá aftur fram til hins jarðneska lífs og þeir dóu síðar. Páll postuli glímir við þennan vanda í fyrra Korintubréfinu og bendir okkur á að hinn jarðneski líkami sé allt annars eðlis en sá sem við munum klæðast í upprisunni. Hann segir: „Sáð er for- gengilegu, en upp rís óforgengilegt. ... Sáð er jarðneskum líkama, en upp rís andlegur líkami“ (1. Kor. 15:42-43). Og hann heldur áfram og segir: „Allir mun- um vér umbreytast í einni svipan, á einu augabragði, við hinn síðasta lúður. Því lúðurinn mun gjalla og þá munu • ’.J,.. VH mJ, V.v > •*■*^ * **• * ma! i* 7.*. T * ***’'’• "7*\ ** *• iwirj ***** ** ..».-1 ... **** ,.«« *•*' II' V*M k „.-M “r,|MVH» ú- T‘,. •-•;_«, ”* ............. .*—< -.■“•»7™'“” ** — *■ jc.*. • —*" ............................ *•- iz* Zl* rlt «.-•»-• .*"•* »r +’• “'vtv. JJ** i, J., r-^"r 1 p TTy,_ •» ' ■ , —• "T. — •- * -»* —••'•.ii —“■■••.O < J» VI'*» ••'l« ii** J »1 M. •*r*u '"JV 4- 1 ***| 1 »1 »«..«»H| V*.» ij'^i

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.