Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 5
Benedikt Gunnarsson, listmálari við mósaikmynd sína í Háteigskirkju. af helgidómum, kirkjum, moskum og musterum þar sem byggingin og lista- verkin mynda eina heild þannig að ekki verður sundur skilið. Telurðu að myndlistin geti skapað irú eða skapar trúin list? Að mínu mati er það fyrst og fremst trúin sem glæðir og vekur einstakling- inn til vitundar um dýpri sannleika og hvetur hann þannig til að skapa lista- verk, hvort sem það er mynd, ljóð, lag eða saga. Trúin hefur miklu dýpri rætur og er þessi mikli hvati og hefur því oft verið nokkurs konar lífgjafi á sviði list- sköpunar, alveg eins og trúin er hvati til átaka fyrir manninn í samfélagslegu til- liti, í þjónustu við náungann og kær- leika til hans. A hinn bóginn getur listin svo glætt áhuga manna á trúnni og dýpkað lífsskilning þeirra. JVú hefur þú auðvitað málað ýmiss konar myndir en þar á meðal eru trúarleg verk. Hejurðu alla tíð gert trúarleg myndverk? Nei, það er langt frá því. Aftur á móti rann það fljótt upp fyrir mér að sá sem ynni við sköpun væri að þjóna ein- hverju æðra afli og í hverju listaverki sem væri kannski vel eða allvel heppn- að - sjaldan heppnast listaverk eins vel og maður hefði kosið - þá væri trúin eins og dulbúinn eða innbyggður þáttur í verkinu. Listamaðurinn er oftast að spegla eða túlka sköpunarverkið, náttúruna, hrynj- andi hennar - lífræna og ólífræna. Birta, ljós og skuggar í óendanlegri fjölbreytni litbrigða árstíðanna, hiutföll landslags- ins, ásamt form- og litaandstæðum í föstum og fljótandi efnum, eru helstu kveikjuþættir minnar myndgerðar og hafa flestir ratað í stílfærðu formi inn í trúarleg verk mín. ísland er enn í sköp- un og veraldardjúpið þenst víst stöðugt út og dýpkar! Að mínu mati er pað fyrst og fremst trúin sem glæðir og vekur einstaklinginn til vitundar um dýyri sannleika og hvetur hann pannig til að skapa listaverk hvort sem pað er mynd, Ijóð, lag eða saga.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.