Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 26

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 26
ningu / Astin getur birst í svo ótelj- andi myndum,“ segir í dæg- urlagi. Sama er að segja um sorgina. Það er erfitt að missa því þá fer eitthvað dýr- mætt frá okkur. Það hefur áhrif á líðan okkar. Sem hjúkrunarfræðingur í 17 ár hef ég kynnst einstaklingum sem misst hafa heilsuna tímabundið og fyrir lífstíð. Einnig hef ég kynnst aðstandendum sem hafa misst nána ættingja eða horft upp á ættingja sem verða aldrei samir aftur vegna veikinda. Þannig hef ég kynnst sorginni og syrgjendum. Sjálf hef ég kynnst sorginni. Ég missti ástvin sem barn og fyrir 6 árum missti ég þann ástvin sem ég elskaði umfram alla aðra. Þessi missir var óumílýjanleg- ur því við verðum ekki eilíf hér á jörð- unni. Hann hafði mikil áhrif á líðan mína. Það hjálpaði mér að lesa Jobsbók. Síðastliðin þrjú ár hefur bakið á mér kvartað undan illri meðferð, í vinnunni og utan hennar. Reyndar byrjaði það að kvarta fyrir löngu. Ég gat synt og æft mig - og lagast. Sjúkdómsgreiningin kom fyrir þremur árum: Liðskrið Læknirinn sagði að ég mætti ekki vinna á gjörgæsludeild en ég hafði notið þess að öllu leyti. Það var mjög hvetjandi og örvandi á allan hátt og samstarfsfólkið frábært. Ég mátti ekki lengur synda daglega, aðeins einu sinni til tvisvar í viku en ég hef tekið sund fram yfir alla aðra hreyfingu. Mér var sagt að ég ætti að ganga og hætta að gera æfingarnar mínar sem ég hef gert tvisvar í viku í mörg ár. Læknirinn sagðist getað skorið mig en ráðlagði mér að bíða aðeins. Þetta var það mikið áfall að ég neitaði að horfast í augu við ástand mitt og stakk höfðinu í sandinn eins og strútur. Það var ekki fyrr en í byrjun þessa árs að ég fór hægt og rólega að horfast í augu við sjálfa mig. Vegna þessara veik- inda get ég ekki stundað vinnu mína, a.m.k. ekki um sinn. Að öllum líkindum mun ég ekki vinna aftur á sömu deild. Veikindin hafa ekki aðeins komið tímabundið í veg fyrir að ég gerði flest sem ég gerði áður heldur hafa þau gert að engu vissar vonir og væntingar um framtíðina. Ég verð að minnsta kosti að taka ákvarðanir út frá breyttum for- sendum. Það er svo skrítið með bakið. Það sést ekki á mér hvað að er. Sólin skein á mig í sumar eins og ykkur og ég varð brún eins og þið. Ég geng ekki við hækjur og hef ekki háan hita. Ég er að vísu óróleg í biðröðum, er stöðugt á hreyfingu eða hætti við en þá gæti ég al- veg eins verið taugaveikluð, stressuð eða í tímahraki. Ég hef hugsað mikið um vini Jobs. Ég vil taka það skýrt fram að ég á frábæra vini en ekki er hægt að ætlast til þess að allir skilji mig. Það eru mun færri með liðskrið en brjósklos og verkirnir eru svo óræðir. Fólk, sem vill hjálpa spyr: „Hefurðu prófað nálastung- ur?“ „Þessi kínverski nuddari er æði.“ „Hefurðu farið á hestbak? Það er sagt hjálpa." „Hefur þér ekkert batnað í hit- anum í sumar?" Ekki má gera lítið úr hinum góða hug sem býr að baki en svona spumingar særa oft því að skelin er þunn þegar verkirnir eru stöðugir. Þeir gefa hvorki hádegisverðarhlé né helgarfrí. Það skapar sorg að finna alltaf til, að komast ekki þangað sem hinir eru og missa af vinnufélögunum. Styrkur En ég á trúna, bænina og fullvissuna um nálægð Guðs í öllu þessu. Hann hef- ur sagt að hann leggi ekki meira á mig en ég og hann ráðum við. Margir spyrja: Af hverju ég? En má ekki eins spyrja: Af hverju ekki ég? Ég ræð við þetta verkefni með Guðs hjálp en ég er ekki viss um að ég réði við eitthvert annað verkefni. Síð- astliðið vor dó kær samstarfskona mín og vinkona. Hún leysti stærsta verkefni ævinnar frábærlega vel. Hún sýndi mér það mikla traust að segja mér frá líðan sinni andlegri og líkamlegri. Hún gaf mér svo mikið og hvatti mig til að berjast áfram. Ég veit að enginn getur tekist á við verkefni annarra en það er hægt að hjálpa til. Ég hef kannski grátið minna út af eigin veikindum vegna þessarar vinkonu minnar og vegna þess að ég á möguleika í stöðunni. Samt sem áður gef ég mér leyfi til þess að vera sorg- mædd og syrgja því að það er nauðsyn- legt í þessum erfiðleikum. Guð gaf okkur þessar tilfinningar til þess að geta horfst í augu við lífið aftur. En ég á trúna, bænina og fullvissuna um nálægð Guðs í öllu pessu. Hann hefur sagt að hann leggi ekki meira á mig en ég og hann ráðum við.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.