Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 36
Viðtal við Kristjönu G. Eyþórsdóttur augardaginn 14. nóvember síðastliðinn stóð Biblíuskól- inn við Holtaveg fyrir nám- skeiðinu „Aðventa og jól - hvers er vænst?” Þar fór fram fróðleg umræða sem bendir til þess að þegar við undirbúum jólin þá séum við ef til vill ekki að keppa mest að því sem við þráum helst. Bjarma lék forvitni á að vita meira um málið og leit- aði til Kristjönu G. Eyþórsdóttur, sem var leiðbeinandi á námskeiðinu. Fyrir þá sem vilja vita meira um Kristjönu þá er hún jarðfræðingur með B.S. próf og starfar við Vatnamælingar hjá Orkustofnun. Hún er gift Jóni Bald- urssyni lækni og eiga þau fjögur börn. Nú heitir námskeiðið þitt „Aðventa og jól - hvers er vænst?" Já, ég valdi þessa yfirskrift áður en ég byrjaði að undirbúa fyrra námskeið- ið. Þá bjóst ég við að byggja námskeiðið upp á ýmsu efni tengdu jólahaldi sem ég hafði kynnst og við fjölskyldan haft ánægju af. En svo barst mér efni sem heitir „Aftengjum jólavélina", og mér finnst það heiti líka segja mjög vel það sem ég er að hugsa. Ég hef lengi leitað ráða til að halda innihaldsrík jól, þannig að það sé ekki allt búið eftir matinn og gjafirnar á aðfangadag og kannski jólaboð á jóladag. Það þarf að sitja meira eftir en bara það sem var í pökkunum og minningin um samveru ættingja og vina. Fyrra námskeiðið, segirðu - þú ert þá búin að halda það tvisvar. Já, það var annað námskeið á sama tíma í fyrra. Hvemig kom það til að þú Jórst að halda þessi námskeið? Það var einhvern tíma þegar Biblíu- skólinn var að halda námskeið að fólk var beðið um að koma með hugmyndir að öðrum námskeiðum. Það hafði vakn- að hjá mér áhugi á að heyra hvernig trú- að fólk almennt héldi jól. Ég vildi sitja og hlusta þar sem ýmsir væru með fram- söguerindi, kristniboðar og gott trúað fólk, en þeir fóru í þennan hugmynda- banka og sumarið 1997 var hringt og spurt hvort ég vildi sjá um námskeiðið. Mér voru gefnar frjálsar hendur og ég mátti fá aðra í lið með mér eins og ég vildi, en ég lenti í tímahraki og það end- aði með því að ég sá að ég yrði íljótari að ganga bara frá þessu sjálf. Þú hejur víst viðað að þér heilmiklu ejnl. Ég safnaði saman alls konar bókum og greinum sem ég hafði lesið og mér þótti vænt um, en það sem mér fannst áhugaverðast var bæklingur sem ég hafði fengið árið 1990. Hann heitir „Hver á eiginlega afmæli á jólunum?" Þessi bæklingur hefur verið gefinn út árlega undir þessu heiti en með nýju efni í rúm tíu ár. Utgefandi er félags- skapur í Bandaríkjunum sem heitir „Alternatives“, við getum kallað hann „Nýjar leiðir" á íslensku. Þeir reka áróð- ur gegn öllu kaupæðinu í kringum há- tíðleg tækifæri, hvort sem er jól eða aðr- ar hátíðir í fjölskyldunni, og vilja að við sýnum á látlausari hátt hvaða hug við berum hvert til annars. Þessi samtök byggja á kristnum grunnl og eru ekki rekin í ábataskyni. Hvenær lentirðu niðri á ejninu „AJtengj- um jólavélina“? Það barst mér í hendur rétt áður en ég hélt fyrra námskeiðið. Það er reynd- ar á ensku, og er annars vegar mappa með uppskrift að fjögurra tíma nám- skeiði, en hins vegar bók sem lýsir reynslu fólks af námskeiðum sem höf- undarnir hafa staðið fyrir, Jo Robin- son og Jean Coppock Staehli. Þetta var gefið út í New York árið 1991 en það er áralöng vinna að baki því. Ég greip þetta fegins höndum og nú í ár var það meginuppistaðan í námskeið- inu hjá mér. Ég heflengi leitað ráða til að halda innihaldsrík jól, pannig að pað sé ekki allt húið eftir matinn og gjaf- irnar á aðfangadag og kannski jólaboð ájóladag.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.