Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 9
„Örlaganótt í Getsemane" eftir Benedikt
Gunnarsson, fistmálara.
sendi engil sinn til að bjarga þeim. Eld-
urinn vann ekki á þeim og þeir komu
heilir út úr eldsofninum og óvinur
þeirra sér að það er þennan Guð sem á
að tilbiðja en ekki þann sem hann dýrk-
aði sjálfur. Mér finnst þessi saga vera
lýsandi dæmi um hið óskilgreinanlega,
kraftaverkið sem er alltaf að gerast í lífi
mannanna. Það gerist í hvert skipti sem
líf fæðist og við sjáum það í vexti hverr-
ar lífveru, allt til smæstu plöntu. Krafta-
verkið sem slíkt er mér sífelld ráðgáta
og til umhugsunar.
Hvert er gildi listarinnar og trúarinnar
Jyrir manninn í glímu hans við lífið og
veruleikann?
Ég held ég gæti sagt að listin styrki
manninn og göfgi tilfinningar hans og
geri hann heilsteyptari. Fegurð lífsins
opnast honum frekar fyrir tilstilli listar-
innar. Listin og trúin geta einnig glætt
kærleika mannsins til annarra manna
vegna þess að trúin tengist, líkt og list-
in, frumeigindum mannseðlisins. Það er
vandfundinn sá maður sem skynjar
ekki máttarvöldin sem afl sem hann
ræður ekki við. Þá upphefst virðing og
tilbeiðsla. í tilbeiðslunni reynir maður-
inn að færa hugsun sína í listrænt form,
hvort sem það er bænin mælt af munni
fram, skrifaður texti, mótuð mynd eða
tónverk. Þannig sprettur listin upp og
verður ekki aðskilin frá trúnni.
Hejurðu ojt verið beðinn um að gera
myndverk í kirkjur?
Nei. Ég hef gert verk í sex kirkjur.
Samtals eru steindu gluggamir orðnir 44
og mósaíkverkin tvö. Kirkjurnar eru:
Keílavíkurkirkja, Þykkvabæjarkirkja, Fá-
skrúðarbakkakirkja, Breiðabólsstaðar-
kirkja, Háteigskirkja og Suðureyrarkirkja.
Hvert slílcra verka er þér hugstæðast?
Það er án efa altarismyndin í kór Há-
teigskirkju. Þetta er stærsta og umfangs-
mesta trúarlega verk sem ég hef gert. Það
útheimti mikla og stranga hugmynda-
vinnu, módelsmíði, byggingarfræðilegar
athuganir á sjálfri kirkjunni og síðar
stjómun fullvinnslu myndarinnar og eft-
irlit á erlendri gmnd og einnig hér heima
þegar myndin var
múrfest. Myndin er lögð úr misþykku
mósaíkefni sem að meginhluta er úr
handsteyptu plötugleri og feneysku gler-
smelti. Fjölmargar tegundir náttúmsteina
eru enn fremur notaðar í myndina, þar á
meðal ýmsar tegundir marmara og hálf-
eðalsteina. Antikgler og tilhöggvið gler er
einnig notað í myndinni ásamt blaðgulli
og blaðsilfri. Myndin er um 40 m2. Fyrir
tillögu mína að þessu verki fékk ég á sín-
um tíma fyrstu verðlaun í samkeppni ís-
lenskra myndlistarmanna um tillögur að
altarisverki fyrir kirkjuna. Vegna alls
þessa er þetta verk mér einna hugstæð-
ast allra kirkjuverka minna.
Ltstin er sterkur tjáningarmiðill og hún
hejur augljóslega mikil áhrif á Jólk og tal-
ar til þess i aðstæðum þess. Nýtir kirkjan
sér listina nógu mikið í starfi sínu og til-
beiðslu?
Tónlistin hefur að minnsta kosti fylgt
kirkjunni alla tíð, einnig orðsins list,
sálmakveðskapur og hið talaða orð. Hér
á íslandi er þetta e.t.v. fátæklegra en
víða annars staðar. Við sjáum það úti í
hinum stóra heimi hve fljót kirkjan var
að nýta sér mátt listarinnar. Kirkjan var
á sínum tíma nokkurs konar fjölmiðill.
Þar kom þetta allt saman, húsagerðar-
listin, tónlistin, vefnaðarlistin, högg-
myndalistin, málaralistin og síðan há-
þróuð vinnubrögð í öllum iðngreinum,
svo sem múrverki, timbursmíði, málm-
smíði og stundum sér maður ekki skilin
milli iðnaðarhlutans og þess listræna.
Þarna hefur
kirkjan nýtt sér listina og há-
þróað handverk. Það er e.t.v. núna fyrst
á síðustu tímum sem kirkjan hér á ís-
landi er farin að nýta sér myndlistina
fyrir alvöru, aðallega þó steint gler,
mósaík og freskur.
Trú og list verða aldrei aðskilin. Feg-
urðin og kærleikurinn, sköpunin og líf-
ið, allt tengist þetta saman í trúnni og
listinni. Guð er kærleikur, Guð er ljós,
segir einhvers staðar. Mér finnst einnig
hægt að hugsa um Guð sem fegurð, feg-
urðina og kærleikann sameinuð. Og
listin getur túlkað þetta. Þeir sem eru
að fást við list mættu því gjarnan hug-
leiða þátt trúarinnar í sköpun allra
listaverka. En alveg eins og sá sem er
að vinna fyrir kirkjuna þarf að kynna
sér trúna og helst að rækta hana með
sér þá þurfa prestarnir einnig að vera
vakandi fyrir mætti listarinnar og því
hversu sterkt og áhrifamikið aíl hún er.
Myndlistarverk í kirkju tengist
predikuninni og öllu helgihaldi kirkj-
unnar beint og óbeint og á að hvetja
manninn til hugleiðinga um kristin lífs-
viðhorf, um dýpstu rök tilverunnar og
um stöðu mannsins í veröldinni. Það á
að glæða fegurðarskyn, efla tilfinninga-
þroska og færa manninn nær Guði. Ég
vona að kirkjan nýti sér sem mest mátt
listarinnar í sókn sinni og baráttu fyrir
útbreiðslu kristinna lífssanninda og fyr-
ir verndun lífs á jörð.