Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.12.1998, Blaðsíða 21
Þeir þurfa þá ekki að vera guðfræðíngar eða nemar? Nei, alls ekki. Það hefur ekki verið neinn gæðastimpill á manneskju að hún sé guðfræðimenntuð. Það sem skiptir mestu máli er að þeir séu hér af heilum hug. Eru börnin móttækilegri hér í þessu um- hverji en i ktrkjunnl heima? Já, ekki spurning. Ekkert utanaðkom- andi áreiti og umhverfið og allt sem hér er stuðlar að því að þau eru mun mót- tækilegri hér. Staðurinn hentar mjög vel fyrir þessi námskeið, ég veit ekki um neinn betri. Það er a.m.k. mjög erfitt að láta sér leiðast hér. Hver er megináherslan í kennslunni? Að vera saman og upplifa trúna og kirkjuna á annan hátt en þau gera heima. Hvert og eitt okkar er æðisleg sköpun Guðs, við megum ekki gleyma því í dagsins önn. Eru börnin ánægð? Já, mín reynsla er sú að þeir krakkar sem koma héðan eru mjög ánægðir. Öðru hverju hitti ég krakka sem komnir Fermingarfræðslan mun breytast Séra Þór Hauksson Klögumál gengu á víxl. Þetta var erfiður hópur, vægast sagt. Hvaða kröjur á að gera til þeirra sem kenna á námskeiðum sem þessu? Að þeir séu sannir í þvi sem þeir eru að gera og samkvæmir sjálfum sér. Ég hef ekki orðið var við annað en svo hafi verið. Er skyldajyrir Jermingarbörnin að koma með í þessar Jerðir? Nei, það hefur aldrei verið skylda. Með hvaða hugarjari Jinnst þér þau koma hingað íþetta Jerðalag? Þessi hópur er mjög stemmdur fyrir það sem hér fer fram, það er sjaldan sem maður hefur verið með svona jákvæðan hóp. Yfirleitt koma börnin þó jákvæð. eru í framhaldsskóla og tala um veru sína í Skóginum. Er einhver munur á börnunum núna og Jyrir átta árum þegar þú byrjaðir sem prestur? Nei, hóparnir eru samt mjög misjafnir eftir árgöngum. Fyrir tveimur árum vor- um við t.d. með mjög erfiðan hóp. Þau stálu úr sjoppunni á leiðinni í Skóginn. Hvernig er JermingarJræðslan á Islandi miðað við nágrannaþjóðir okkar? Ég hef það á tilfinningunni að við séum eilítið á eftir. Kirkjur eru að gera tilraun- ir og við verðum að passa okkur að fest- ast ekki í sama farinu. Ég trúi reyndar að við munum sjá breytingar á næstu árum. Efnið verði massívara og jafnvel meira samstarf við skóla. Samfélagið er að breytast, skólaárið að lengjast og við verðum að fylgjast með breytingum og laga okkur að þeim. Erum við kannski að undirbúa Jermingar- bömin Jyrir samfélag sem ekki er lengur til? Já, að mörgu leyti. Kirkjan er íhaldssöm og sein að átta sig.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.