Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.03.1999, Page 30

Bjarmi - 01.03.1999, Page 30
Þegar við speglum okkur sjálf og prófum í ljósi orðs Guðs verður nið- urstaðan ávallt sú sama: Andspæn- is heilögum Guði og vilja hans erum við brotleg og sek. Fagnaðarerindið sem við fáum að heyra inn í þær að- stæður er þetta: „Páskalambi voru er slátrað, sem er Kristur." Þess vegna megum við byrja upp á nýtt með ósýrð brauð í stað hinna sýrðu. Þess vegna getum við beðið hann að fyrirgefa og hreinsa og þess vegna getum við í hans nafni gengið fram í nýrri breytni. Föstutíminn er brátt á enda og páskahátíðin framundan. Fastan er tími iðrunar og endumýjunar sam- félagsins við Guð, tími endumýjun- ar hugarfarsins, tími andlegrar vor- hreingerningar. Tökum því til. Hreinsum burt allt það sem ekki hæfir lífinu í Kristi, súrdeig illsku og vonsku. Hann hefur gefið okkur kraftinn til þess fyrir sinn heilaga anda. Gemm líf okkar að samfelldri þakkarhátíð á grundvelli þess sem Jesús gerði og látum þakklætið sjást í lífi okkar. „Höldum því hátíð [...] með ósýrðum brauðum hrein- leikans og sannleikans." Helstu hjálpargögn: • Barret, C.K. 1971. The first Epistle to the Corinthians. London. • Douglas, J.D. (ed.) 1980. The New lllustrated Bible Dictionary l-lll. Leicester. • Gilbrant, T.h. (red.) 1977-80. Studie Bibelen 1-5. Oslo. • Gilbrant, Th. (red.) 1984-90. Illustrert Norsk Bibelleksikon 1-8. Oslo. • Guthrie, D. (ed.) 1977. The New Bible Commentary Revised. Leicester. • Richardson, A. 1958. Introduction to the Theology of the New Testament. London. • Dr. Martin Luthers predikener over alle son- og helligdagers epistler samt lidelseshistorien. 1971. Det Evang- elisk-Lutherska kirkesamfunn. Tonsberg, Norge. Móse í teiknimynd Fáein orð um kvikmyndina The Prince ofEgypt Kvikmyndin Egypski prinsinn hefur verið sýnd í kvik- myndahúsum hér á landi um allnokkurt skeið. Mynd- in hefur reyndar verið sýnd víða um heim við miklar vinsældir. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sagan af Móse og frelsun ísraels úr ánauðinni í Eg- yptalandi lendir á hvíta tjaldinu og nægir í því sam- bandi að minna á myndina Boðorðin tíu með Charlton Heston í aðalhlut- verki. En nú er það teknimynd í fullri lengd sem bandaríska kvik- myndafyrirtækið Dreamworks hefur framleitt. Ein- hverjir kunna að spyrja sig hvaða erindi sagan af Móse á í teikni- mynd og hvort út- koman verði ekki annað hvort afbökuð eða einfölduð m}md af dramatískum sögum Biblíunn- ar. Verður Móse ekki bara enn ein teiknimyndahetjan? Er þetta ekki bara enn ein barnamyndin sem byggð er á biblíuefni framleidd til að græða á henni? Reyndin er sú að myndin Egypski prinsinn er mjög vönduð teiknimynd. Hún er e.t.v. hvorki barnamynd né full- orðinsmynd en hentar líklega flestuni aldurshópum sem hafa gaman að teiknimyndum. Við gerð hennar er beitt nýjustu tækni þar sem blandað er sam- an tví- og þrívídd og teiknuðum og tölvugerðum myndum. Augljóst er að vandað hefur verið til verka og mikil vinna hefur verið lögð í myndina. Sem dæmi má nefna að að baki ferðinni gegnum Rauðahafið, sem tekur um fjór- ar mínútur í myndinni, eru yfir 300 þúsund vinnustundir. Þegar upp var staðið kostaði gerð myndarinn- ar 70 milljónir dollara. V i n s æ 1 d i r myndarinnar sýna að hún hittir í mark hjá breiðum hópi kvikmyndahúsa- gesta. Orsökin er ekki bara sú að sagan um Móse er góður efnivið- ur í kvikmynd heldur ekki síður að áhugi á teikni- myndum hefur aukist á síðustu árum urn leið og tækninni við gerð slíkra mynda hefur ileygt fram. Þá leitast þeir „Draumasmiðjumenn" við að sýna bibl- íutextanum trúmennsku þrátt fyrir að þeir taki sér „eðlilegt skáldaleyfi" og bæði trúarlegir og siðferðilegir þættir sögunnar fá að njóta sín. Jeffrey Katzenberg, framleiðandi myndarinnar, hefur í viðtali lagt áherslu á mikilvægi þess að fylgja sögunni í 2. Mósebók eins

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.