Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 5

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 5
Árið 1955 voru 100 ár liðin frá stofnun Heimssambands KFUM. Þess var minnst á heimsþingi félagsins í París það ár og tóku Hermann Þorsteinsson og Ólafur Ólafsson þátt í þinginu af hálfu KFUM á íslandi en alls voru þátttakendur á þinginu um 8.000 frá um 70 þjóðríkjum. hafði nýlega komist til trúar í bænum Bridgewater þar sem hann starfaði um tíma hjá kristnum verslunareiganda. En hjá Hitchcock fór litið íyrir kristilegum áhuga og sætti Williams aðkasti fyrir trú sína. í hópi 140 starfsmanna fann Williams þó brátt samstarfsfélaga sem vildi kenna sig við Krist og fóru þeir að biðja saman daglega. Þeir töluðu við vinnufélaga sína og báðu markvisst fyrir þeim. Fleiri bættust í hópinn og bæna- stundirnar urðu jafnframt biblíulestra- stundir. Þar kom að sjálfur verslunar- eigandinn snerist til trúar og fyrr en varði hafði myndast kjarni áhugasamra, kristinna verslunarmanna í fyrirtækinu. Meðan þessu fór fram tók Williams þátt í kristilegu sunnudagaskólastarfi og sinnti sérstaklega börnum úr fá- tækrahverfum Lundúna. Hann íhugaði að gerast kristniboði en smám saman mótaðist köllun hans um að hefja kristilegt félagsstarf meðal ungra versl- unarmanna og skapa heilbrigt mótvægi við knæpumenningu stórborgarinnar. Liðlega 22 ára að aldri lét hann til skar- ar skríða og stofnaði fyrsta KFUM-félag- ið í heiminum ásamt nokkrum starfs- bræðrum sínum þann 6. júní 1844. Hér var ekki um að ræða starf að ofan sem skipulagt var af kirkjulegum aðilum fyr- ir ungu kynslóðina í þeim tilgangi að varðveita hana í trú og góðum siðum. Starf KFUM byggði á frumkvæði krist- inna leikmanna og óx fram að innan, í krafti þess að ungir menn með ólíkan, kirkjulegan bakgrunn vildu vitna um Krist meðal jafnaldra sinna, starfsfélaga og vina, ávinna þá til trúar og hjálpa þeim að þroskast á líkama, sál og anda. Heimshreyfing í þágu trú- ar, menningar og friðar Það sýndi sig íljótt að KFUM í London hafði mikinn slagkraft og strax árið 1845 hafði starfið eílst svo mjög að ráð- inn var framkvæmdastjóri fyrir félagið. Árið 1848 voru félagar orðnir 1.000 en yfir 100.000 um aldamótin. Þá átti KFUM rúmgóð húsakynni vitt og breitt um England, bauð upp á bókasöfn, lestrarsali og matstofur, skipulagði fyr- irlestrahald, ijölbreytt kvöldnámskeið og stóð fyrir bænastundum, biblíulestrum og ýmsu öðru. Mikla þýðingu hafði það fyrir út- breiðslu KFUM til annarra landa að á fyrstu alþjóðlegu lista- og iðnsýningunni í Crystal Palace í London árið 1851 not- aði KFUM tækifærið og kynnti starf sitt rækilega, hélt íjölmennar samkomur og dreifði yflr 350.000 ritum og bæklingum meðan á sýningunni stóð. Fjórum árum seinna, í tengslum við næstu heimssýn- ingu sem haldin var í París 1855, átti Svisslendingurinn Henry Duant einna drýgstan þátt i þvi að boðað var til fyrsta heimsþings KFUM en Duant varð síðar frumkvöðull að starfi Rauða krossins og fyrsti maðurinn, ásamt Fré- déric Passy, til að hljóta friðarverðlaun Nóbels árið 1901. Niðurstaða fundarins í París var stofnun Heimssambands Vinnudagurinn var að jafnaði tólf tilfjórtán stundir á dag, sex daga vikunnar, og knæpurnar helsti gleðigjafinn í stopulumfrístundum.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.