Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 24

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 24
Eldri kona sat á jörðinni fyrir framan pósthúsið í bænum, í skítugum lörfum og fálm- aði i kringum sig í leit að einhverju til að borða. Ekk- ert var að finna. Það var átakanlegt að sjá hana svona umkomulausa. Kjellrún kastaði hring af banönum til hennar út um bílgluggann um leið og hún kallaði til hennar að þetta væri íyrir hana. Hún virtist hálf blind og jafnvel heymarlaus þvi að hún sýndi engin viðbrögð en hélt áfram að fálma í kringum sig og leita. Margir eiga um sárt að binda í Afriku en starf kristniboðanna kveikir von í hjörtum margra. Undirritaður tók þátt í árlegri ráðstefnu kristniboðanna Nairóbí í Kenýu í mars síðastliðnum. Skýrslur kristniboðanna, sem starfa viða í land- inu, báru vitni um að erfiði þeirra og okkar er ekki árangurslaust. Við strönd Indlandshafsins er starf á meðal Dígómanna sem eru múslímar. Þrátt fyrir tveggja áratuga þjónustu hefur lítill sýnilegur árangur orðið. En síðasta árið hafa margir komið til kristniboðanna og innlendra samstarfsmanna þeirra með spurningar um trúna. Nokkrir hafa ákveðið að verða kristnir. í fyrsta sinn síðan norskir og íslenskir kristniboðar hófu starf á þessum slóðum var næg þáttaka til að hægt væri að halda 10 vikna langt biblíunámskeið. í lok nám- skeiðisins voru þátttakendur skírðir. Það var stórt skref fyrir skímarþegana þvi að fjölskyldur þeirra útskúfuðu þeim og gerðu þá arflausa. En samt tóku þeir þessa miklu ákvörðun. Einn nágranni kristniboðanna var meðal þeirra sem sagðist vilja verða kristinn. Hann hafði fengið smárit og bækur hjá kristni- boðunum í mörg ár og lesið þau og Biblíu, sem hann hafði keypt, á laun niðri í fjöru. Þetta hafði hann gert í mörg ár. Nú var hann búinn að gera upp hug sinn. Sannleikann var að finna í kristindómnum og hann vildi verða lærisveinn Jesú Krists. Frá Marsabit í Norðaustur-Kenýu hafa kristniboðar farið út á slétturnar umhverfis og reynt að byggja upp kirkju á meðal Bóranafólksins og annarra lítilla hirðingjaþjóðílokka. Vegalengdir eru miklar og vegir víða mjög slæmir. Sums staðar er aðsetur skæmliðahópa, t.d. frá Eþíópíu, sem hafa nokkrum sinnum ógnað kristniboðunum, jafnvel rænt þá og hótað þeim lííláti. Nokkrir litlir söfnuðir hafa verið stofnaðir á þessum slóðum. En vegna fækkunar kristnboða undanfarin ár hefur ekki tekist að fá nógu marga til að fara til Marsabit og setjast þar að. Nú er enginn kristniboði þar og útlitið er ekki gott varðandi framhald kristniboðsstarfs á þessum slóðum. Afleiðingin er sú að nývigður, innlendur prestur hefur fengið prófastsdæmi þar sem söfnuðir eru í allt að 200 km fjarlægð og hann hefur aðeins mótorhjól sem farskjóta. Svæðið er erfitt, söfnuðirnir ungir og þurfa mikinn stuðning og samstarfs- menn hans eru margir hverjir lítið gmndvallaðir í trúnni. Ofan á allt þetta bætist ótiyggt ástand. Vel gengur í útvarpsstarfinu og inn- fæddir menn hafa tekið við mestu af þvi. Gleðilegast var að heyra fréttir frá Pókot. Kirkjan heldur áfram að vaxa jafnt og þétt og fólk flykkist í kirkjumar. Sem dæmi um vöxt þá voru I lok námskeiðisins voru pátttakendur skírðir. Það var stórt skreffyrir skírnarpegana pví að fjölskyldur peirra útskúfuðu peim og gerðu pá arflausa. En samt tóku peir pessa miklu ákvörðun.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.