Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 10

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 10
Pétur Pétursson Heitið á þessu greinarkomi sem skrifað er í tilefni af 100 ára afmæli KFUM og KFUK er efni í viðamikla og áhugaverða rannsókn. Þeirri spumingu sem í yfir- skrift greinarinnar felst verður varla svar- að af sagnfræðilegri nákvæmni í stórri bók þótt hún væri afrakstur dágóðrar rannsóknarvinnu. Þvi síður er hægt að svara henni í stuttri grein - og þó. Við nánari athugun verður sú hugsun grein- arhöfundi áleitin að blaðagreinarformið bjóði fremur upp á svar en viðamikil rannsókn. í blaðagrein verður höfundur umbúðalaust að finna aðalatriðin þó ekki sé annað gert en að tæpa á þeim og setja þau í samhengi sem lesandanum er skilj- anlegt án þess að sá síðarnefndi hafi unnið mikla forvinnu sem rannsakandi. En þetta er hægara sagt en gert. Til em sannfærandi kenningar um að afhelgun samfélags og menningar hafi nærst best þegar borgir í nútímaskilningi tóku að myndast. Saga Evrópu undan- famar tvær til þrjár aldir sýnir og sannar þetta. Skipulag kirkjunnar var úr takt við þróun borganna. Víðast fór borgarlýður- inn á mis við kirkjulega þjónustu og fjöldi menntamanna og leiðtoga lýðsins afneit- uðu kristindóminum. Guðsþjónusta kirkjunnar og sakramenti urðu æ fleirum óviðkomandi og framandi fyrirbæri. Nú- tíminn rústaði hefðbundnum trúarlegum venjum og skildi marga eftir á köldum klaka í andlegum skilningi. En rétt í þann mund sem borg verður til á íslandi þá hefur hún eignast æskulýðsleiðtoga sem var brennandi í andanum að boða fagnaðarerindið um Krist sem margir höfðu dæmt úr leik. Þeir töldu að vísind- in gætu gefið fólkinu andlegt fóður og skemmtanaiðnaðurinn var í kapphlaupi Séra Friðrik Friðriksson og Sigurgeir Sigur- geirsson biskup. Sigurgeir var afi greinar- höfundar og stofnaði m.a. KFUM- félag á ísafirði árið 1933. um það að fylla frítíma og tómstundir fjöldans og þá var meira hugsað um ódýrt magn en vönduð gæði. Fýrir hundrað árum síðan flutti Friðrik Friðriksson nauðugur viljugur frá Kaup- mannahöfn til Reykjavikur til að kanna grundvöll fyrir stofnun KFUM. Hann fann þennan grundvöll, eða skapaði hann öllu heldur sjádfur. Ungur maður færði hann líf sitt sem fóm fyrir Guð og hann fór út á akur sem fáum hafði dottið í hug að yrði grundvöllur markvissrar starfsemi í anda kristinnar trúar. Það er að koma betur og betur í ljós að starf hans skipti sköp- um fyrir stöðu kristninnar á þessari öld og fyrir þjóðkirkjuna sem trúverðuga kristna kirkju á ofanverðri 20. öld. Heilagt kvöldmáltíðarsakrcimenti er það sem tengir söfnuði kristinna manna í dag við þá kirkju sem Kristur stofnaði fyrir 2000 árum. Um aldamótin 1900 var þetta náðarmeðal kirkjunnar stórlega vanrækt af almenningi og jafnvel af prest- um. Friðrik Friðriksson var prestur og hann vandi drengina sína á að ganga til altaris í Dómkirkjunni. Það varð hefð að félagamir gengu til altaris á skírdag. Fé- lag hans óx og dafnaði með borginni og þótt hún myndaði aðeins eina sókn fram til ársins 1941 þá voru kristileg félög starfandi í borginni og skipt niður eftir aldri félaga, hverfum og áhugamálum. Þessi félagsskapur skaut rótum víðar um land og blómgaðist á ýmsum stöðum þótt Reykjavík væri miðstöðin og þar var starf- ið samfellt. Séra Friðrik hafði það sem kallað er náðargáfu leiðtogans og hann byijaði starf sitt á réttum enda, þ.e.a.s. börnunum. Hann naut snemma viður- kenningar sem leiðtogi og menn sáu að hann hafði jákvæð ahrif á unglingana sem bókstaflega ílykktust að honum. Friðrik hafði unun af því að ferðast og hvar sem hann fór fylgdi honum smitandi andi æskumannsins sem tilbúinn er í ný uppátæki, stofna félag og slá á létta strengi milli þess sem Kristur var boðað- ur af alvöru og festu. Elli kerling skyggði ekkert á þann ferskleika sem fylgdi hon- um, trú hans var sívakandi, sífellt endur- nýjandi og gefandi og skapatidi. Síðustu predikanir sinar flutti hann blindur en það heyrðist ekki á mæli hans. Hann var svo samgróinn þeim boðskap sem hann hafði helgað líf sitt. íslensk kirkja á séra Hallgrím Pétursson og passiusálma hans frá sautjándu öldinni að orna sér við. Mér er nær að halda 20. öldin geti teflt séra Friðrik og KFUM og KFUK fram í þessu samhengi ef í það færi. Hann kom eins og gróðrarskúr yfir borgarbörnin sem margir uppeldisfrömuðir skilgreindu sem götulýð á barmi glötunar. Á sam- komunum sungu þau um Jesú og hlust- uðu á leiðtoga sinn segja frá honum og

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.