Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 17

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 17
á námskeið, bæði fyrir leiðtoga félaganna og almenning. í samstarfi við Fræðslu- deild kirkjunnar og ÆSKR hafa KFUM og KFUK skipulagt námskeið fyrir leið- toga. Aukið samstarf við íleiri aðila um leiðtogamenntun, eins og ÍTR, skátana, íþróttahreyfinguna og íleiri, kemur líka til greina og gæti skilað okkur menntaðri leiðtogum og betri tengslum við aðra fé- lags- og tómstundastarfsemi í hverfum borgarinnar eða bæjum landsins. Einlægt, uppbyggilegt trúarsamfélag KFUM og KFUK er kristileg æskulýðs- hreyfing, leikmannahreyfing innan ís- lensku þjóðkirkjunnar. Þau eru ekki kirkja heldur félag. Séra Friðrik orðaði það þannig að félögin væru: „grein í guðsríkisstarfi hinnar heilögu almennu kirkju Krists. “ Félögin þurfa að byggja upp öflugt trúarsamfélag þar sem er rúm fyrir alla; lélagsfólk, eldri og yngri leiðtoga í starf- inu, fólk sem er að kynnast félögunum í fyrsta sinn, unga og aldna. Þangað þurfum við að geta sótt andlega upp- byggingu, fræðslu, kærleikssamfélag, fyrirbæn og sálgæslu. Það er ekki óeðli- legt að i svona breiðum hópi séu ólíkar trúarlegar þarfir. Það er ekki víst að ungt fólk vilji sömu trúarlegu tónlist og eldra fólk. Það er heldur ekki vist að allt ungt fólk vilji eins trúarlega tónlist. Þess vegna er fjölbreytni af hinu góða. Ég held að það væri hollt að setjast nið- ur með breiðum hópi félagsfólks til þess að fá fram skoðanir á þvi hver þörlin er, hvernig við viljum hafa trúarlegt samfé- lag saman, þvi þennan þátt þarf nauð- synlega að styrkja. Lífshreyfing „Þess vegna hefur Guð plantað þessa sjerstöku grein, með hinu sjerstaka markmiði, að safna mörgum lindum í hið stóra meginfljót; að gróðursetja æskuna sem lifandi grein á hinum eina stóra stofni, svo að æskan getifengið, fgrir út- breiðslukraft lífshreyfingarinnar. heil- brigt líf inn í allan persónuleika hins unga manns. með fullu tilliti til anda, sálar og líkama.“ Þannig orðaði sr. Friðrik hlutverk KFUM og KFUK í erindi sem hann ilutti á sumardaginn fyrsta árið 1938. Ég á mér þá von að handan aldamót- anna eygi ég félag sem er trútt þessari hugsjón sinni að gróðursetja æskuna á hinn eina stofn, Jesú Krist, svo hún geti teygað heilbrigt líf inn í allan persónu- leika sinn. Til þess að svo geti orðið þurfum við sjálf, sem berum hag þessa starfs fyrir brjósti, að standa saman sem ein heild, vinna af krafti og teyga í okkur lífsnæringuna frá stofninum. Gyða Karlsdóttir er starfsmaður Landssambands KFUM og KFUK. Forsenda pess að geta haldið úti öflugu starfi er að hafa nóg afgóðum leiðtogum og nægafjár- muni. Það parflíka að mennta leiðtogana og KFUM og KFUK hafa lagt metnað sinn í að efla leiðtogamenntun.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.