Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 8
í húsnæði KFUM og KFUK í Austurstræti 20 er starfrækt Loftstofa á föstudagskvöldum fyrir ungt fólk í miðbæ Reykjavíkur. unglinga var nánast óþekkt. Helst bar á bindindishreyfingunni og var Friðrik talsvert virkur í henni um tíma, meðal annars sem ritstjóri Æskunnar i nokk- ur ár. En að stofna kristileg félög fyrir unga menn og konur þótti mörgum mikil nýlunda og vakti mismikla hrifn- ingu í fyrstu. Ýmsir drógu uppátækið í efa en ekki leið á löngu uns félögin tóku að blómstra í höndum séra Frið- riks. Augu hans sýndu sig að vera næm á þarfir ungu kynslóðarinnar og innan félaganna spruttu fram starfs- greinar á borð við skátafélög, knatt- spyrnufélög, bindindisfélög, taílílokka, lúðrasveit, karlakór, jarðrækt, handa- vinnuflokka, biblíuleshópa, kvennakór, kristniboðsflokka, menningarfélag, sumarbúðir og margt fleira. Sífellt leit- aði séra Friðrik nýrra leiða til þess að byggja upp félagsstarf á kristnum grunni sem mætt gæti þörfum æsk- unnar og skapað heilbrigða einstak- linga til líkama, sálar og anda. Saumað, kennt og gefið í annarra þágu Upphaflega ætlaði Friðrik Friðriksson aðeins að stofna KFUM-félag fýrir drengi en fermingarstúlkur vorsins 1899 knúðu hann til þess að stofna sams konar félag fyrir stúlkur. Lét Friðrik til leiðast og valdi sér þrjár konur til að- stoðar sem mynduðu eins konar „örygg- isráð“ á fýrstu misserum félagsins. Ein þessara kvenna var Ólafia Jóhannsdótt- ir sem meðal annars hafði látið að sér kveða i Hinu íslenska kvenfélagi og var aðal-driffjöðurin í stofnun Hvítabands- ins árið 1895. Seinna varð Ólaíia þjóð- kunn fyrir líknarstörf sín í skuggahverf- um Oslóar. Meðal fyrstu verkefna KFUK í Reykja- vík var að efna til tombólu árið 1900 til stuðnings blindri stúlku sem þurfti að komast til Danmerkur undir læknis- hendur. Reglulegir saumafundir urðu siðar fastur liður í starfi KFUK til íjáröfl- unar fyrir starf félagsins en á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar saumuðu KFUK-konur einnig rúmfatnað og föt og sendu til Austurríkis. Þetta var fyrir líð almennrar bíleignar hér á landi en fé- lagskonur í KFUK víluðu ekki fyrir sér að bera hver sína saumavél í fanginu á fundi, hvemig sem viðraði! Eftir stríðið var einnig saumað fyrir fá- tæk heimili í Reykjavík og ýmis önnur þjónustuverkefni mætti nefna sem fólk úr röðum KFUM og KFUK hefur sinnt í gegnum tíðina hér á landi, svo sem eins og samverur fyrir heyrnarskerta og blinda, heimsóknir í fangelsi, fyrírbæna- þjónustu, vitjun sjúkra og íleira. Þá hefur félagsfólk gjarnan lagt kristniboðsstarf- inu lið og um tíma kostaði unglingadeild KFUK framfærslu kínverskrar stúlku á trúboðsstöðinni þar sem Ólafur Ólafsson kristniboði starfaði. { þessu sambandi er einnig vert að geta þess að einmitt nú í vetur hefur ein af yngri deildum KFUK haft sem verkefni að kosta fátæka stúlku á Filippseyjum til náms. Eitt af því sem Friðrik Friðriksson lagði mikla áherslu á í sínu starfl var að örva fólk til menntunar og aukins þroska. í þessu skyni hjálpaði hann mörgum piltinum persónulega og einnig í nafni félagsins. Hann kom til dæmis strax á fyrsta starfsárinu upp afar merkilegu bókasafni sem átti eftir að eflast mikið og þjóna félagsfólki í ára- tugi. Hið sama má segja um Kvöldskóla KFUM sem hóf reglulega starfsemi árið 1921 en hafði einnig starfað á fyrstu árum félagsins. Sá skóli starfaði í yfir 40 ár og gegndi afar merkilegu hlutverki og var mörgum eina tækifærið til fram- haldsmenntunar eftir bamaskóla. í dag starfrækja félögin biblíuskóla í samráði við Kristilegu skólahreyfinguna og Sam- band íslenskra kristniboðsfélaga og býður sá skóli upp á fjölbreytt námskeið fyrir félagsfólk og aðra sem áhuga hafa. Afturhvarf til upphafsins? Eins og hér hefur verið bent á byrjaði starf KFUM og KFUK í heiminum að Eftir stríðið var einnig saumaðfyrir fátæk heimili í Reykjavík og ýmis önnur pjónustuverkefni mætti nefna semfólk úr röðum KFUM og KFUK hefur sinnt ígegnum tíðina hér á landi, svo sem eins og samverurfyrir heyrnarskerta og blinda, heimsóknir í fangelsi,fyrirbænapjónustu, vitjun sjúkra ogfleira. 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.