Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Síða 26

Bjarmi - 01.06.1999, Síða 26
Biblíulestur útfrá Fil. 2,12-18 „Gjörið allt án þess að mögla og hika, til þess að þér verðið óaðjinnanlegir og ójlekkuð Guðs börn meðal rangsnúinnar og gjörspilltrar kynslóðar“ (Fil. 2,14-15). ðbandaour Orðið á frummálinu, sem þýtt er „flekklaus", merkir eigin- lega hreinn. Orðið var notað um óblandað vín og mjólk sem var ekki þynnt með vatni. Páll notar orðið hér um kristna menn. Kristinn maður á að vera einlægur, með óskipt hjarta, bæði í hugsun og persónuleika. Þetta er áminning til okkar sem höfum gefið Guði líf okkar. Erum við hrein, ekta, óþynnt, óblönduð? Höfum við veitt honum aðgang að öllum afkimum lífs okkar? Glíma við tíðarandann Páll var í fangelsi í Róm þegar Epa- fródítus færði honum peningagjöf frá söfnuðinum í Filippi. Söfnuðurinn hafði viljað hjálpa postulanum fyrr en var of fátækur til þess. Gjöfin vakti mikið þakklæti hjá honum. Þess vegna skrif- aði hann þetta bréf um gleðina. „Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Ver- ið glaðir" (4,4). Mikilvægt er að hafa í huga að Páll var fangi þegar hann skrif- aði bréfið. Filippí var fyrsta borgin í Evrópu sem Páll starfaði í (Post. 16). Þegar bréfið var skrifað barðist söfnuðurinn íyrir tilveru sinni. Hann átt óvini sem beittu safnað- armeðlimi ofbeldi (1,28). Páll var ekki ókunnur sliku (2. Kor. 11,23-27). En ef til vill var tíðarandinn hættulegri. íbúar Filippí trúðu á marga guði, keisarann og þá guði sem hentuðu að- stæðum þeirra. Iðnaðarmenn áttu sinn guð, sjómenn sinn, hermenn sinn o.s.frv. Menn fóru til spámanna og -kvenna til að fá ráð og hjálp varðandi framtíðina, til að taka réttar ákvarðanir í fjármálum, varðandi hjónaband o.s.frv. Samkvæmt tíðarandanum var manngildi sumra i samfélaginu, t.d. þræla og vændiskvenna, ekki metið miklu meira en dýra og talið sjálfsagt að það þjónaði markmiðum annarra. Þessi hugsunarháttur var almennt viður- kenndur. Það var erfitt fyrir fólkið í söfnuðinum að standa gegn tíðarandanum og vera öðruvisi en aðrir, lifa í hreinleika Krists og líta á alla meðbræður sína með þeim hætti sem gekk í berhögg við manns- skilning samíðarinnar. Án efa gerði sú hugsun vart við sig hjá sumum að það væri ef til bara skaði að vera lærisveinn Jesú Krists. Án efa var ekki alltaf jafn- auðvelt að varðveita sannfæringuna um að Jesús væri eini vegurinn, sannleik- urinn og lífið. Hvers vegna ætti maður að vera krist- inn og þola öll óþægindin og hömlurnar sem fylgdu því? Þetta var barátta safn- aðarins í Filippí og reyndar allra safn- aða frumkirkjunnar. En þetta er einnig okkar barátta. Tíð- arandinn i Filippí var um margt líkur okkar samtíð. Biblían varar okkur margoft við að láta stjórnast af tíðar- andanum. 1. Jóh. 2,15: „Elskið ekki heiminn," þvi að allt það sem í heimin- um er, íýsn holdsins og íýsn augnanna og auðæfa-oflæti, það er ekki frá föð- urnum, heldur er það frá heiminum." Það er sagt um Demas í 2. Tim. 4,10: „Demas hefur yfirgefið mig vegna þess að hann elskaði þennan heirn." Tíðar- andinn stendur gegn anda og vilja Guðs. Við erum í heiminum en ekki af heiminum. Tíðarandinn hefur önnur gildi en þau sem rikja í guðsríkinu. Rétt gildismat Texti okkar er seinni hluti áminninga Páls til sinna kæru bræðra í Filippí. Sálminum fræga í v. 6-11 er skotið inn í þær. í v. 9-11 skrifar Páll hvers vegna við viljum vera kristin. Þvi að, eins og Páll segir í 3,8: „Ég met allt vera tjón hjá þeim yfirburðum að þekkja Krist Jesú, Drottin minn." Hann hafði fengið að smakka hvað Drottinn er góður (1. Pét. 2,3). Hann talar um Jesú sem veruleika. Jesús lifir! Guðsríki er nálægt! Guðsríki er komið í krafti! Við höfum fundið dýrmætu perluna, fjár- sjóðinn í akrinum, uppsprettu hins lif- andi vatns! Þessu leitar heimurinn að á röngum stöðum. Hann grefur brunna með sprungum sem halda ekki vatni (Jer.

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.