Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 27
2,13). Hann býður gullbikara með eitri, gervihamingju, plastgleði, líf með skammtímamarkmiðum, guði sem henta hverjum einstaklingi og óskum hans og eilífð að eigin ósk, ef hún þá er til. Hann býður ekki ókeypis og óverð- skuldaða fyrirgefningu. Hversu margir glíma ekki við þann vanda að geta ekkl samþykkt sjálfa sig og finnst þeir ekki geta fengið íýrirgefningu á því sem þeir hafa gert rangt? Við, kristnir menn, eigum þessa óverðskulduðu fyrirgefningu, að vera elskuð og samþykkt eins og við erum. Sá sem er með fullkomnunaráráttu þarf ekki að vera fullkominn. Jesús er full- kominn, ekki hann. Guð gleðst yfir þér! Hann gleðst yfir að heyra bænir þínar. Hann hefur áhuga á málefnum þínum. Er þetta ekki einhvers virði? Skapar þetta ekki fögnuð i hjarta þínu? Er þetta ekki jafnmikils virði og hlutabréf og áhrif í samfélaginu? Að varðveita trúarglóðina Það var ekki að ástæðulausu að söfnuð- imir í frumkirkjunni voru áminntir um að láta ekki stjómast af tíðarandanum. Öll hin sterka kirkja Sýrlands, sem sendi Pál í kristniboðsferðir sínar, og kirkjurnar í Litlu-Asíu (Tyrklandi) og Norður-Afríku em nú að mestu horfnar. Vottar frá sýrlensku kirkjunni fluttu fagnaðarerindið til Kákasusfjalla og Eþíópíu. Nú eru þessi lönd kristni- boðsakur. Þróunin í Evrópu er uggvænleg. Nú fara jafnmargir í moskur og i kirkjur í hverri viku í Englandi. Sama þróun á sér stað í annars staðar í Vestur-Evr- ópu. Það var í þessum heimshluta sem kristniboðsvakningarnar miklu voru fyrir 200 árum. Olíupeningar em notaðir tll að breiða íslam út um allan heim. Það er ekki sjálf- sagt að kristnin varðveitist hér á landi. Þess vegna þurfum við að vera heilshugar í eftiríýlgdinni við Jesú Krist og þora að vera ljós og salt í samtíð okkar. Textinn „Þess vegna, mínir elskuðu, vinnið nú að sáluhjálp yðar með ugg og ótta. Þvi að það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþókn- unar" (v. 12-13). Kristindómurinn er ekki bara fólginn i þvi að „taka á móti Jesú“. Eftiríylgd við hann varir alla ævi. Guð vinnur stöðugt í okkur til að gera okkur líkari Jesú. Það kostar líka baráttu að varðveitast allt til enda (Gal. 5,22; 4,19). Páll segir í Fil. 3,11-15: „Mætti mér auðnast að ná til upprisunnar frá dauðum. Ekki er svo að ég hafi þegar náð þvi. ... En ég keppi eftir því, ef ég skyldi geta höndlað það. Ég seilist eftir |)ví, sem framundan er, og keppi þannig að markinu, til verð- launanna á himnum, sem Guð hefur kallað oss til fyrir Krist Jesú.“ Það gerist því miður að kristnir bræð- ur og systur falla og liggja eftir á vegin- um í eftirfylgdinni, falla frá trúnni. Ýmis dæmi um það er að finna í Biblíunni. Sál konungur leitaði frétta hjá spákonu og Guð svipti hann blessun sinni og konungdæminu. Margir konungar ísra- els trúðu á aðra guði og kölluðu margs konar bölvun yfir þjóðina. Þjóðin varð ekki vitnisburður um Guð og til bless- unar íýrir þjóðirnar eins og Guð hafði hugsað sér. Júdas sveik Jesú þótt hann hefði verið með honum og notið kennslu hans í þrjú ár. Jesús útvaldi hann vegna sérstakra eiginleika sem hann hafði. Það er ekki sjálfsagt að við náum markinu. Páll segir í 1. Kor. 9,27: „Ég leik líkama minn hart og gjöri hann að þræli minum, til þess að ég, sem hef prédikað fyrir öðrum, skuli ekki sjálfur verða gjörður rækur." Kól. 2,18: „Látið þá ekki taka af yður hnossið." Náum við alla leið, ég og þú? Hið dag- lega samfélag við Guð, bæn og lestur Biblíunnar, er mjög mikilvægt til þess að varðveitast og vaxa sem kristinn maður. Þar nær Guð að móta okkur, „bæði að vilja og framkvæma sér til vel- þóknunar“. Með því að rækta samfélag- ið við Guð nærum við gleðina í samfé- laginu við hann og löngunina til að lifa samkvæmt vilja hans. Þá vogum við jafnvel að leyfa samtíð okkar að skoða líf okkar til að meta hvort við lifum eftir þvi sem við boðum eða ekki. „Til þess að þér verðið óaðfinnanlegir og hreinir, ílekklaus Guðs börn meðal rangsnúinnar og gjörspilltrar kynslóðar. Þér skínið hjá þeim eins og ljós í heim- inum. Haldið fast við orð lífsins, mér til hróss á degi Krists. Þá hef ég ekki hlaupið til einskis né erfiðað til ónýtis“ (v. 15-16). Þegar við játum trú á Jesú verðum við „bréf Krists", þekkt og lesið af öllum (2. Kor. 3,2-3). Hvað les fólk? Það spyr: Hvernig er kristindómurinn sem þið talið um? Hvernig birtist hann í lífi manna? Mæti ég náungakærleika og umhyggju hjá ykkur? Get ég fengið að vera hluti af hinni kristnu „klíku" eða „kirkjueignarfélaginu" eins og ég er? Hvað er kristinn kærleikur? Hann er ekki til eingöngu sem hugtak, slíkt er vestræn heimspeki, heldur aðeins í verki. Við eigum að sýna hann. Einn safnaðanna okkar í Pókothéraði í Kenýu hafði veislu um hver jól. Allir í söfnuðinum borguðu fyrirfram svo hægt væri að kaupa veisluföng. Þeir komu til veislunnar en einnig margir aðrir óboðnir. Allir óboðnu gestirnir fengu mat þótt ekki væri alltaf nóg til handa öllum í söfnuðinum en þeir vildu sýna gestunum kristilegan kærleika. Lifum við samkvæmt menningu guðs- ríkisins? Er markmið lífs okkai' og metn- aður fólginn í þvi að útbreiða guðsríki? Framhald á bls. 29.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.