Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 29
íyrir því. „Bíð róleg eftir Guði, sála min, þvi að frá honum kemur von mín,“ segir í Sálm. 62:6. Við getum komið í veg fyrir fyrirætlanir Guðs með vantrú eða vantrausti. Ég á minningar um Sálm. 37:5 allt frá unglingsárum. Ég var alinn upp á kristnu heimili og var nokkuð vel að mér í biblíusögum og því hvað það var að trúa á Guð. En það var ekki fyrr en einn daginn á fundi i unglingadeild KFUM að það laukst upp fyrir mér að ég þekkti ekki Guð og ég varð að gera eitthvað í því máli. Það var leiðtogi sem var að tala til okkar og var það ekkert sérstaklega áheyrileg ræða, eins og ég man hana, stutt og flutt hálf titrandi röddu, en orðin stungust inn í huga minn og hjarta: „Fel Drottni vegu þína og treyst honum, hann mun vel fyrir sjá.“ Þú verður að gefa þig í hendur Drottins, gefa honum tækifæri til að „sjá vel fyrir þínum málum". Treystu honum, láttu á það reyna. Guð er til og hann bíður eftir að.þú vonir á hann, felir honum öll þín mál. Hans vilji er bestur. Ég man enn þegar ég gekk heim á leið þetta kvöld. Ég bað Jesú um að taka við mér, íyrirgefa mér syndir mínar og ég lofaði að reyna að treysta honum. Þetta var byijunin á langri göngu sem stendur enn, göngu með Guði. Mörg augnablik man ég þar sem þessi orð töluðu til mín á ný. Ég stóð mig ekki sérlega vel í að treysta Jesú. Mörg baráttan var háð en smátt og smátt lærðist þetta: Jesús bregst ekki! Ég gat brugðist, bæði vinum, fjölskyldu og Guði, en Jesús brást aldrei, hans áætlun var fullkomin og ég gleðst mjög í dag þegar ég horfl til baka og sé fingraför Guðs í lífi mínu. Ótal sinnum hef ég farið með orðin úr Sálm. 37:5 og sagt við sjálfan mig: Hér er ekkert annað að gera en að treysta Guði og sjá hvað gerist. Og ég man ekki eftir því að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum. Ég hef lika oft endumýjað heit mitt frá þvi kvöldið forðum og notað þessi sömu orð. Þau hafa eins og leitað mig uppi þegar ég hef fjarlægst Guð minn. Hann hefur notað þau til að kalla mig til sín aftur og aftur. Dýrð sé Guði. Hann er frábær. Fyrirgefur allar syndir mínar og leiðir mig hvern dag. Það er ekki alltaf auðvelt að bíða eftir að sjá vilja Guðs koma í ljós. Ég hef oft þurft að lesa orðin: „Bíð róleg eftir Guði, sála mín...“ Margir telja að líf okkar snúist fýrst og fremst um staðreyndir en það er ekki svo einfalt. Allt líf okkar snýst um trú á einn eða annan hátt, það er hvaða afstöðu við tökum til staðreynda. Þegar vekjaraklukkan þín hringir á morgnana þá trúir þú því að tími sé kominn til að fara á fætur. Ef þú trúir því ekki þá sefur þú áfram og kemur of seint í vinnu eða skóla. Sú staðreynd að klukkan hringir hefur lítið að segja ef þú trúir ekki á hana og tekur mark á henni. Það er svipað með þá staðreynd að Guð er til. Þú þarft að trúa á hann og treysta honum til þess að það komi þér að gagni. Ef þú slekkur bara þegar Guð talar til þín þá getur hann ekki gert fyrir þig það sem hann þráir á gera. Þú skalt snúa við blaðinu og setja traust þitt á Drottin. Ef þú liefur fjarlægst hann undanfarnar vikur eða ár þá skaltu lesa Sálm. 37:5 hægt yfir, hugleiða hvert orð og endurnýja heit þitt við hann. Hann mun ekki bregðast þér. Einar Kristján Hilmarsson er kennari við Hlíðaskóla í Reykjavík. Framhald afbls. 27. Eigum við fjársjóði sem vara til eilífs lífs, þ.e. fólk sem við höfum leitt til trúar, með beinum eða óbeinum hætti? Eða eru fjársjóðir okkar eingöngu af þeirri gerð sem verðbólga eyðir og þjófar bijótast inn og stela? Við getum ekki verið trúverðug vitni Jesú Krists nema vera ekta, óblönduð, óþynnt. Það er barátta að lifa þannig sem kristinn maður. Þess vegna þurfum við á kristnum systkinum að halda til hjálpar og uppörvunar. Jesús byggir útbreiðslu ríkis síns á okkur. Það eru margir sem lifa í myrkri, bæði á íslandi og á heiðingjaakrinum. Fólk laðast að Jesú þegar kristnir læri- sveinar sýna hver hann er í lífi sínu. „Haldið fast við orð lífsins, mér til hróss á degi Krists. Þá hef ég ekki hlaup- ið til einskis né erfiðað til ónýtis. Og enda þótt blóði mínu verði úthellt við fórnarþjónustu mína, þegar ég ber trú yðar fram íýrir Guð, þá gleðst ég og sam- gleðst yður öllum" (v. 16-17). Orð Guðs er vegvísirinn til Jesú og leiðarvísirinn i eftirfylgdinni við hann. Engin trú skapast án notkunar þess. Páll dregur hér upp mynd fýrir okkur. Hann ber fram fóm á altarið. Samkvæmt lögmáli Gyðinga varð hún að vera fullkom- in. Fómin er trú kristinna manna í Filippí. Ef þeir halda fast við trúna verður hún fullkomin fóm og Páll mun fá hrós á efsta degi þegar allt verður prófað. Þá verður það ljóst að lífsverk hans á meðal safnað- arins í Filippí var ekki unnið til einskis því að trú þeirra mun halda allt til enda. Fólk í Filippí var vant margs konar fómum. Oft var rauðu vini hellt úr bolla yfir fómina á altarinu. Páll segir að hann sé eins og vínið í bollanum. Jafnvel þótt þjónustan í Guðs ríki, líka á meðal bræðra og systra í Filippí, leiði til þess að blóði hans verði úthellt eins og rauða vininu yfir fómirnar til þess að þeir verði fullkomin fórn, „þá gleðst ég og sam- gleðst yður öllum“. Ef söfnuðurinn fær að heyra að hann hafi liðið pislarvættis- dauða vegna þjónustunnar, þá „skuluð þér einnig gleðjast og samgleðjast mér.“ Hvílíkt hugarfar! Mættum við eiga eitt- hvað af sliku hugarfari.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.