Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 16

Bjarmi - 01.06.1999, Blaðsíða 16
Gyða Karlsdóttir Aþessu ári eru eitt hundrað ár liðin síðan æskulýðsleiðtog- inn séra Friðrik Friðriksson stofnaði KFUM og KFUK á íslandi. Þess hefur verið minnst með ýmsum hætti það sem af er þessu ári, meðal annars með æskulýðs- hátíð í Perlunni um miðjan mars síðast- liðinn. Félagsmenn; böm, unglingar og fullorðnir, hafa verið í hátíðarskapi og sannkölluð afmælisstemmning í öllum greinum starfsins. Það á vel við á slik- um tímamótum að setja sig í stellingar, skella derhúfunni á höfuðið og píra augun mót framtiðarskini hins ókomna. Hvert viljum við stefna? Hvers konar fé- lög sjáum við handan aldamótanna? Líkami, sál og andi Meginmarkmið KFUM og KFUK hefur frá upphafi verið að ungt fólk kynnist Jesú Kristi og gangi til þjónustu við hann. Einnig vilja félögin stuðla að lík- amlegum og félagslegum þroska manns- ins, þannig að úr verði heilsteyptur, áreiðanlegur einstaklingur sem er reiðu- búinn að axla samfélagslega ábyrgð, þjóð okkar og samborgumm til gagns og gæfu. Með öðrum orðum: Félögin vilja stuðla að þroska alls mannsins, líkama, sálar og anda. Þetta markmið er ramm- inn utan um félagsstarfssemi KFUM og KFUK og breytist ekki þótt tíminn bæti við sig áratugum og öldum. Það sem er breytingum háð er hvaða leiðir við för- um til þess að ná þessu markmiði. Skapandí félagsstarf Það er mikilvægt fyrir KFUM og KFUK að leita sífellt nýrra leiða til þess að ná til ungs fólks. Ef gömlu aðferðirnar verða úreltar, þarf að finna nýjar. Við þurfum að hafa öll skilningarvit opin og hlusta á raddir ungs fólks. Með mark- mið félagsins að leiðarljósi þurfum við að bjóða upp á fjölbreytni í tómstunda- starfi. Langmest af okkar vetrarstarfi fer fram sem eins konar klúbbastarf fyrir böm og unglinga. Við emm einnig með bamakór, unglingaleikhóp (Ten-sing) og deildir sem tengjast sumarbúðunum í Vatnaskógi. í undirbúningi fyrir Perlu- hátíðina í vetur sýndi sig að úti í hinum ýmsu deildum KFUM og KFUK eru hæfileikaríkir leiðtogar sem geta samið og leikstýrt heilu söngleikjunum, - stjórnað kórum, skapað listaverk með málningu eða myndavél, stundað hjálp- arstarf með bömunum og þannig mætti lengi telja. Þetta er okkur mikil hvatn- ing. Kannski gætum við gert meira og slofnað brake-danshóp innan KFUM og KFUK, hjólabrettaklúbb, útivistarhóp, gospelkór, tölvuleikjadeild, íþrótta- klúbb, myndaklúbb - og þannig mætti lengi telja. Menntaðir leiðtogar Forsenda þess að geta haldið úti öflugu starfi er að hafa nóg af góðum leiðtogum og næga fjármuni. Það þarf líka að mennta leiðtogana og KFUM og KFUK hafa lagt metnað sinn í að efla leiðtoga- menntun. Biblíuskólanum á Holtavegi er einmitt ætlað það hlutverk að bjóða upp Félögin vilja stuðla að proska alls vnannsins, líkama, sálar og anda. Þetta markmið er ramminn utan um félagsstarfssemi KFUM og KFUK og breytist ekki pótt tíminn bæti við sig áratugum og öldum. YÓ

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.