Bjarmi - 01.11.2000, Page 16
Máttur
bænarinnar
Margrét Jóhannesdóttir
Þaó er ákveóin þverstæóa fólgin í
þessu hugtaki, máttur bænarinnar.
Sá sem þarf aó biðja um eitthvað, leita
til einhvers með þörf sína, sá sem leitar
hjálpar, getur varla sjálfur verið máttug-
ur. Nei, hann er í stöóu hins hjálpar-
vana. Og ef bænin getur verið máttug þá
liggur það í augum uppi að mátturinn er
ekki hjá þeim sem leitar sér hjálpar held-
ur hjá þeim sem bænin beinist að. En
stundum vefst þetta fyrir okkur og vió
gleymum hver það er sem er máttugur.
Eftir að Jesús hafði sigrað dauðann
sagði hann við lærisveina sína: „Allt vald
er mér gefið á himni og á jörðu.“ Þaó er
aðeins Jesús sem er uppspretta máttar
og valds fyrir lærisveinana og kirkjuna.
Okkur hefur ekki verið gefrn nein önnur
uppspretta máttar en Kristur sjálfur, fyrir
tilstilli anda hans.
Eg mun skýra þetta nánar meó því að
skoóa frásöguna í 9. kafla Markúsarguð-
spjalls þar sem hluti lærisveina Jesú er
með honum á ummyndunarfjallinu en
hinir eru á sléttunni fýrir neðan fjallið í
glímu við þjáningu barns og föður. I lok-
in mun ég fjalla um nokkur atriði sem
bæn kemur til leióar. En fyrst nefni ég
fjögur atriði sem ég tel vera mistúlkun á
mætti bænarinnar.
Trú á baen og trú á Guó
Eg hef stundum furðað mig á því hvað
við tölum mikið um bænina. I vitnis-
buróum á samkomum kemur oft fram
gleði yfir hvað bænin hefur gert stórkost-
lega hluti í lífi einstaklinga og að bænin
hefur veitt þeim styrk. Oft hef ég hugsað
að í næstum hvert skipti sem orðió bæn
kemur fyrir í setningunni hefði verið
hægt að setja inn nafnið Jesús. Jesús
veitti mér styrk, Jesús gerði þetta eóa hitt
fyrir mig. Það er rétt að segja að í bæn-
inni finn ég frió en áherslan ætti að vera
ájesú sem veitir frió. Hugsum okkur að
við svölum þorsta okkar á vatni úr tær-
um fjallalæk. Það ervatnið sem við erum
upptekin af og samtal okkar snýst um,
ekki höndin sem vió notum til að fá okk-
ur vatnssopa með, hvort sem það er
okkar eigin hönd eða hönd einhvers
annars. Tóma höndin, bænin, er notuð
til aó færa vatn en það er vatnið sjálft
sem veitir líf og svölun, það erjesús sem
veitir líf og svölun, það er máttur hans
að verki.
Það er mikilvægt í íslensku samfélagi í
dag að við tölum skýrt um Jesú því að
það eru ekki bara kristnir menn sem
nota bæn. Bænahald hefur margs konar
jákvæðar afleiðingar. Það hefur læknandi
gildi fýrir sálina í þeim skilningi að við
orðum vandamál okkar, tjáum tilfinn-
ingar, hugsunin skýrist, eldmóður kvikn-
ar og baráttutilfinningar vakna. A bæna-
stund gefst tími fyrir hvíld og afslöppun.
Og þegar við biðjum með öðrum fmnurn
við gjarnan samkennd og einingu. Reglu-
legt bænahald gefur einnig ákveðna festu
og ögun í lífinu. Bænahald gerir sálinni
gott. Allt þetta sem ég hef nefnt, er gott
og blessað og getur verið máttur Guðs
að verki meðal okkar en það getur líka
eingöngu verið sálrænt ferli. Trúarat-
hafnir af ýmsum toga viðgangast eftir
uppskrift þjóðtrúarinnar, til að verjast
hinu illa. Akveðnar hreyfingar, orð og
ritúal (og ég dirfist að nefna athöfnina
að signa sig sem dæmi) eru álitin veita
vernd og öryggi gegn árásum illra afla.
Slíkar athafnir eru oft álitnar vera
sterkara afl gegn hinu illa heldur en það
16