Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 3
Gjöfin mikla
Ajólum gefum við gjafir. Eitt af því sem gerir jólin skemmti-
leg eru einmitt gjafirnar. Við leitumst vió aö gleðja hvert
annað með gjöfum okkar og tjá væntumþykju okkar. Ef til vill
hefur hlaupió slík verðbólga í gjafirnar að þær valda okkur
fjárhagslegri byrði. Þá er gott aó minnast þess að það er ekki
verðmæti gjafanna sem skiptir máli heldur hugurinn að baki
þeim. Gjafir okkar eiga fýrst og fremst
að lýsa hug okkar og þakklæti til þeirra
sem við gefum.
Ajólunum minnumstvið einniggjaf-
arinnar miklu sem Guð gaf þegar hann
sendi son sinn, Jesú Krist, í heiminn.
«0
’>
o
nj
u
O
ctí
4-í
Kíí
Okkar gjafir endurspegla á vissan hátt þá gjöf. Eins og
okkar gjafir sýna hug okkar til þeirra sem við gefum,
þannig lýsir gjöf Guðs afstöðu hans til okkar mann-
anna. „Því svo elskaói Guð heiminn, aó hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver sem á hann trúir glatist
ekki heldur hafi eilíft líf,“ segir í einu af þekktustu vers-
um Biblíunnar (Jóh. 3:16). Guð gaf af því að hann
elskaði. Gjöfin mikla, Jesús Kristur, opinberar okkur kærleika
Guðs og gefur okkur von um eilíft líf. Líf, starf og boóskapur
Jesú Krists sýnir þennan kærleika og hvetur okkur til að leitast
við að endurspegla brot af honum með lífi okkar. Þess vegna
erum við hvött til að taka við honum, þiggja gjöfina. „En öll-
um þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að veróa Guðs
börn, þeim sem trúa á nafn hans,“ segir í jólaguðspjalli Jó-
hannesar (1:12). Jafnframt erum vió hvött til að elska aðra
eins og Guó hefur elskað oklcur: „Þér elskaðir, fýrst Guó hefur
svo elskað oss, þá ber einnig oss að elska hver annan“ (1. Jóh.
4:11).
Þegar vió pökkum inn jólagjöfunum eða tökum utan af
þeim getum vió minnst þess og glaðst á margvíslegan hátt. Við
getum glaðst yfir því aó gefa þeim sem okkur er annt um. Gjaf-
ir okkar tjá kærleika okkar til þeirra. Við getum einnig glaóst
yfir hug þeirra og kærleika sem okkur gefa. Síðast en ekki síst
getum vió glaðst yfir gjöf Guðs til okkar sem sýnir óumræðileg-
an kærleika hans og gefur okkur rétt til að kallast Guðs börn.
Tökum því undir meó Páli postula: „Þökk sé Guði fýrir sína
óumræðilegu gjöfí“ (2. Kor. 9:15).
Guö gefi okkur gleóileg jól.
/(^tVVVVNOA/ , /Cj.
AWWUWlWv—
4M
í !
Maóurinn á bak vió andlitió
sjónvarpinu
Agnes Eiríksdóttir ræðir vió
Ragnar Gunnarsson umsjónar-
mann þáttanna Kvöldljós á sjón-
varpsstöðinni Omega.
8Öc
He
Hljómar lcynna
' ' kristilega tónlist
Að þessu sinni eru systurnar í
dúettnum Mary Mary kynntar
ásamt jóladisk kvenna-
kvartettsins Point of Grace.
Öðruvísi messur
lenning E. Magnússon leit
inn hjá sr. Þórhalli Heimissyni
og forvitnaðist um svonefndar
þjóólagamessur.
Ömmukaffi í Austur-
IV-r stræti 20 Sr. Jóna
Hrönn Bolladóttir miðborgar-
prestur segir frá því nýjasta í
miðborgarstarfi KFUM og
KFUK og kirkjunnar.
•1Q Fjötrarnir harðari en vió
l/_ héldum Benedikt Arn-
kelsson ræðirvið hjónin Hrönn
Sigurðardóttur og Ragnar Gunn-
arsson sem eru nýkomin heim frá
kristniboðsstarfi Kenýu.
«1 /T Hvaó er þetta gula
IVJ þarna nióri? KFUM og
KFUK í Reykjavík keyptu nýlega
tveggja hæða strætisvagn og
reka nú í honum æskulýðsstarf.
RagnarSchram veitir innsýn í
þetta sérstæða verkefni og und-
irbúning þess.
“i O Hvatur — Sportfélag
IO KFUM Pétur Ragnarsson
segir frá starfi Hvats sem stend-
ur fyrir blómlegu íþróttastarfi
innan KFUM og KFUK.
Stærófræóingurinn og
Z.U Jón Vídalín Ragnar
Schram greinir frá kanadíska
prófessornum M. Fell og áhuga
hans á íslenskri kristni.
23
Hvaó myndi Jesús gera?
Hvernig geta 105 ára
gamlar ræður orðið að öflugri
hreyfingu? Henning E. Magnús-
son kynnti sér málið.
r-) A Krossinn ogjatan
\ Helgi Elíasson rifjar upp
feróaminningar frá Landinu
helga.
r\~~J Uppáhalds jólasálmur-
Z./ inn Halldóra L. Ásgeirs-
dóttir hugleiðir eftirlætis jóla-
sálminn sinn.
AQ Um lestur Biblíunnar
z—O Lokaþáttur Sigurjóns
Árna Eyjólfssonar um túlkun og
túlkunarsögu Biblíunnar.
32
Þau voru þolinmóó í
þjáningunni Böðvar
Björvinsson segir frá hjónunum
Sabínu og Richard Wurmbrand.
Meó fýlgir stutt hugvekja eftir
Richard Wurmbrand.
'~y /T Hringadróttinssaga
OVJ Tolkiens BækurTolki-
ens, Hringadróttinssaga, eru
mörgum kunnar og nú í desem-
ber er frumsýnd fýrsta kvik-
myndin af þremur sem gera á
eftir bókunum. Bylgja Dís
Gunnarsdóttir fjallar um bæk-
urnar og kvikmyndun þeirra.
I Tímarit um kristna trú
^ 95. árg. 4. tbl. desember 2001
Útgelendur: Landssamhand KFUM og KFUK og Samband Islenskra kristnlboOslélaga.
Ritstjóri: Gnnnar J. Gunnarsson. Rilnefnd: Henning Emil Magnússon, Kjarlan Jónsson
og Ragnar Scbram. Algreiðsla: Aðalskritstolan, Holtavegi 28. póstliólf 4060,
124 Reykjavik, simi 588 8899. fax 588 8840, vefslóðir www.kfum.is og slk.ls.
Árgjald: 3.200 kr. innanlands, 3.700 kr. til útlanda. Gjalddagi 1. apríl.
Verð i lausasölu 800 kr. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson, Jón Hjartarson o.ll.
Umbrot: Tómas Torfason. Prentun: Prenlmel.
Forsíðumyndin er úr smiðju Magnúsar Fjalars Guðmundssonar.
Agnes Benedikt Bylgja Dís Helgi Henning E.
Eiríksdóttir Arnkelsson Cunnarsdóttir Elíasson Magnósson
Hrönn Jóna Hrönn Kjartan Pétur Ragnar Sigurjón Árni
Svansdóttir Bolladóttir Jónsson Ragnarsson Schram Eyjólfsson