Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 15
Kveójusam-
koma í Chepar-
ería. Hrönn
flytur þakkar-
og kveójuoró
í síðustu guós-
þjónustu hjón-
anna í Chepar-
ería í apríl í vor.
Börnin forvitin um hag kristniboðanna.
í Chorwai, desember 1999.
Síóasti dagurinn í Pókot, fyrir utan kirkjuna
í Lain í maí sl. Hrönn heldur á kveójugjöf
safnaóarins, 55 eggjum.
í Nairóbí, fjölskyldan saman komin meó vin-
inum góða Leifi Siguróssyni á 30 ára afmæli
hans í ágúst 2000. Frá vinstri: Siguróur,
Ragnar, Hermann Ingi, Kristín Rut, Hrönn,
Leifur (hálfættleiddur) og Arni Gunnar.
Þangað koma þeir í fríum og þar er sam-
eiginlegur skóli kristniboðabarnanna.
Fagrir ávextir trúarinnar
Hvar þótti hjónunum ánægjulegast aó
starfa? Þau eru sammála um aó það hafi
verið í Cheparería þó að þar hafi kannski
reynt mest á þolrifin. „Umhverfið og út-
sýnið er stórkostlegt, loftslagið himneskt
og nágrannarnir góðir vinir. Við tengd-
umst mörgum þeirra sterkum böndum.
Þegar við fórum heim í vor kvöddum vió
þá síðast.“
Fyrir tíu árum skírði Ragnar flesta þá
sem nú eru prédikarar á Lelan, í fjöllunum
fyrir ofan Cheparería. „Síóasta daginn
okkar í Pókot í vor dvöldumst við heima
hjá prédikaranum William Lopeta sem
kom hingað til Islands í fýrravetur. Það var
dýrlegur dagur. Við rifjuðum upp liðna
tíð. Kærleikurinn streymdi frá þessum vin-
um okkar og þeir áttu ekki nógu mörg orð
til að blessa okkur, þakka okkur og biðja
fýrir okkur.“
Vió og við heyrast þær raddir að kristni-
boóar eyðileggi menningu fólksins. Ragn-
ar leggur áherslu á að fagnaóarerindið
hljóti óhjákvæmilega að valda breyting-
um. „Því er ekki að leyna að óskaplegt
skeytingarleysi um náungann hefur ríkt
meðal margra Pókotmanna. Skyldurnar
ná aðeins til nánustu ættingja, neyð ná-
ungans í næsta húsi kemur mér ekki við. En
kristindómnum fýlgir kærleikurtil Guðs og
manna, samúð, hjálpsemi. Meóal Pókot-
fólksins ríkir alls konar böl sem stafar af
vanþekkingu ogafþví að andahyggjan hef-
ur tök á fólkinu. Þetta breytist þegar krist-
in trú og fræðsla hefur áhrif. Staða kon-
unnar, sem á kristinn eiginmann, verður
allt önnur en hinnar sem gift er heiðingja.
Hún er ekki aðeins vinnukraftur, húsdýr
eða útungunarvél. Karlarnir læra aó elska
og virða konurnar sínar. Já, öll þjóðfélög
eru í þróun. Gífurlegar breytingar eiga sér
stað í Kenýu þessi árin. Aðeins Iftið brot
má rekja til kristniboðanna. Við viljum
stuðla aó breytingum til góós.“
Islenskir kristniboðar eru fáir í Afríku um
þessar mundir. Hjónin eru spurð hvaða
ráð þau vilji gefa til að vekja ungt, trúað
fólktil ábyrgðar gagnvart kristniboðinu og
það finni hjá sér hvöt til að fara út á akur-
inn.
Jesús talar um að biðja þurfi um að
þetta gerist. Bein tengsl eru milli bænar-
innar og árangursins í þessu máli. Guðs
andi vinnur verkió, hann starfar í hjörtum
þeirra sem heyra og trúa. Hann minnir á
köllunina um að boða fagnaóarerindið úti
um allan heim.“
Og þau sjá ekki eftir að hafa hlýtt kall-
inu?
„Nei, því fer fjarri! Brautin hefur að vísu
stundum verið þyrnum stráð en starfið
hefur líka borið ávöxt. Smám saman
vöndumst við aðstæðum, erfiðið minnk-
aði eóa breyttist og ávöxturinn af starfinu
varð áþreifanlegri. Nú er kirkjan í Pókot í
miklum vexti og lýtur stjórn heimamanna
sem sjálfir taka frumkvæðið í starfinu.
Okkur finnst við líka hafa þroskast og lært
að skilja betur hverjesús er, hann er lifandi
og nálægur, við höfum lært að treysta
honum og elska hann í ríkari mæli. Það
skiptir okkur mestu máli. Börnin okkar
Ijögur, Siguróur, Hermann Ingi, Kristín
Rut og Arni Gunnar, hafa lika kunnað vel
vió sig í Afríku og notió mikillar blessunar
og gleði. Kenýa er okkar annað heimili!“
15