Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 39
Maóurinn á bakvió andlitió
í sjónvarpinu Framhald af bls. 7
Hvað fmnstafgangmum affjölskyldurmi um veruykkar ÍVegmum?
— Þeim finnst þaó alveg stórkostlegt því aó ávinningur-
inn er náttúrulega svo augljós þó aó breytingin hafi ekki
átt sér stað á einum degi. Ef hlutirnir eru alltaf betri mið-
aó vió hvernig þeir voru fyrir viku, mánuói, ári, þá er maó-
ur á réttri leið. Guðrún, konan mín, hefur líka komió með
mér í Veginn. Eg á þrjú börn, sem eru fædd 1963, 1967
og 1982 og ég hef mjög gott samband vió börnin mín.
Svo er ég líka aó reka fyrirtæki.
Þú byrjaðir fýrst á þvíað vinna hérna hjá Verkvangi?
— Já. Við höfóum sem sagt verið úti í Vestmannaeyjum
um 10 ára skeió þegar ég sný við blaóinu, fer í skóla og fer
aó vinna sem tæknimaður. Ég fékk tilboó um að koma
hingað. Þetta var nýstofnað fyrirtæki sem hafói verió
stofnaó af hópi tæknimanna, arkitekta, verkfræóinga og
iðnaóarmanna. Þetta átti að vera alverktökufyrirtæki. Ég
þekkti stjórnarformanninn og hann bauó mér vinnu og ég
fann að þetta var rétti tímapunkturinn að flytja frá Vest-
mannaeyjum. Ég var ráðinn hingað sem framkvæmda-
stjóri og við höfum síóan sérhæft okkur í rekstri og við-
haldi fasteigna. Það hefur þróast út í þaó að núna er ég
aóaleigandi fyrirtækisins. Fyrirtækið leggur áherslu á að
vera með fyrirbyggjandi aógeróir og gera við fasteignir
áóur en allt er komió í óefni og þaó er einnig mín lífsspeki.
Þess vegna er ég líka í líkamsrækt til að viðhalda heilbrigói.
Mitt sérsvið er hita- og loftræstikerfi út af grunni mín-
um sem pípulagningamaður. Ég hef samið og haldió
námskeió um hitamenningu og viðhaldsmenningu og
samið námsgögn um þau efni. Eftir að ég fór sjálfur að
halda þessi námskeið hef ég verið fenginn til að tala um
svipuð efni á fundum og ráðstefnum og hef þá samið
námsefni fyrir þau tilefni. Undanfarin misseri hefég verið
aó semja myndskreytta heildarbók um lagnirog ervinnsla
hennar nú á lokastigi. Þetta geri ég auóvitað allt af því að
ég hef ákaflega gaman af því. Það koma tímabil þegar
mikið er að gera, en ég vil þó ekki hafa meira að gera en
svo aó ég geti gert það vel. Það sama er með þættina á
Omega, ef ég gæti ekki unnið þá sæmilega vel þá mundi
ég ekki vera með þá.
Ég tel að Guð hafi leyft mér að ganga í gegnum ýmis-
legt til að geta síðan notað mig eins og hann gerir. Ég hef
samt enga köllun til aó vera forstöðumaður eða vera í
fullu starfi hjá Guði þó ég eigi örugglega eftir að starfa
heilmikið í Guðs ríki, ég tala nú ekki um í Life Quality, en
ég hef líka unun af starfi mínu. Ég ætla að sinna starfi
mínu vel og fá borgað fyrir það svo aó ég geti haldió
áfram að starfa fyrir Guð. Þetta er hins vegar eitthvaó
sem ég get ekki stjórnað. Guð hefur alveg séó um þaó
hingað til.
Eftir að ég yfirgef Ragnar er mér ofarlega í huga frásögn
hans af því ferli sem hann fór í gegnum á leió sinni til
Guðs. Guð þekkir okkur eitt og sérhvert og veit betur en
nokkur annar hver er besta leiðin aó hjörtum okkar. Ver-
um opin fyrir honum og leyfum honum að vinna þaó verk
sem hann vill í hjörtum okkar. Þá fáum vió að reyna það
sama og Ragnar, að Guð gefur okkur gleði sem ekki fer
eftir kringumstæðunum í lífi okkar.
-------------------------------
Úr framtíðinni kemur saga
ofurhuga og ævintýra
Úr fortíðinni koma sögur
sannleika og fyrirheita
PowerMark er kristilegt hasarblað.
Hvert hefti sýnir Guðs orð í spennandi myndasögu.
Teiknarar myndasögunnar eru vel þekktir fyrir störf sin með Disney, Marvel,
DC og Archie. Aldrei áður hefur slíkt úrvalslið sameinað snilligáfur sinar
við útgáfu kristilegs hasarblaðs.
í hverju hefti má finna sögur af ofurhetjum og óvinum þeirra.
Hver saga er þrungin af spennandi og ævintýralegri atburðarás sem
er fléttuð vel þekktum Bibliusögum, fullar af fyrirheitum og sannleika.
Tryggðu þér fyrsta eintakið ókeypis um leið og þú pantar áskrift
á fyrstu sex heftunum.
Sími: 567-1818. Netfang: powermark@lindin.is
39