Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 7

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 7
niðri á Ómega og ég legg mig algjörlega undir náð og miskunn Guðs. Þess vegna get ég ekki hampað mér sjálfum á nokkurn hátt því ég kann þetta ekki, ég get þetta ekki nema með hjálp Guðs. Ef ég gæti tileinkað mér þetta oftar þá væri ég í góðum málum. Þegar ég geri þetta heldur hann mér uppi og það er þessi leyndardómur sem við gætum talað um til eilífðar. Þess vegna gef ég Guði alla dýrðina. Nú ert pú í Vegmum. Hefurðu eitthvað verið að starfa par? — Já, það er nú eitt af því sem fylgdi því að ég sagði ekki nei við neinu. Eg tók að mér samkomuvörsluna og var búinn aó vera með samkomuþjónavörsluna öll árin. Það er nú heilmikil vinrta. — Já, það er heilmikil vinna og samt vinna sem gefur mikið því ef maður rekst einhvers staðar á þá rekst maður nátt- úrulega á fólk og mannleg samskipti eru mjög stór þáttur í lífi okkar. Þar hef ég fengið ómetanlega reynslu í mannlegum samskiptum. Maður þarf að biója fólk um ýmislegt og fær stundum neitun og þá er auðvelt að upplifa höfnun. Hlut- irnir fara heldur ekki alltaf fram eins og maður vill. Ég hef því slípast alveg ótrú- lega, bæói í starfi mínu sem samkomu- þjónn og á Ómega. Ég tók það kannski of alvarlega að segja já við öllu, þannig að þegar Gunna Magga (Guðrún Mar- grét Pálsdóttir) kom til mín og bað mig að koma í stjórn ABC-hjálparstarfs þá svaraði ég því játandi. Ég skildi ekki af hverju hún var að biðja mig að koma í stjórn því ég vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég varð því að treysta því aó hún vissi hvað hún væri að gera með því að biðja mig að koma inn í stjórnina. ABC var nú ekki rekið eftir mínum kokkabók- um þegar ég kom þar inn og auóvitað gat ég alveg lokið því starfi mjög snögglega meö því að vera bara ósammála Gunnu Möggu. En á sama tíma og hún var hluti af stórkostlegu kraftaverki þá hafói ég ekkert um málið að segja í sjálfu sér. Ég hef reynt að koma lögmálum þar að um rekstur og viðskipti og sem betur fer hef- ur verið tekið tillit til margs af því sem ég hef lagt til og ég veit að það er alls ekki mér að þakka, en starf ABC er alls ekki það sama og þaó var fyrir nokkrum árum. Við getum fyrst og fremst gefið Guði dýrðina af því og þakkað því fólki sem kemur þar aó. Þaó er í rauninni ótrú- legt hvað hún er búin að safna miklu af fórnfúsu og vinnandi fólki í kringum sig og þar er ég ekki meðtalinn því ég hef bara verið í stjórn. Ég er þeirrar skoðun- ar að það sé ekki nóg að biðja, verkin þurfa að fýlgja með. Ef maóur vill geta bent á ótvírætt kraftaverk þar sem fer saman þetta tvennt, bæn og aó láta verk- in tala, þá getur maður bent á ABC. Það er ekki til betra líkan að því heldur en ABC. Það sama má reyndar segja um Ómega. A þessu tímabili tók ég líka þatt í því að stofna félag sem heitir Lífsgæði. Vió vorum þarna nokkur sem tókum okkur saman og vildum mæta fólki þar sem það var statt með því að halda námskeið og kenna eflingu samskipta og ýmislegt annað. Við lögóum mjög mikla vinnu í þetta í nokkur ár. Við þýddum mikið af gögnum og héldum námskeið. Allir sem hafa komið á námskeiðin segja aó þetta séu bestu námskeið sem þeir hafa komið á og það er ekki sagt í neinni stundar- hrifningu því að þessar umsagnir höfum við fengið mánuðum saman eftir nám- skeiðin. Það var Bandaríkjamaóur aó nafni Gregory Aikins sem var með okkur í þessu. Hann gat sinnt þessu í fullu starfi en síðan breytti hann um starf og fór til Evrópu eftir að vera búinn að vera hér í 10 ár sem starfsmaður hjá samtökunum Greater Europe Mission. Þeir sem stofn- uðu þau störfuðu áóur meó Billy Gra- ham í Bandaríkjunum. Þegar Greg fór héðan datt þetta starf dálítið niður en það gerói það samt aldrei alveg og í dag er hann í fullu starfi hjá Life Quality í Bandaríkjunum sem ég hef tekió þátt í úr fjarska og er orðió dótturfýrirtæki Great- er Europe Mission. Þetta segir svolítið hverju ég er þátttakandi í. Hjá Lífsgæðum leggjum við áherslu á jafnvægi á öllum svióum lífsins, í starfi, einkalífi, fjölskyldu og tómstundum eða kirkju. Þá komum við að fjölskyldunni. Nú ert pú greinitega mjög upptekinn í öllu pvt' starfi sem pú ert í. Hvað finnst fjölskyldunni um pað? Hvernig gengur að sameina starfið og fjöl- skyldulífið? — Það er ein höfuð-áskorunin í þessu lífsgæðamynstri og ég segi aó það sé lífs- mynstur, að þar sé jafnvægi. Auðvitað hefur það ekki alltaftekist en ég hef lagt mjög mikið upp úr því að þaó sé þannig. Þaó er í það minnsta takmarkið. Ég hef auðvitað verið of upptekinn og ég er að reyna að rétta þaó af. Við fórum í sumar- frí 1 987 og þá hafði ég ekki farið í frí síó- an 1973 eða eitthvað svoleióis og mér fannst svo stórkostlegt að vera með fjöl- skyldunni sem samanstóð reyndar þá af mér, Gunnu og Elísabetu dóttur okkar sem var þá fimm til sex ára. Þarna fékk ég eiginlega opinberun um það að maóur þarf að taka frá tíma til að tengjast fjöl- skyldunni öðru hvoru aftur. Síðan höf- um við alltaf tekið okkur frí í fjórar til fimm vikur á ári til þess að fara í endur- hæfingu og hlusta á hvert annað. Sam- bandið hefur þannig endurnýjast og síð- an hafa hin börnin komið og barnabörn- in og tengdabörnin. Svo höfum við reynt að láta þetta endast út í lífió líka en ekki bara í fríinu. Síðan förum við Metta sam- an á samkomur í Veginum. Framhald á bls. 39 7

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.