Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 37
ur sína tólf ára. Það var honum til láns
aó kaþólskur prestur í Birmingham tók
hann og yngri bróður hans að sér og
reyndist þeim einstaklega vel.
H ri ngad rótti nssaga
Tolkien var sérvitringur og haldinn full-
komnunaráráttu varðandi verk sín.
Hann hafði t.d. aldrei hugsað sér að gefa
út bókina Hobbitinn, sem er undanfari
Hringadróttinssögu, hann skrifaói hana
fyrir börnin sín fjögur og las hana fyrir
svefninn. Góóur vinur Tolkiens, bók-
menntafræðingurinn og rithöfundurinn
C. S. Lewis, hvatti hann eindregió til að
gefa hana út. Hobbitinn kom út 1937,
seldist vel og var margverólaunuð. Aðdá-
endur bókarinnar skrifuðu höfundinum
og vildu heyra meira um Hobbitana,
Miógarð og hringinn. Tolkien hóf aó rita
Hringadróttinssögu sem var vissulega
framhald af Hobbitanum en miklu alvar-
legri og stórbrotnari saga í þremur bind-
um. Útgefendur höfðu ekki mikla trú á
þessu verki og höfnuðu því. Fékk þaó
mikið á þennan viókvæma mann. Síðar
fékkst útgefandi til að gefa út verkið.
Hann reiknaói þó með því að það myndi
ekki bera sig fjárhagslega, en raunin varð
önnur. Fyrsta bindió, Föruneyti hrings-
ins, kom út í júlí 1954. Ritdómur um
bókina sem birtist ÍThe London Sunday
Times var á þessa leið „ ...héóan í frá má
skipta fólki í tvennt: Þá sem hafa lesió
Föruneyti hringsins og þá sem ætla að