Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 36

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 36
Hringberinn Um kvikmyndun á Hringadróttinssögu J. R. R. Tolkiens Bylgja Dís Gunnarsdóttir Fróöi Baggi á fátt sameiginlegt með flestum hetjum hvíta tjaldsins. Engu að síóur bíður fjöldi fólks spennt eftir að berja hann augum í þremur kvikmyndum sem brátt verða sýndar, sú fyrsta veróur frumsýnd hér á landi nú í desember. Kvik- myndirnareru geróar eftir bókum J. R. R. Tolkiens, Hringadróttinssögu, sem hafa m.a. verið valdar bestu bækur 20. aldar- innar í Bretlandi. Því hefur verió fleygt að kvikmynda- heimurinn hafi ekki fýrr en nú búið yfir nægilegri tækni til aó framleiða þessar myndir svo vel sé. Maðurinn sem stendur að baki myndunum og er jafnframt leik- stjóri og framleióandi þeirra er Banda- ríkjamaðurinn Peter Jackson en hann las bækurnar í æsku og heillaðist mjög. Jackson vildi gera þennan ævintýraheim eins raunverulegan og mögulegt væri en hvernig raungerir maóur þvílíkan undra- heim svo trúverðugt sé? Jackson réó u.þ.b. 120 tæknimenn og sérfræðinga sem einbeittu sér að því aó leysa mis- munandi verkefni sem skipt var niður í sex flokka. Tveir myndlistarmenn sem þekktu heim Tolkiens mjög vel, þeir Alan Lee og John Howe, gegndu mikilvægu hlutverki vió að teikna skissur af skepn- um og stöðum. Lýsingar Tolkiens sjálfs á persónum, stöðum og atburðum eru svo stórkostlegar að allt verður Ijóslifandi fyr- ir manni við lestur bókanna. Því mun ef- laust margt stinga í stúf við hugmyndir hvers og eins þegar horft verður á mynd- ina.Jackson vararfólkvið því að líta kvik- myndirnar sem hina einu sönnu Hringa- dróttinssögu, því þær eru einungis túlkun hans á þessu magnaða bókmenntaverki. Undirbúningur hjá Jackson hefur staðið yfir í sjö ár. Hann reynir aó vera bókun- um eins trúr og hann getur en vill um leió heilla líka þá áhorfendur sem ekki þekkja til Hringadróttinssögu. Efvel tekst til hjá Jackson og félögum hans er það Ijóst að hér veróur um mikió afrek að ræða í kvik- myndaheiminum. Tolkien John Ronald Reuel Tolkien (1892 — 1973) er án efa einn visælasti og hug- myndaríkasti rithöfundur 20. aldarinnar. Hringadróttinssaga hefur heillað lesend- ur á öllum aldri víóa um heim en er svo stórbrotin aó hana má lesa aftur og aft- ur. Bækurnar hafa veitt fjölmörgum lista- mönnum andagift ekki síst myndlista- mönnum sem hafa sótt sér myndefni í bækurnar, enda er þar aó finna ógleym- anlegar verur og stórkostlega töfraver- öld. Tolkien fæddist 3. janúar 1892 í Bloemfontein, Suður-Afríku. Faðir hans, Arthur Tolkien, fluttist þangað frá Englandi og var bankastarfsmaður þar. Mabel Suffield móðir Tolkiens var vel menntuð kona og listhneigð. Hún hafði J. R. R. Tolkien. áður starfað vió kristniboðsstörf ásamt systrum sínum í Suður-Afríku en nú flutt- ist hún þangaó á ný til unnusta síns. Hún var alla tíð trúrækin og hafði mikil áhrif á son sinn. Tolkien mundi vel eftir Afríku þó hann flytti þaðan þriggja ára gamall. Hann virtist muna ótrúlega vel eftir um- hverfinu og tveir atburðir voru honum afar minnistæðir. Annar tengdist því aó hann var bitinn af tarantúlu og uppfrá þvívarhann mjög hræddur við kóngulær. Bæði í bókunum Hobbitinn og Hringa- dróttinssögu dregur hann upp afar ógvekjandi myndir af kóngulóm. Þó að Tolkien hafi átt ánægjulega æsku var hún lituð af fátækt og sorgaratburðum. Föð- ursinn missti hann þriggja ára, en móð- 36

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.