Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 11
gerðist þaó aó hinar kunnu kaupsýslu-
konur í New York, Wathne-systur, færðu
starfinu milljón krónur að gjöf til að
byggja kaffihús. Þessar stórkostlegu gjaf-
ir hleyptu verkinu af stað. Um miðjan
júní hófust síóan framkvæmdir í Austur-
stræti 20. Þá hafói athygli mióborgar-
prests verið vakin á hjónunum Kjartani
Ólafssyni og Sue Ólafsson í Samhjálp
sem hefóu áhuga á að starfa við veitinga-
rekstur. Hófust viðræður við þau sl. vor.
Skilmálarnir voru að þau rækju kaffihús á
virkum dögum, en miðborgarstarfió
myndi nýta það um helgar fýrir nætur-
starfió og jafnvel á kvöldin í miðri viku.
Þegar viðræður hófust við þessi góðu
hjón kom í Ijós að þau höfðu hjarta fyrir
kristilegu starfi meðal ungs fólk og höfóu
sjálf starfaó í Maríta sem er starf á veg-
um Samhjálpar fýrir fólk sem vill losna úr
viójum neyslunnar. Jafnframt þessu vann
Kjartan í allt sumar að endurgerð hús-
næðisins ásamt Hreiðari Erni Gestssyni
og mörgum öðrum góðum iðnaðar-
mönnum. í upphafi verksins var unnin
fjárhagsáætlun. Nú þegar framkvæmd-
um er lokið er Ijóst aö hún fer aðeins
fram úr um 500.000 krónur sem er algert
kraftaverk því þegar farið er að endur-
gera svona gamalt hús kemur margt í
Ijós. Að vísu þurfti að taka upp allt gólf-
ið niður í grunn og laga. Astæðan fyrir því
að allt fór svona vel er sú aó nokkrir góó-
ir aóilar unnu í sjálfboóavinnu. Þar var
bæði fólk úr íslensku þjóðkirkjunni, Sam-
hjálp, Hvítasunnukirkjunni, Veginum og
o.fl. samfélögum. Einnig lagði Vinnuskóli
Reykjavíkur okkur til kröftuga handlang-
ara. Guð hefur fært okkur marga góða
verkamenn, m.a. kom til okkar á kaffi-
húsió iðnrekstrarfræðingur sem heitir
Sigurður Arnórsson sem vill gefa okkur
góða ráðgjöf um það hvernig fýrirtæki
eru rekin. Færum við þessu fólki öllu
þakkir okkar. Það sem gerði einnig
gæfumuninn var hlýhugur allra fýrirtækja
sem verslaó var við. Það má ætla að gjaf-
ir frá fýrirtækjum nemi rúmri milljón,
bæði með myndarlegum afslætti og gjöf-
um. Það er ekki lítió þegar fýrirtæki slá af
um 25%—30% af vöru sinni. Þaó eru svo
margir sem væri hægt aó þakka í löngu
máli en ekkert af fýrirtækjunum hefur
beðið um auglýsingar eða þakkir í stað-
inn. Megi góður Guð blessa þau og
starfsfólk þeirra. Vió vitum að þetta var
gert af hugsjón og umhyggju fýrir ungu
fólki í von um bætt mannlíf.
í byrjun október fór fram blessunarat-
höfn í Ömmukaffi en svo heitir hið nýja
kaffihús félaganna. Þar var hinni stóru
gjöf úr minningarsjóði Guórúnar Lárus-
dóttur veitt viótaka. Guðrún Gísladóttir
forstjóri Grundar lýsti stofnun ogtilgangi
þessa minningarsjóós. Kjartan Jónsson
framkvæmdastjóri KFUM og K þakkaði
gjafir og vel unnið verk. Borgarstjóri
Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
flutti ávarp og gladdist yfir löngu og
gifturíku starfi félaganna í þágu borgar-
samfélagsins. Góðir listviðburóir glöddu
huga og hjörtu viðstaddra en Helga Kol-
beinsdóttir flutti frumort Ijóð og Gerður
Bolladóttir söng tvo sálma við undirleik
Andra Bjarnasonar. I lok stundarinnar
flutti herra Karl Sigurbjörnsson, biskup
Islands, ávarp og blessaói húsakynnin.
Um miðjan október var kaffihúsið
opnað og rekstur þess gengur að óskum.
Nokkru áður var byrjað að nýta húsnæð-
ið fýrir næturstarfið en leitarstarf félag-
anna fer nú fram jafnt á föstudags- og
laugardagsnóttum í samstarfi við Sam-
hjálp/Maríta. Ur þeim röðum hefur okk-
ur bæst dýrmætur liðsauki.
Fimmtudagskvöldið 18. október var
fýrsta lúxus- og listakvöld ungs fólks á
Ömmukaffi haldið. Grétar Gunnarsson
tónlistarmaóur hefur umsjón með því
starfi. Hljómsveitin Godspeed lék
gospeltónlist og flutti vitnisburói. Kaffi-
húsió var þá troófullt af ungu fólki á
framhaldsskólaaldri sem komið vartil að
njóta gospeltónlistar og kristinnar jafn-
ingjafræðslu. En lúxus- og listakvöld
verða haldin annað hvert fimmtudags-
kvöld fram að jólum.
Nú í upphafi vetrar kom nýr íbúi í hús-
ið sem er Toshiki Toma, prestur nýbúa.
Auk hans mun áfengisráðgjafinn, Guð-
bergur Auóunsson, hafa aðsetur á Loft-
stofunni vegna starfa sinna en því til við-
bótar er Loftstofan nýtt fjögur kvöld í
viku vegna bæna- og tólf spora-vinnu.
Það er öllum Ijóst sem koma aó mið-
borgarstarfinu hversu mikilvægt það er
að allt sé umvafið bæn. Hvert mánu-
dagshádegi kl. 12:30 kemur fólk saman
til fýrirbænar. En bænastarfið hefur um
10 ára skeið verið leitt af Helgu Hró-
bjartsdóttur sem fýrst allra eignaóist
hugsjón þessa starfs sem allt frá upphafi
hefur verið borið uppi af bæn. Við sem
að miðborgarstarfinu stöndum vitum að
margir biðja fýrir þessu starfi og það gef-
ur hugrekki og þolgæði. Þaó hefur verið
kraftaverki líkast aó sjá hverja áætlunina
af annarri veróa að veruleika og allar
hindranir, stórar sem smáar, vikja úr vegi.
Allt er það Guðs verk og fýrir það þökk-
um vió á þessum tímamótum og horfum
bjartsýn fram áveginn.
Jóna Hrönn Bolladóttir er miðborgarprestur.
11