Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 38
lesa hana.“ Annað bindið, Tveggja turna
tal, kom svo út í nóvember sama ár og
þriðja og síóasta bindið, Hilmir snýr aft-
ur, í október 1955. Þessar bækur eru
löngu orónar klassískar og hafa margoft
verið gefnar út víóa um heim. Hringa-
dróttinssaga var gefin út hjá bókaforlag-
inu Fjölva á árunum 1993-1995 í þýð-
ingu Þorsteins Thorarensen.
Söguþráóurinn
Hobbitinn segir frá Bilbó sem er neyddur
í ferðalag ásamt Candalfi og dvergum og
hvernig hann vinnur hringinn af Gollri.
En hringurinn hefur þann eiginleika að sá
sem dregur hann á fingri sér verður ósýni-
legur.
Föruneyti hringsins hefst á sameigin-
legu afmæli Bilbós 111 ára og Fróóa 33
ára. Bilbó hverfur úr afmælinu en arfleið-
ir Fróða aó öllu sínu, þ.á.m. hringnum.
Síðar kemur Gandalfur og segir Fróða að
hringurinn búi yfir gífurlegum mætti og
hafi verið gerður af Myrkradróttninum
sjálfum og sé hann aó leita hans. Fróði
leggur af stað ásamt nokkrum vinum sín-
um til Rofadals þar sem Elrond hinn vitri
býr. Þetta reynist hin mesta hættuför því
á hælum þeirra eru hinir ógurlegu,
svörtu, riddarar. Til liðs við þá gengur ein
af lykilpersónum sögunnar, Aragorn Ara-
þornsson, og komast þeir loks við illan
leik til Rofadals þar sem er haldinn ráó-
stefna. Öllum er Ijóst aó hættan er mikil.
Hinn illi hringur vill komast til eiganda
síns og eina leiðin til að koma í veg fyrir
það er að tortíma hringnum. Föruneyti
hringsins er stofnað og í því eru hringber-
inn Fróði, Gandalfur, Aragorn, Boromir,
sem er maður frá Gondor, Hobbitarnir
Sómi, Kátur og Pípinn, álfurinn Legolas
og dvergurinn Gimli. Verkefni föruneytis-
ins er að halda til Mordor þar sem
Myrkradróttinn ríkir og tortíma hringn-
um í eldfjallinu Dómsdyngju. Stríóió er
hafió og tíminn naumur. Leiðangurinn
virðist vonlaus með svörtu riddaranna,
Orkana, sem eru miskunalausar skepnur
og fýrrum hringberan Gollrir sem er al-
gjörlega á valdi hringsins, á hælunum.
Eftir því sem nær dregur Mordor veróur
sífellt erfiðara fyrir Fróóa að bera hring-
inn.
I raun hafði Tolkien fengið hugmyndina
að Miógarói strax þegar hann var 16 ára
gamall og byggói vinnu sína á þeirri hug-
mynd. Tolkien hafói alltaf mikinn áhuga á
fornaldar- og miðaldasögum, t.d. nor-
rænni goðafræði, Bjólfskviðu, íslendinga-
sögum, Snorra-Eddu o.fl. verkum. Þessar
fornu sögur hafa augljóslega veitt Tolkien
innblástur.
Tolkien var prófessor í Oxford og var
mjög fær málvísindamaður og þekkti ræt-
ur enskrar tungu í þaula og kunni m.a.
engilsaxnesku, keltnesku, latínu og forn-
íslensku. Tolkien gerði sér lítið fyrir og bjó
til tungumál sem álfarnir nota í sögunni.
Þetta er vel uppbyggt mál og álfarnir tala
meira að segja mismunandi mállýskur eft-
ir því hvaðan þeir eru. Einnig eru kort og
lýsingar á stöðunum snilldarlega vel unn-
in.
Sköpun Guðs og undirskapari
Tolkien sagói að Guð faðir væri skapari
sinn og heimsins, en hann sjálfur væri
„undirskapari" (subcreator) Miðgarós.
Tolkien var trúaður maður og átti sinn
þátt í afturhvarfi guðleysingjans C. S.
Lewis sem varó svo einn helsti málsvari
kristinnar trúar á 20. öldinni. Eins og fyrr
sagði hvatti LewisTolkien áfram í skrifum
sínum en hvatningin var ekki gagnkvæm
þegar Lewis skrifaði barnabækurnar vin-
sælu um Narníu. Engu að síóur var vin-
átta þeirra sterk og þess má geta aó Lew-
is tileinkaði Tolkien bók sína: „Með
kveðju frá Kölska,“ og „Föruneyti hrings-
ins“ var tileinkuð vinahóp sem þeir báðir
tilheyrðu og kallaði sigThe Inklings.
Skýrartilvitnanir í Ritninguna koma oft
fram í Hringadróttinssögu. Ekki er samt
hægt aó segja að sagan sé allegorísk
heldur frekar að Tolkien noti stef úr Ritn-
ingunni sem hann vinnur svo úr og flétt-
ar saman við söguþráðinn. Ekki er heldur
um neinn kristsgerving að ræða eins og
t.d. Ijónið Aslan er í Narníubókum Lewis,
þó að margir hafi réttilega bent á að ým-
islegt í atburóarás Fróóa minni á líf og
píslargöngu Krists. Hringadróttinssaga er
ekki kristileg saga, í henni er ekki minnst
á Guð, bænir eða fýrirgefningu synd-
anna. Hins vegar vísar hún til Ritningar-
innar eins og svo margt í menningu vest-
rænna þjóða. Tolkien var illa vió að kaf-
að væri í einhverja dulda merkingu sög-
unnar. Hann var einfaldlega að segja
sögu til aó njóta og þar sem kristnir
menn ættu aó geta fundió kunnugleg
verksummerki. Tolkien skapaði (sem
undirskapari) heim sem lýtur öðrum lög-
málum en okkar heimur og því veróur
kristindómurinn eins og hann birtist í
okkar heimi ekki yfirfærður á hann. I við-
tali létTolkien hafa eftirséraó öll reynsla
rithöfundar, þar á meóal trúarleg
reynsla, væri nokkuð sem rithöfundur
gæti ekki vikið sér undan og aó mýtan
endurspeglaói einnig siðferðiskennd höf-
undarins og gildi í samfélaginu. Seinna
viðurkenndi Tolkien aó ýmislegt í sögunni
hefði beinar fyrirmyndir í kristindómn-
um, t.d. að Gandalfur væri engill og þeg-
ar væri talað um Hinn eina væri átt við
Guð. Það dylst aftur á móti engum við
lestur Hringadróttinssögu að þetta er
saga um baráttu góös og ills. Þar er vin-
áttunni stillt upp á móti spillingu og
ósvikinni náttúru gegn því ónáttúrulega.
Söguþráðurinn er margslunginn, frá-
sagnarleiknin heillandi, Ijóð og þulur eins
og þjóóvísur Miðgarðs sem lifna við í
huga þess sem les. Eucatastrophe er hug-
tak sem Tolkien bjó til en það merkir:
Hið góða mun sigra hið illa. Það endur-
speglar boðskap sögunnnar og trú Tolki-
ens — í heimi sem er skapaður af mis-
kunnarsömum Guði mun hið góða sigra
hið illa.
Bylgja Dís Cunnarsdóttir er húsmóöir í
Keflavík.
38