Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.2001, Qupperneq 33

Bjarmi - 01.12.2001, Qupperneq 33
stund á tungumálanám í tvö ár vió Sor- bonne í París. Richard varð vel ágengt í viðskiptum, en varð berklaveikur og var sendur á heilsuhæli í litlum bæ í Rúmeníu. Þar kynntist hann þýskum smið, komnum á efri ár, sem hafði átt þá bæn heitasta að fá að snúa einum Gyðingi til trúar ájesú áður en hann dæi. Richard var fyrsti Gyð- ingurinn sem kom til þorpsins þetta vor, og smiónum varð aó ósk sinni.l'l Skömmu síóar komst Sabína einnig til trúar. Richard og Sabína hófu fljótlega að vitna um Jesú, einkum fýrir hermönnum innrásarliðanna, fýrst Þjóðverja og síðan Rússa. Einnig lögðu þau stund á hjálpar- starf við ofsótta, hvort sem þaó voru Gyóingar, þýskir hermenn eóa aórir þurf- andi. Richard hóf störf hjá Anglíkanska trú- boóinu í Rúmeníu 1939. Um síóir fór hann til náms og geróist prestur í lúth- ersku kirkjunni í Rúmeníu 1956 eftir að hafa starfað þar sem leikmaður um ára- bil. Starf hans aó trúboói meðal her- manna varð fyrsta orsök þess að hann var handtekinn. Þegar er hann var laus úr fangelsi tók hann upp fýrri háttu, að boðajesú Krist meðal hermanna. Hann var handtekinn aftur og aftur og sat í fangelsi bæði undir innrásarstjórn nas- ista í heimsstyrjöldinni síðari og eftir aó kommúnistar hertóku landið. Samtals sat hann í fangelsi og þrælkunarbúðum í 14 ár, þar afþrjú ár samanlagt í einangr- unarklefa. I fangavistinni mátti hann þola vísindalega útfærðar pyndingar og heilaþvott, líkt og svo margir aðrir kristn- ir. Foreldrar Sabínu, tvær systur og bróö- ir voru drepin í útrýmingarbúóum nas- ista. Sjálf var hún síðar á þriðja ár f þrælkunarbúóum og fangelsi kommún- ista. Þar fengu þau bæði að reyna að Guó yfirgefur ekki börn sín. Ofsóknirnar geróu þaó aó verkum að kirkjan „fór ofan í jörðina" og varð Ric- hard einn aóal-leiótogi hinnar svonefndu „neðanjaróarkirkju" í Rúmeníu. Fangelsun kristinna manna og píslar- vætti var og er mjög algengt í kommún- istaríkjum. Það sem er sérstakt við sögu Richards og Sabínu eru frásagnir þeirra, sem síðan hafa verið staðfestar af sjónar- vottum, og reynsla þeirra sem þau miðla um óendanlegan kærleika Guðs, sem nær niður í dýpstu dýflissur, sem jafnvel liggja dýpra en rottur og skordýr kæra sig um, sagan um þaó aó Guð gefur kærleika og Líkamleg ummerki pyntinga. Látinn laus úr fangelsi. kraft til aó elska, jafnvel kvalara manns. Richard og Sabína voru keypt út úr Rúmeníu fýrir 10.000 bandaríkjadali árið 1964 og fluttust til Bandaríkjanna, þar sem þau bjuggu til dauóadags. Þau voru treg að fara, en söfnuður þeirra sagði: „Þið verðió að fara og segja heiminum frá.“ Þau stofnuðu „Rödd píslarvott- anna“ („Voice Of the Martyrs" — http://www.persecution.com) og stjórn- aði Richard þeim samtökum fram yfir áttrætt. V.O.M. starfar nú víða um heim þar sem kristnir menn eru ofsóttir sem mest, einkum í ríkjum kommúnismans og islams, vió hjálparstarf og kristniboð. „Markmið Richards var aó opna augu heimsins fýrir þeirri staðreynd aó ofsókn- ir á hendur kristnum tilheyra ekki liðinni tíð.'l"] Richard hefur ritað allnokkrar bækur, bæði frásagnir og prédikanir. I fangels- inu, ekki síst í einangruninni, samdi Ric- hard allmargar prédikanir, en nokkrar þeirra hefur hann síðar gefið út á bók, fýrst „Sermons in a Solitary Confine- ment“, en einnig „Alone With God“ o. fl. Ein stórmerk bók eftir Richard er „Christ on thejewish Road“, þar sem hann segir einkum frá trúarlegum samskiptum sín- um viö Gyðinga og trúarleiðtoga þeirra. Önnur er „In God’s Underground“, þar sem hann segir sögu sína með öðrum hætti en í „Neðanjarðarkirkjunni“. Tvær bækur þeirra hjóna hafa verið þýddar og gefnar út á íslensku: Eftir Sabínu kom út bókin „Ljós mér skein“ (The Pastor’s Wife) í þýðingu Sig- urlaugar Árnadóttur. Eftir Richard kom, eins og getið var hér að ofan, út bókin „Neðanjarðarkirkjan" (Tortured for Christ) í þýðingu Magnús- ar Runólfssonar. Þessar og aðrar bækur þeirra hafa ver- ið þýddar á tugi tungumála og orðið mörgum til mikillar blessunar. Sabína lést 11. ágúst 2000 og Richard 17. febrúar 2001. Þegar læknar skoóuðu Richard eftir aó hann var látinn laus frá Rúmeníu, sögðu þeir að hann hefði átt að vera „margsinnis dauður“. Stjórn Ceausescus hótaði honum tafarlausum dauóa ef hann talaði nokkuð gegn kommúnistastjórn hans. Guð gaf honum næstum 92 ár. Eftirlifandi sonur þeirra er Michael [Mihaij Wurmbrand og starfar hann í Bandaríkjunum. Meðfýlgjandi hugleiðing (á bls. 34) er einkennandi fýrirstíl Richards sem rithöf- undar og prédikara. Richard þekkti heimsbókmenntirnar vel og kunni auk Biblíunnar mikið af verkum Shakespeares utanað. Varla hafa nokkrar bækur haft þvílík áhrif á mig og bækur þeirra Wurmbrand- hjóna. Er mér því Ijúft að fá að byrja aó greióa þá skuld, sem mér finnst ég standa í við þau, meó því að þýða þessa ræðu. Margt kann að koma einkennilega fýrir sjónir lesandans í henni, en þegar aó er gáð, sýnir hún glöggt undir hvaða kringumstæðum Richard talar. Hann er í ísköldum einangrunarklefa langt undir yfirborði jaróar, nánast grafinn lifandi. Eg hvet lesendur til þess aó verða sér úti um bækur þeirra hjóna og bók sonar þeirra, Michaels, sem einnig hefur gefið út bók um þessa atburði, og greinar Ric- hards, t. d. í „Voice of the Martyrs“. [i] Sjá nánar: „Christ on the JewisH Road“, R. W., og „In God’s Underground" R. W. [ii] Bjarmi 7.-8. tbl. 1972. Böðvar Björgyinsson er formaður KFUM og KFUK á Akranesi. 33 L

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.