Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 12
Rætt við kristniboóana
Ragnar Gunnarsson og
Hrönn Sigurðardóttur
Fjötrarnir harðari
en við héldum
en fagnaðarerindió veitir kraft
Viðtal: Benedikt Arnkelsson
„Ég fór stundum meó pabba nióur á Lækj-
artorg þegar hann var að prédika þar.
Hann stóð á grænum kassa sem hann
erfði eftirSiguró Sveinbjörnsson eða Sigga
á kassanum eins og hann var stundum
kallaður. Pabbi og mamma frelsuðust um
líkt leyti og fýlltust löngun til aó ala okkur
börnin upp í trúnni ájesú Krist og breióa
út boóskapinn um hann. A sumrin fórum
við öll fjölskyldan út á land og dreifðum
kristilegum ritum. Nánast hvert býli, blokk
og hús var heimsótt,“ segir Hrönn Sigurð-
ardóttir hjúkrunarfræóingur og kristni-
boði.
Við sitjum í stofunni á heimili Hrannar
og Ragnars Gunnarssonar við Aflagranda
í Vesturbænum í Reykjavík. Þau hjónin
komu heim síóastlióió sumar eftir þriðja
starfstímabil sitt í Kenýu. Geysistór gíraffi
frá Afríku mænir á okkur. Gesturinn held-
ur þó ró sinni og dreypir á sjóðheitu
Kenýutei sem frúin hefur hellt upp á. Er-
indi hans erað fræðast lítillega um ástæð-
ur þess aó þau lögóu leið sína til Afríku til
að flytja Pókotmönnum í Vestur-Kenýu
fagnaðarerindið um frelsarann Jesú Krist -
og hvernig þeim farnaðist í starfinu.
Draumurinn rættist
Foreldrar Hrannar eru hjónin Sigurður
Jónsson kaupmaóur og María Matthías-
Skyldurnar ná aóeins
til nánustu cettingja,
neyð náungans í nœsta
húsi kemur mér ekki við.
En kristindómnum fylgir
kcerleikur til Guðs og manna,
samúð, hjálpsemi. Meðal
Pókotfólksins ríkir alls
konar böl sem stafar af
vanþekkingu og af því að
andahyggjan hefur tök
á fólkinu.
dóttir. Hrönn segir að þeim systkinunum
hafi verið kennt að biðja. „Afi átti heima
hjá okkur og ég man aó okkur börnunum
þótti gott að skjótast upp í rúmið hans á
kvöldin og fara þar með bænirnar. Pabbi
stóð lengi fýrir sunnudagaskóla á Bjarna-
stöðum á Grímsstaðaholti. Þegar hann
hætti var haldinn sunnudagaskóli fyrir
fjölskylduna á heimili okkar. Við sungum
og pabbi gaf okkur biblíumyndir og flutti
hugleiðingu. Ég var trúað og biðjandi
barn.“
Fjölskyldan fylgdist meó kristniboðinu
því að Bjarmi kom á heimilið og góður
kunningsskapur var með þeim hjónum og
kristniboðunum Herborgu ogOlafi Olafs-
syni. Kristniboðió varð stúlkunni kært. „Ég
fékk það í vöggugjöf,“ segir Hrönn og
brosir. Hún setti sér snemma það mark-
mið að veróa kristniboði þótt hún segði
engum frá því. „Seinna sagði pabbi mér
að sig hefði dreymt þegar ég fæddist að ég
mundi fara út á kristniboðsakurinn.“
Ragnar var einnig alinn upp í lifandi trú.
Hann er sonur Gunnars Sigurjónssonar
guðfræðings, sem var um langt árabil
starfsmaður hjá Kristniboóssambandinu,
og Vilborgar Jóhannesdóttur konu hans.
Gunnar var ritstjóri Bjarma í mörg ár.
Ragnar byrjaði stuttu eftir að hann fór aó
ganga að sækja sunnudagaskóla KFUM,
fór síðan í vinadeildina þar, yngri deild og
unglingadeild og þaðan í Kristileg skóla-
samtök. Hann heyrði margt um kristni-
boðið, kristniboðar komu á heimilið og
málefnið fór smám saman að ná tökum á
honum. Einkum minnist hann sterkra
áhrifa á samkomu þegar hann var 16-17
ára. Þá knúði mjög á sú hugsun að hann
ætti að helga sig kristniboðinu.
12