Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 32

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 32
Þau voru þolinmóó í þjáningunni Rúmensku hjónin Sabína og Richard Wurmbrand Böóvar Björgvinsson Fáir einstaklingar hafa haft jafn-djúp- stæð áhrif á kristni síóustu áratuga eins og rúmensku hjónin Sabína og Ric- hard Wurmbrand. Reynsla þeirra af of- sóknum nasista og kommúnista reyndist þeim ómetanleg og dýpkaði kærleika þeirra og skilning á Jesú Kristi sjálfum. Þessari reynslu komu þau á framfæri í bókum og blaðagreinum, jafnframt því að stofna öflug samtök til hjálpar þeim bræðrum og systrum sem eru ofsótt víða um heim. Þau eru Islendingum ekki ókunnug, en Richard Wurmbrand heimsótti Island í nóvember 1971 ítilefni afvæntanlegri út- komu bókar hans, „Neóanjarðarkirkj- an“, á íslensku. Richard hélt þá fjölsótta samkomu í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hann þótti tala fast til okkar Islendinga, eins og hann reyndar gerði við alla, ekki síst hin andlega sofandi Vesturlönd. Hann heimsótti okkur aftur í febrúar 1975 í boói bókafélagsins lchthys, sem hafði árió 1972 gefió út „Neðanjarðarkirkj- una“. Þá hélt hann tvær samkomur í Frí- kirkjunni í Reykjavík auk þess að tala við guósþjónustu í Grensáskirkju og á fjöl- sóttri samkomu í Akureyrarkirkju. Richard var fæddur í Búkarest í Rúm- eníu 24. mars 1909. Foreldrar hans, sem bæði voru Gyðingar að ætt, dóu frá hon- um ungum og hann ólst upp á flakki um Búkarest í heimsstyrjöldinn fýrri. Hann kynntist Sabínu Osteron, einnig Gyðingi, og giftust þau 1936. Bæði voru þau guð- leysingjar (aþeistar) og tóku fullan þátt í hinu „Ijúfa lífi“. Sabína var fædd í Czernowitz, 10. júlí 1913. Hún lagði Rúmensku hjónin Sabína og Richard Wurmbrand. 32

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.