Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 16
Hvað er þetta
gula þarna niðri?
Um nýjasta félagsheimili KFUM og KFUK - á hjólum
Ragnar Schram
Það sem eitt sinn var fjarlægur draum-
ur er nú orðið að veruleika. Enskur,
tveggja hæóa strætisvagn ekur um götur
borgarinnar og býður börnum og ungling-
um um borð. KFUM og KFUK í Reykjavík
keyptu vagninn og reka nú í honum æsku-
lýðsstarf. Til að veita lesendum Bjarma
innsýn í þetta sérstæða verkefni og undir-
búning þess leyfir umsjónarmaóur vagns-
ins Ragnar Schram þeim að líta í
nokkrar dagbókarfærslur.
Einhvern tíma í mars 2001
Kæra dagbók.
I dag gerðist nokkuó einkennilegt.
Björgvin Þóróarson formaður Land-
sambands KFUM & l< spurói mig
hvort ég vildi taka að mér umsjón
meó æskulýðsstarfi í tveggja hæða
strætisvagni. Auðvitað datt mér fyrst í hug
aó verið væri að gera at í mér en þar sem
ég trúi engu slæmu uppá nokkurn mann
tók ég þessu trúanlega. Samt verð ég að
viðurkenna að ég hafói aldrei heyrt annað
eins — mérfannst þessi hugmynd nokkuð
hjákátleg. Eg sagói Björgvini þó að ég
myndi hugsa málið. Skyldi honum vera al-
vara?
16. júlí
Kæra dagbók.
I dag kom Brúarfoss til landsins. Yfirleitt
hugsa ég lítið um ferðir hans og annarra
fossa og skipa en þessi hafnarkoma stóð
mér nær en flestar aórar. Strætisvagninn
sem við ætlum að nota til aó ná til ung-
menna var nefnilega um boró. Ég fór meó
Inga Erlingssyni, sem ásamt Magnúsi
Hilmarssyni valdi vagninn, aó skoóa grip-
inn. Og jú jú, þarna stóö hann á kajanum,
næpuhvítur eins og jólasveinn í hvítum
fötum. Satt best að segja leist mér nokkuð
vel á hann þegar ég horfði framhjá litar-
hætti hans. Það er ekki nokkur spurning
aó í þessu tæki er hægt aó gera eitthvað
skemmtilegt fýrir krakka.
9. ágúst
Kæra dagbók.
Nú er ég búinn aó ferðast á milli félags-
miðstöðva og skoóa hvers konar leiktækj-
um unglingar eru hrifnastir af. Leikjatölv-
ur, þythokkí, billiard og borðtennis eru
vinsælust á þessum stöóum. Þaó væri
gaman að hafa borótennisboró í vagnin-
um. Kúlan væri reyndar á fleygiferð um
vagninn og ekkert annað kæmist fýrir —
nei þaó gengur ekki. Billiardborð kæmist
heldur ekki fýrir — a.m.k. væri ekkert pláss
fýrir kjuðana sem eiga það til að standa
langt útí loftið. Já, kæra dagbók, það
veróur þrautin þyngri að finna leiktæki
sem passa ívagninn. Hjálp!
10. september
Kæra dagbók.
Nú hefurfjöldi fólks hjálpaó okkurviö að
pússa lakkið á vagninum. Mikið er gott aó
hann skuli vera úr áli og laus við allt ryð.
Ingi og Magnús eru aó vinna við að smíða
nýjar dyr á hægri hlió vagnsins. Mikið
veróurgaman að sjá hann rauóan.
17. september
Kæra dagbók.
Nú er vagninn orðinn rauður og
hurðin aó veróa tilbúin. Búið er
að manna allar deildir vagnsins
nema eina og undirbúningur
æskulýðsstarfsins er á lokastigi.
Enn eru þó nokkrar vikur þar til
vagninn verður tilbúinn í starf-
ið.
1. október
Kæra dagbók.
Skyldi vagninn komast undir allar
brýr eða mun hann breytast í blæjubíl
við að keyra undir einhverja þeirra? Ég var
bara aó velta þessu fýrir mér.
13. október
Kæra dagbók.
Síðustu daga hefur vagninn verið eins og
maurabú — allur iðandi afvinnumönnum.
Gísli Geir og Guómundur Rafn lögóu raf-
magnió, Hrannar tengdi græjurnar, Stjáni
Meik átti við vélina, Ingi kláraði hurðina,
Ragnheiður og Gyða þrifu vagninn hátt og
lágt og Björgvin gerði allt annað. Um
kvöldió var svo vagninn tekinn formlega í
notkun á Holtavegi að viðstöddu marg-
menni. Allir sem komið hafa að verkinu
gátu andaó léttar.
16