Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 14

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 14
Nýkomin til Kapengúría haustió 1998. Stór hópur kvenna frá Cheparería heimsótti Hrönn einn Jólin 1988 í daginn til aó bjóða hjónin aftur vel- stofunni í Kongelai. komin eftir sjö ára fjarveru. Þaó er hluti af lífi kristniboóa aó standa í flutningum á milli dvalarstaóa. Hér er skipt um bíla í Kapengúría kringum 1990. Prédikaó í guósþjón- ustu undir berum himni í Psukuno, um 3000 metra yfir sjávarmáli. Túlkur er William Lopeta. vinna sigur og þaó lét undan. Oftast sneri þaó aftur til Jesú og þáði fyrirgefningu hans á ný. Aórirvitnuðu um kraft heilags anda til að standast þessar freistingar. Kristniboðarnir komust smám saman að því að fjötrar Pókottrúarinnar eru miklu harðari og meiri en fólkið hafði skýrt þeim frá. Menn eru umluktir andahyggjunni frá vöggu til grafar. Við hvers konar aðstæður koma forfeðraandarnir við sögu og áhrif- um illra anda verður aó bægja í burtu. Ungu kristniboðarnir eignuðust góóa vini og fundu fullnægju í því að umgang- ast þá og boóa orð Guðs til trúar og sálu- hjálpar. Samkomur í myrkrinu Umhverfió í Cheparería er stórkostlegt, gróður mikill og fjallasýn fögur. Náttúran er annars eólis í Kongelai í Pókothéraði þar sem fjölskyldan dvaldist annað tíma- bil sitt. Þar er sléttlendi, hitinn mikill og jörðin oft sviðin. Ibúðarhúsió á stöðinni stendur undir kletti meó ótal sprungum þar sem slöngur og sporðdrekar höfðu hreiðrað um sig. Slöngurnar lágu stund- um við útidyrnar eða reyndu að komast inn um gluggana og sporðdrekar fundust í leikföngum barnanna. En hjónin eru þakklát fyrir þá vernd sem þeim veittist. Fólkið á þessum slóðum var dreift um sléttuna og sótti minna heim á stöóina en venjan var í Cheparería. Dvölin var einmanalegri, en næðió, sem veittist á kvöldin, var oft notað til að halda sam- komur í myrkrinu á ýmsum svæðum í ná- grenninu. Hjónin komust að því að þarna voru konum búin jafnvel enn verri kjör en á fyrri staðnum. Og þau kynntust nýjum og ógnvænlegri sióum en þau höfðu vitaó um. Menn komu til að leita lækninga en höfðu stundum fyrst reynt að vinna bug á sjúkdómunum með því aó færa fórn. Auk þess var nær stöðugt hungur meðal fólksins. Lífsbaráttan var átakanleg og hörð. Islensku kristniboðarnir hófu snemma að sinna konum sérstaklega. Farið var aó kenna þeim ýmislegt varðandi umönnun ungbarna. Hreinlætismál voru aó sjálf- sögðu ofarlega á blaði. Mörg börnin voru illa haldin af kláðamaur. Nú hefur mjög dregið úr kláðanum enda konurnar nám- fúsar. Umskurn stúlka hefur lengi tíðkast og hefur oft skelfilegar afleióingar. Stund- um blæðir stúlkunum út. Mjög erfitt hefur reynst að fá konurnartil að leggja af þenn- an sið. I hugum fólksins breytast ungling- arnir úr barni í fullorðið fólk við að gang- ast undir umskurnina. Samverustundir voru meó konunum í hverri viku á kristniboðsstöóinni og þrisvar til fjórum sinnum í viku var farið út í hér- aðió og haldin námskeið í kirkjunum. Að sjálfsögðu var biblíufræðsla ómissandi þáttur í kennslunni. Megináherslan var lögð á að leiða fólk til lifandi samfélags við Jesú Krist og veita því uppbyggingu í trúnni. A síðasta starfstímabili sínu í Kenýu áttu Ragnar og Hrönn heima í Kapengúría og reyndar eitt ár í Nairóbí þegar Ragnar varð umsjónarmaður norræna kristni- boðsstarfsins í landinu. „I Kapengúría varói ég tímanum einkum til kennslu enda er þar fræðslumiðstöð kirkjunnar í Pókot- héraði," segir Ragnar. „Vió héldum ýmis námskeið fyrir prédikara og sjálfboðalióa í starfi kirkjunnar, t.d. fyrir konur sem veittu kvennastarfinu forstöóu." I Nairóbí þurfti þau aó láta hendur standa fram úr ermum ekki síður en ann- ars staðar. Þar er þjónustumiðstöð kristniboðanna í Kenýu og Tansáníu. 14

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.