Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 25
f kristnu sem inni voru. Þess vegna haföi verió múrað upp í dyrnar og þær minnk- aðar svo að nú verða allir nema lítil börn að beygja sig djúpt til þess aó komast inn, enda fer vel á því, þetta er helgur staður og á því að minna okkur á auð- mýkt og lotningu. Þessa kirkju reisti Kon- stantín keisari í upphafi, hún mun hafa verið byggð um 330 e. Krist. Þetta mun vera elsta kirkja í heimi sem enn er í notk- un. Inni í kirkjunni er kapella. Hún er talin vera á þeim staó, sem sagt erað engillinn hafi vitrastjósef í draumi, eins og sagt er í Matt. 2.13: „Rís upp, tak barnið og móður þess og flý til Egyptalands, þar skaltu vera uns ég segi þér, því að Heródes mun leita barnsins og fýrirfara því.“ Hann tók barnið og móður þess með sér um nóttina og fór til Egypta- lands. Þarna er einnig kapella Híerónýmusar kirkjuföður en hann lauk við fyrstu lat- nesku biblíuþýðinguna. Síðan héldum við nióur mjög slitin steinþrep. Mér varð hugsað til hinna mörgu milljóna genginna einstaklinga sem gengió höfðu þessi sömu þrep á undan mér til þess að minnast barnsins sem fæðst hafði hér, með þakklæti og helgri lotningu. Allt í einu kemur fæðingarhellirinn í Ijós. Ekki fer mikið fyrir honum. Hann er mjór en ekki langur. Þar er hvorki hátt til lofts né vítt til veggja. Veggirnir eru hlaðnir úr köldu og röku grjóti. Þeir eru grófir og hrjúfir en klæddir hördúk. Þaó ... X. djtö mmk P41 'Mh & o # mm . K|nT í Grafarkirkjunni í Jerúsalem. Margir telja aó hún sé byggð á þeim staó þar sem Jesús var krossfestur og síóan lagóur í gröf. Efri myndin sýnir staðinn þar sem Jesús á aó hafa verió lagóur þegar hann var tekinn nióur af krossinum og sú neóri gröfJesú. 25 á.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.