Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 18
Hvatur i Sportfélag KFUM Pétur Ragnarsson Sportfélagið Hvatur er félag sem býó- ur upp á afþreyingu af ýmsum toga, þó helst íþróttir í góðum félagsskap. Fé- lagió var formlega stofnað fyrir rúmu einu og hálfu ári eða 17. maí árió 2000. Aður en félagið var stofnaó bauð KFUM upp á knattspyrnuæfingar á Holtavegi, aóalstöðvum KFUM og KFUK, oftast tvisvar í viku á sumrin. Mikill áhugi var fyrir æfingunum og jókst áhuginn á milli ára og ný andlit létu sjá sig. Sökum góðr- ar mætingar tóku ákveónir aóilar aó sér að fá leigðan gervigrasvöllinn í Laugardal sem er í eigu íþróttafélags Þróttar. Þá bauóst félagsmönnum að spila einnig knattspyrnu yfir veturinn. Mætingin hélt áfram aó aukast og upp frá því ákváðu Þórarinn Björnsson og greinarhöfundur aó stofna Fótknattleiknifélagið Hvat. I fýrstu var fýrirmyndin að Hvati ein- faldlega samnefnt fótboltafélag sem séra Friðrik Friðriksson stofnaði árið 1911. Hafði þaó meóal annars að markmiði aó veita Val verðuga samkeppni, en svo sem mörgum er kunnugt kom séra Friðrik einnig að stofnun þess félags og eins aó stofnun Hauka í Hafnarfirði tuttugu árum síðar. Hvatur náði hins vegar aldrei að veróa aó eins stóru íþróttafélagi og hin tvö og lagðist því nióur eftir nokkur ár. Þvi' má segja að félagió hafi nú verið endurvakió frekar en stofnaó. Fyrst fékk félagið heitió Fótknattleiknifélagið Hvat- ur en því var svo breytt í Hvatur — Sport- félag KFUM. Ástæóan fýrir breytingunni var sú að félagið bauó upp á fleira en bara knattspyrnu og þar eð sagan geymdi einnig frásögn um „Sportfjelag K.F.U.M." var tilvalió að slá þessum heit- um saman. Ohætt er að fullyrða að umsvif Hvats hafi aukist verulega síðan það var stofn- að. Auk knattspyrnu býóur félagið nú Hvatsmenn í fullum skrúða. upp á innifótbolta, körfubolta, hand- bolta, badminton, skák og útivist. Flestir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Félagsmenn eru nú orðnir um 150 talsins. Síðastliðið sumar tók félagið fýrst þátt í utandeild í knattspyrnu, en sú keppni var haldin á vegum Þróttara. Önnur fimm lió tóku jafnframt þátt. Keppt var með deildarfýrirkomulagi og var árangur liðsins góður. Hvatur tók einnig þátt í bikarkeppni og komst alla leið í úrslit en tapaði þar naumlega eftir framlengingu 4:3 gegn sigursælasta liði deildarinnar. Ætla má að 30 Hvatsfélagar hafi tekið þátt í leikjum liósins. Þátttakan var skemmtileg og líklegt að félagið taki aft- ur þátt að ári. Hver sem áhuga hefur á því sem félag- ið býður upp á getur oróið Hvatsfélagi, hvort heldur karl eóa kona, 15 ára og eldri. Ákveðió veró er fýrir hverja æfingu sem reynt er aó halda í lágmarki. Fastur liður á hverri Hvatsæfingu er bæn fýrir starfi KFUM og KFUK en ekki er skilyrði að Hvatsfélagar taki þátt í starfi KFUM og KFUK að öðru leyti. Til aó teljast virk- ur Hvatsfélagi er þess einungis krafist að Hvatsfélagi mæti á einhverja æfingu eigi sjaldnar en einu sinni á ári. Hvatsfélagar eru ýmist nefndir Hvatar eóa Hvatir eftir því hvers kyns þeir eru. Einnig er hægt að gerast „Fer-bráðum-að-mæta-Hvati“ eða „Félags-aðdáenda-Hvati“. Vikulega eða oftar sendir félagið út sér- stakan Hvatspóst á tölvutæku formi til Hvatsfélaga, félagsaðdáendahvata og farabráðumaðmætahvata. Ritstjóri fé- lagsins er fréttahvatinn Þórarinn Björns- son en hann og greinarhöfundur, for- gönguhvati, sitja jafnframt í stjórn félags- ins. Félagið lítur björtum augum á framtíð- ina. Glæsilegt merki félagsins hefur verið hannað, sérstakur liðsbúningur keyptur og nýrri heimasíðu komið upp, en þar er hægt að fá fréttir af starfsemi félagsins, skoða æfingatöfluna og sitthvað fleira. Auk þess stefnir félagið aó því að fjölga æfingum þar sem þegar í byrjun síóasta I sumars var orðið fullbókaó í sumar æf- ingar í vetur. Til að fá frekari upplýsingar um félagió er hægt aó fara inná vefsíðu þess, www.kfum.is/hvatur. Pétur Ragnarsson er forgönguhvati. 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.