Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 01.12.2001, Side 10

Bjarmi - 01.12.2001, Side 10
OmmukafFi í Austurstræti 20 Jóna Hrönn Bolladóttir Ömmukaffi er í vesturenda húseignarinnar í Austurstræti 20. Fyrir einu og hálfu ári kom vinnuhópur saman á Loftstofunni til aó ræða framtíð mióborgarstarfs KFUM og K. Þá hafði verið rekið næturstarf á annarri hæó hússins í fimm ár. Af reynslu liðinna ára var alveg Ijóst að ef ætti aó nota hús- næðió áfram fyrir starf félaganna þyrfti að laga stiga upp á efri hæð hússins, taka í gegn salernisaðstöðu og bæta allar eld- varnir. Slíkt myndi kosta mikla peninga og valda miklu raski. Stjórn minningar- sjóðs Guðrúnar Lárusdóttur alþingis- konu og formanns KFUK til margra ára hafói ákveóið aó verja peningum til við- gerða á stiga og salerni. Þegar starfshóp- urinn kom saman var rætt um þann möguleika að færa starfsemina nær göt- unni. Þannig yrói starfsemin sýnilegri og menn ættu greióari aógang aó sálgæslu og stuðningi. Fulltrúar úr mióborgarstarfinu höfðu farið og rætt vió Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um stöóu miðborgarinnar og framtíð miðborgarstarfsins. Borgarstjóri lagði áherslu á aó í miðborginni væri starf- semi á daginn en ekki eingöngu á kvöldin og næturnar. Þannig myndi mióborgin laða til sín fleira fólk og yrði viófelldnara hverfi. I Ijósi þessara upplýsinga og meó hliðsjón afreynslu manna innan KFUM og K og kirkjunnar af miðborgarstarfi var mótuð framtíðarsýn og áætlanagerð. Þar var gert ráð fyrir að efri hæó hússins væri leigð fýrirsérþjónustuprestsembætti innan kirkjunnar. Var þar nefnt embætti prests nýbúa, fangaprests og framkvæmdar- stjóra ÆSKR. Þannig myndi húsnæðið nýtast vel. Einnig töldu menn jákvætt að hafa sérþjónustupresta saman á einum stað vegna þeirrar einyrkjastöðu sem þeir búa við. Þannig gæti Loftstofan orðið nokkurs konar kirkjumióstöð. Þá var lögó fram sú hugmynd að opna kaffihús á jarð- hæó í vesturhluta hússins. Þannig væri hægt að tryggja starfsemi í húsnæóinu bæði á degi sem kvöldi. Voru menn sam- mála um að óhugsandi væri að nýta þetta húsnæði í hjarta borgarinnar einvörðungu um helgar, þaó yrði aó skapa umfangs- meiri vettvang. Því var stefnan sett á kaffi- hús í daglegum rekstri, auk þess sem hægt yrði að nota húsnæóið undir miðborgar- starfið um helgar og jafnvel að kvöldi til í miðri viku. Um síðustu áramót voru innréttaðar tvær skrifstofur á efri hæð hússins og inn flutti Hreinn Hákonarson fangaprestur og Yrsa Þórðardóttir framkvæmdarstjóri ÆSKR. Þar meó fóru aóstandendur mió- borgarstarfsins að sjá drauminn rætast. A umliðnu vori fóru miðborgarprestur og Klara Þórhallsdóttir rekstrarstjóri KFUM og K á fund stjórnar minningar- sjóðs Guórúnar Lárusdóttur til að leggja fram áætlanagerðina og hugmynd um kaffihús í vesturhluta hússins. Sjóðs- stjórninni leist vel á hugmyndina og tók síðan þá stóru ákvöróun að leggja niður sjóðinn og verja öllu fénu til innréttingar kaffihúss í miðborginni sem hefði það hlutverk að bæta yfirbragð miðborgar- innar og sinna ungu fólki. Því færði sjóðs- stjórnin miðborgarstarfinu fimm millj- ónir króna aó gjöf á þessu sumri. Þá 10

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.