Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 28

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 28
4. hluti Um lestur Biblíunnar Sigurjón Árni Eyjólfsson Sagan og tilvistarvandinn Hvernig geta einstaklingar skilið, jafnvel tileinkaó sér, afstöóu og sióferði fólks sem tilheyrir allt örðu tímabili sögunnar en þeir? Eins og áóur er getið ná aóferð- ir náttúrvísinda hér skammt. Guðfræó- ingum varó snemma Ijóst að þrátt fyrir ýmsa kosti hinar sögulegu heímildarýni þá reis hún ekki undir þeim væntingum sem menn höfóu bundió við hana um aó leysa þennan vanda. Hún gerói menn meðvit- aða um fjölbreytileika sögunn- ar eóa framandleika fýrri tíma en afleiðing eóa hætta sem henni fýlgdi var afstæðishyggja gagnvart öllu sem kallast gat sannleikur, sióferóileg gildi og hefóir. Þessi innbyggða afstæó- ishyggja olli mönnum áhyggj- um. Fyrri tímar urðu framandi og fjarlægir og maðurinn án hefða sem haldlaus í samtímanum. Það þurfti því aó finna grundvöll sem var sameiginlegur og aðferð til að skapa já- kvæða sýn á hefóina.l1! Gagnvart því fýrr nefnda veróur aó segja að þrátt fýrir allt afstæói og afstæð- ishyggju sem sögurannsóknir virðast draga fram, þá veróur ekki litið fram hjá því sem er sameiginlegt sögu allra manna á öllum tímum, sem er að hún fjallar um manninn ogverk hans. Sagan beinirsjón- um fólks að stöðu mannsins í heiminum og snertir þannig óneitanlega við tilvist- arlegum vanda hans. Því er nauðsynlegt að greina tilvistarlega stöóu hans í heim- inum og athuga þau grundvallarvanda- mál sem hann glímirvið á öllum tímum. Tilvistarheimspekin meó þýska heim- spekin Martin Heidegger (1889-1976) í fararbroddi tókst á við þennan vanda og leitaðist við að greina stöðu mannsins í og andspænis veruleikanum.l2] Áhrif hans á túlkunarfræðina innan guðfræðinnar eru mikil enda fannst mörgum guðfræðingum að Heidegger væri með svipaða skilgreiningu og Lúther kom fram með um aðgreiningu á milli lögmáls og fagnaðarerindis. Heidegger greindi svo að segja veruleika mannsins undir lögmáli sem mótar alla tilvist hans. Guófræðingar gætu stuðst vió þá grein- ingu til að gera nútímamanninum mögu- legt að meðtaka fagnaðarerindió.l3! Hefóin og meðferð hennar í túlkun á heimildum olli líka nokkrum vandkvæð- um innan sögulegra rannsókna. Á þetta sérstaklega við þegar túlkunarsaga texta ritningarinnar er athuguð, saga „kanons- ins“ eða tilurö helgiritasafns Biblíunnar. Innan túlkunarfræóinnar hefur þýski heimspekingurinn Hans-Georg Gadamer (f. 1900) sett fram kenningar um „já- kvætt“ gildi hefðarinnar sem mótaó hef- ur ritskýringu á ritum Biblíunnar undar- farna áratugi. Komin er fram sterk hreyf- ing guófræóinga sem kennir sig við bibl- íulega guðfræði. Fulltrúar hennar leggja áherslu á þá samstæðilegu guðfræði í þeim fjölbreytileika stefna og strauma guðfræðihugsunar sem mætirmönnum á síðum ritningarinnar. Helgiritasafnið, til- urð þess og staða hinna ýmsu rita innan þess er skoðuð sem hluti guðfræðilegrar heildar. Biblían og tilvistarvandinn Guðfræðingar tóku greiningu Heideggers fegins hendi og áttu evangelisk-lútherskir ritskýrendur auðvelt með að tengja hana við aðgreiningu Lúther á orði Guðs í lög- mál og fagnaðarerindi. Fremstur í flokki þeirra var nýjatestamenntisfræðingurinn Rudolf Bultmann (1890-1976). Markmið túlkunar og túlkunarfræð- innar er að ná að orða það sem höfundi og lesenda liggur á hjarta og kemur fram í viðkomandi texta. Bultmann hafnar al- farið því að hægt sé að nálgast texta með tómum huga og án spurninga. Til aó öðl- ast skilning á viófangsefninu verður at- hugandinn eða ritskýrandinn að vera sér meðvitaóur um þann forskilning eða bakgrunn sem hann byggir á og skoóar viðfangsefnið út frá. Þegartexti ergreind- ur er hann ætíð lesinn í vissu samhengi og hann höfðar til sameiginlegs forskiln- 28

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.