Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.2001, Blaðsíða 35
Ég byrjaói að fara með hana á rúss- nesku: „Ég trúi á einn Guó, föóur almátt- kan,“ o. s. frv. þangað til ég kom að orð- unum: „Ég trúi á fyrirgefningu synd- anna.“ Ég spurði hann: „Trúir þú þessari grein trúarjátningarinnar?" „Ég hef sagt þér að ég trúi allri hinni kristilegu trúarjátningu“, svaraói hann. „Það var aðeins af ótta sem ég afneitaði henni." Ég hélt áfram: „Trúir þú á fyrirgefningu syndanna?" Já.“ Ég þrýsti enn fastar: „Trúir þú á að þín- ar syndir séu fýrirgefnar?" „Ó, nei, aldeilis ekki!“ hrópaói hann. „Syndir mínar hafa safnast upp í glæpi og eru orðnar alltof margar.“ „Trúarjátningin segir ekki að aðeins litl- ar syndir og nokkrar yfirsjónir séu fýrir- gefnar, heldur allt, allar syndir, án þess að þær séu taldar eða stærð þeirra met- in. Þegarjóhannes skírari sá Drottin Jesú, sagði hann: „Sjá Guðs lamb sem ber [burtj synd heimsins." Ef þú einn hefðir framið öll þau morð, þjófnaói, lygar, meinsæri og hórdómsbrot, sem allt mannkyn hefur framið frá upphafi, en trúir nú á Jesú, þá er hann samt lamb Guðs sem ber burt synd heimsins. Trúir þú nú á fýrirgefningu synda þinna?“ Allt í einu flóói andlit hans í tárum. Hann sagði aftur og aftur: „Ég trúi aó mínar syndir séu fýrirgefnar.“ Jesús hafði framkvæmt meistaraverk. Hann hafði ekki aóeins fundið týndan sauð heldur týndan hirói. Ég sá aldrei framar þennan kaftein. Það var stríð. Daginn eftir hafði hann haldið áfram með herdeild sinni til vígstöðvanna. Hvað ætli hann hafi gert eftir þetta? Daginn eftir að samverska konan í Sík- ar tók trú, leiddi hún allt þorpið til trúar ájesú. Hvaó gerói hún svo? Hélst áhugi hennar? Hélt hún áfram að leiða fjölda fólks til trúar eins og í upphafi eða fann hún sér enn einn eiginmann? Jesús hrós- aði rómverska hundraóshöfðingjanum fýrir trú hans, sem hann sagði að ekki fýndist þvílík í öllum Israel. Hvaða dáðir drýgði hann með trú sinni? Eða fór hann kannski, þegar hann hafði séð að krafta- verkið, sem hann hafði búist við, hafði átt sér stað, aftur til vinnu sinnar, að kenna hermönnum aó drepa? Sakkeus lofaði að ef hann hefói svikið nokkuð af nokkrum skyldi hann skila því öllu aftur. Stóð hann við það? Ég kann vel vió Esekíel 20:3: „Svo sannarlega sem ég lifi vil ég eigi láta yður ganga til frétta við mig, - segir Drottinn Guð.“ Hann vildi að við vissum aðeins hluta sögunnar. Látum okkur það nægja. Kafteinninn, samverska konan, hundraðs- höfðinginn og Sakkeus áttu öll eitt augna- blik sterkrar trúar ájesú. Framhald þeirrar sögu er ekki okkar að vita. Rússneski kafteinninn hafði verið hreinsaður af syndum sínum. Það sem honum og mér virtist sem fjall af syndum, virtist Jesú, sem horfir af himni, sem ómerkilegur hóll. A tímum Gamla testamentisins hrös- uðu Gyðingar með því að trúa á Mólok. Mólok þýðir á hebresku „konungurinn sem hefur ríkt“. Alltof oft hengjum við sál- ir okkar við Ijóta hluti í liðinni tíó. Kristnir menn trúa á Jimlokh"!'!, konunginn sem mun rfkja. Þeir sem tilbiója ,Jimlokh“ trúa því aó hið liðna sé fýrirgefið og hafi einnig verið lagaó. Kristnir menn trúa einnig á heilagleika sem við færumst f átt til. „Og ég fulltreysti einmitt því, að hann, sem byrjaði í yður góða verkió, muni fullkomna það allttil dagsjesú Krists“ (Fil. 1:6). Hebrear notuðu orðið „hataþ“ um synd manns gagnvart öðrum mönnum en „as- ham“ um synd manns gegn Guði, eins og brot gegn hvíldardeginum eða óhlýðni við lög um helgihald. En „asham“ þýddi einnig bætur sem þjófur þurfti að greiða fýrir það sem hann hafði stolið, yfirbót. í Jes. 53:10 stendur að Jesús muni gera sál sína „asham“, sem þýðir ekki aðeins sekt- arfórn fýrir synd, heldur einnig yfirbót fýr- ir syndirnar. Á einhvern leyndardómsfullan hátt mun Hinn almáttugi bæta fýrir allt sem við höfum gert rangt. I leikriti Shakespeares, Hamlet, reynir hinn örvæntingarfulli Kládíus, konungur Dana, aö biðja: „Fúll er minn glœpur; fylcm r\ær til himins, frumbölvan beimsins upphafs eltir hann; eitt bróðurmorð! Og beðið get ég ekki. Þótt jafnsterk löngun fylgi fúsum vilja, pá sligar sektarafarg mitt áforms-aflið; ég líkist þeim, sem tvö verk á að annast, ég er á hvörfum, hvað ég fyrr skal vinna, oggjöri hvorugt... ...Nú glœpurinn ergjörður, — æ, hvaða bæn má henta slíkri ódáð? Fyrirgef fólskumorð! Ei stoðar það, og halda því, sem hvatti mig til verksins; ágirnd til valda, ríkisdjásn og drottning. Cefst uppgjöfsyndar efað synd er haldið?“l"] Ég svara: „Kládíus, ég get svarað þér. Við getum nú talað frjálslega saman, þar sem vió tilheyrum báðir hinum óraun- verulegu undirheimum. Þú varst grafinn eftir að þú dóst. Ég er grafinn lifandi. Þaó er ekki mikill munur á. Við getum tal- ast við. Já, Kládíus, það er hægt að fýrir- gefa þér líka, þó aó þú getir ekki bætt fýr- ir neitt. Ef þú hefóir rekið frá þér konu þína sem þú eignaðist á glæpsamlegan hátt, hefóir þú leitt yfir hana nýja óham- ingju og nýjar freistingar. Ef þú hefðir af- salað þérvöldum, hefði einhver sem ekki ákallar Guð, getað tekió völdin. Láttu hlutina vera eins og þeir eru og trúóu á Jesú, „ashamið“, yfirbótina. Þú getur byrjað hvern dag upp á nýtt, án byrða lióinnar tíðar. Og óttastu ekki að þú endurtakir gamlar misgeróir. Vertu heldur búinn undir aó annað komi þér gleðilega á óvart. Guð veit að píanóið þitt er ónýtt og þú getur ekki spilað fallega tónlist á þaó. Aðeins þitt innra skiptir máli. Guð dæmir þig eftirvilja þínum ein- göngu. Mundi konsert Menhuins hljóma eins vel ef leikið væri á venjulega sígaunafiðlu í staðinn fýrir Stradivaríus- fiðluna sem hann notaói? Guð lítur til þess sem þú vilt, ekki hve mikið þú nærð að uppfýlla. Syndir þínar eru fýrirgefnar. Amen.“ Þessi grein heitir á ensku: „Sins Are So Small to Him“ og er úr ræðusafni Ric- hards Wurmbrands „Alone with God“. Ræðurnar voru samdar meðan hann var í einangrunarklefa í fangelsi í Rúmeníu, en þar var hann samanlagt í þrjú ár. [i] Mólok ogjimlokh eru mismunandi myndir orðsins „malakh", sem þýðir að ríkja. „Melekh“, þýðir konungur. [ii] Þýð. MatthíasJochumsson. Þýð.: Böðvar Björgyinsson. 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.