Heima er bezt - 01.04.1952, Síða 14

Heima er bezt - 01.04.1952, Síða 14
110 Heima er bezt Nr. 4 hann lét „prýða ríkulega með gulli og hengja upp í kirkju. Skömmu áður en Andronik- us gekk til feðra sinna, var honum tilkynnt, að myndin væri að gráta. Hann sendi þá nokkra af mönnum sínum í kirkjuna, og þeirra á meðal mann að nafni Stefán Agio- christophorites, til að komast að raun um, hvort þetta væri satt. Stefán stóð uppi í stiga „og þerraði augu myndarinnar með hvítum vasaklút“. „En táraflóð- ið úr augum myndarinnar varð því meira.“ Þá er Andronikus heyrði þetta, bjóst hann við, að það boðaði sér óhamingju, og væri sánkti Páll að gráta yfir því, þar sem hann elskaði And- ronikus eins og Andronikus elsk- aði hann. — Myndadýrkunin hafði skapað víðtækan listiðn- að. Margir lifðu af að búa til dýrlingamyndir, eins og í Rúss- landi fram að byltingunni. Var mikil keppni eftir að framleiða góðar vörur, en þær voru mjög misjafnar að verðmæti, þar sem kaupendur voru úr öllum stétt- um. Það verður skiljanlegt, að bann Konstantíns V. keisara við myndadýrkun yrði óvinsælt, eigi aðeins meðal munkanna, enda varð það upphaf mikilla deilna. Myndastríðið stóð yfir í 120 dr (726—846) og lauk með því, að kirkjan hafði sitt fram gagn- vart keisaranum. Áhangendur myndadýrkunarinnar fengu meira að segja styrk frá Róma- borg, enda þótt samkomulagið við vestrænu kirkjuna færi hraðversnandi og leiddi loksins til aðskilnaðarins árið 1054. En upp úr því skiptist katólska kirkjan í rómversk-katólska og grísk-katólska. Ósamkomulagið milli kirkju- deildanna var bæði af trúarleg- um og stjórnmálalegum rótum runnið. Hinn voldugi yfirbiskup í Konstantínópel hafði ekki færri en 57 metropolita, 49 erki- biskupa og 514 biskupa undir sér. Vildi hann því ekki hlýðn- ast skipunum frá yfirbiskupi Rómar, en hann hafði frá fornu fari talið sig höfuð kristninnar. Þá er Rómaborg var unnin af Justinian, varð Rómarbiskupinn blátt áfram þegn í hinu róm- verska ríki — en hann hafði eigi — eins og prestastétt aust-róm- verska ríkisins — vanist því, að beygja sig undir vilja keisarans. Þegar fram liðu stundir studdi Rómarbiskupinn sig æ meira við Franka, og árið 756 þáði Stefán II. páfi héruð þau á Ítalíu, sem Byzants hafði misst, úr hendi Pípins litla Frankakonungs. Þannig var kirkjuríkið sett á stofn. Rómverski biskupinn var ............................. »i / íslendingasögunum er I Í oft getið um Miklagarð, \ I hina frœgu Jceisaraborg. § 1 Þar var Grettis Ásmunds- \ i sonar Jiefnt, eftir því sem i | sagan segir. Hið volduga i = keisararíki stóð í miklum | 1 blóma um þœr mundir, \ \ sem flestar sögur oJcJcar \ I gerast. Þótti það Jiinn | | mesti frami að Jcomast í \ | sveit Vœringja, en það var I § norrcent málalið í þjón- [ i ustu Jceisarans. Aftur á I Í móti Jiefur eJcJci birzt miJc- \ Í ið á íslenzku um sögu i Í þessa merJcilega ríJcis. í 2. \ i Jiefti Heima er bezt, er i Í stutt lýsing á MiJclagarði i 1 og í grein þeirri, er Jiér fer \ Í á eftir, er nánar lýst sögu \ \ og menningu hins aust- \ \ rómversJca ríJcis. Er hún að i Í mestu eftir Henry A. Steen, \ | Jcunnan dansJcan frœði- \ Í mann, svo að örugglega má I i treysta því, að hún styðj- \ \ ist við beztu heimildir, \ \ sem völ er á. iiiiiimiiiimiimiimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiimii því orðinn einskonar landráða- maður gagnvart keisaranum í Konstantínópel.Auk þessa ósam- komulags kom svo hinn mikli munur, sem var á Grikkjum og Rómverjum. Rómverjar höfðu engan áhuga fyrir heimspeki- legum og smásmugulegum deilu- málum Grikkja. Þeir héldu fast við rétttrúnaðarstefnuna. Og auk þess höfðu menn leynda andúð á þessum Grikkjum, er, samkvæmt því sem Gregorius mikli (á 5. öld) lýsti yfir, „að raunar séu þeir gáfaðir, en falskir“. Árið 1056 lét Michael Caerularios, patríark í Kon- stantínópel, loka kirkjunum fyr- ir rómversk-kaþólskum, undir því yfirskini, að þeir styttu föstutímann og leyfðu að borða mjólkurmat á þessum sjö föstu- vikum. Ennfremur syngju þeir hallelúja um föstutímann og neituðu auk þess að viðurkenna gifta presta. — En allt þetta var aðeins yfirskin. í raun og veru var valdastreita orsökin að að- skilnaði kirkjudeildanna í austri og vestri. En þrátt fyrir allar trúmála- deilur stóð býzantínska ríkið í þúsund ár sem útvörður gegn á- rásum Araba og Tyrkja. Og þrátt fyrir það, þó að Egypta- land og Sýrland gengu undan yfirráðum keisarans á 7. öld, lifði það blómatímabil oftar en einu sinni. Tvær röksemdir eru fyrir þessu. Ríkið laut einum þjóðhöfðingja — og að mestu leyti játuðu íbúar þess eina trú. Rétttrúnaðarstefna yfirbiskups- ins í Konstantínópel yfirgnæfði allar aðrar stefnur, og jafnvel þótt þeir yfirbiskupar, sem, eins og Michael Caerularios, sæktust eftir „rauðu sandölunum“, en það var tákn keisaravaldsins, var oftast nær hið bezta sam- komulag milli keisaravaldsins og kirkjunnar. Hvað það snerti minnir býzantínska ríkið á aust- urríska keisaradæmið. Þar var sambland af ólíkum þjóðernum — í Austurríki-Ungverjalandi voru töluð 28 tungumál — og öll þessi þjóðabrot játuðust undir yfirráð hinnar postullegu há- tignar. Ríkisvaldið var þakklátt kirkjunni fyrir, að hún brýndi fyrir þegnunum að greiða skatta án þess að mögla, og kirkjan var þakklát ríkinu fyr- ir, að það dró eignir hennar und- an skattaálögum. Þá er frum- stæðir þjóðflokkar voru yfir- unnir, voru munkarnir þeir fyrstu, er settu fót sinn á her- numin svæði, en hlutverk þeirra var að boða heiðingjunum trú. Á þennan hátt voru Slafar í Makedóníu og Peloponnes, Ar- abar á Krít og við Eufrat kristn- aðir, ásamt mörgum öðrum. Um Núbíumenn, sem höfðu heim- kynni sín langt inni í Afríku, vit- um vér, að hinn frómi Júlíanos sneri þeim til kristinnar trúar. Skírn þeirra fór fram á þennan hátt: Trúboðinn notaði hitann að yfirskini og dró tilheyrendur

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.