Heima er bezt - 01.04.1952, Qupperneq 19
Nr. 4
Heima er bezt
115
um andstæðum og hér. Jöklar
eru á þrjá vegu: Eyjafjallajök-
ull í austur Goðalandsjökull í
norður og Tindafjallajökull í
vestur. Efstu brúnir skógardal-
anna eru sandar og auðnir.
Áður fyrr hefur þar allt verið
skógi vaxið, en landið síðar blás-
ið upp.
Af bergtegundum þar er mó-
berg sérstaklega ríkjandi, eink-
anlega í Húsadal og Langadal.
Víða sjást klettadrangar í
skógarbeltunum og líta þeir út
eins og höggmyndir af mönn-
um, til að sjá. Einnig má þar
líta í klettum dýra- og manna-
myndir, ef að er gáð.
í Húsadal og Langadal eru
ur hann verið enn hrifnari.
hellar. Þar. eru ártöl, manna-
nöfn o. fl. rist á klettana.
Nýjar og nýjar myndir koma í
ljós við hvert skref að heita má.
— Ein í skyndi útsýn flýr, önn-
ur myndin fæðist. •— Ekkert
vantar þarna nema tjarnir eða
vötn, til þess, að þetta undra-
land yrði ennþá yndislegra.
Sumt af ferðafólkinu gekk
þennan dag á afarhá fjöll, til
þess að sjá dýrð veraldarinnar,
en aðrir héldu sig við láglendið.
Þeir vildu ekki eiga það á hættu
að mæta freistaranum á fjallinu.
Það var þægilegra að ganga þar
sem hallaði undan fæti. — Hæg
er leið til h..... o. s. frv. Ég
tók þann kostinn og gekk niður
Slippugil. Mynni Slippugils er
undrafagur staður. Þar er gilið
þakið skógi alveg upp að klett-
um, en niður við lækinn er fög-
ur grund.
Þar höfðu Farfuglar tjald-
að. En hinumegin við Krossá,
beint á móti gilmynninu, býr
andstæðan, auðnin, jökullinn
og tröllslegir hamrar og fjöll.
Ég held að maður yrði að
dvelja um vikutíma á Þórs-
mörk, að minnsta kosti, til
hefði kynnst Þórsmörk. —
Á mánudaginn, eftir hádegi,
var lagt af stað heimleiðis. Það
var hálfgerð ólund í okkur Ól-
afi að fella tjaldið. Okkur hafði
nefnilega dottið í hug, senni-
lega í fyrsta sinn á ævinni, að
gerast útilegumenn og verða
eftir. —
Þegar við vorum nýfarin af
stað, var beygt af aðalveginum
austur yfir Krossá, því nú áttum
við eftir að skoða Stakkholts-
gjá, er gengur inn í rætur Eyja-
fjallajökuls.
Þar skammt frá teygir jökull-
inn óhreinan hramminn niður
undir Krossáreyrar. Sennilega
hefur sá gamli ekki búizt við
gestakomu þann dag og því ekki
hirt um það að þvo sér vand-
lega.
Bílarnir óku inn í gjármunna,
lengra varð ekki komizt sökum
stórgrýtis.
Gjárveggirnir gnæfa þarna á
báðar hendur, þverhníptir eins
og hlaðnir veggir, margar
mannhæðir á hæð. Efni þeirra er
aðallega móberg. Víða eru þeir
vaxnir grænum gróðri, sem
sýnist sægrænn innar í gjánni.
Eftir því sem innar dregur
þrengist gjáin og sýnist lokast
þar sem bugður eru á henni.
Á að gizka er hún um 6—8
hundruð metra á lengd og 5—8
metrar, þar sem hún er þrengst.
Innst inni í botni, þar sem
fossinn fellur, er hálfrökkur og
gjárveggirnir slúta skuggalegir
yfir höfðum okkar. Fólkið sýnd-
ist þar eins og smábrúður í sam-
anburði við bergið.
Og ekki kæmi mér á óvart þó
flestir hafi orðið þarna berg-
numdir, þó þeir hefðu ekki orð
á því. Bergbúinn er sterkur, en
við sluppum öll frá honum í
þetta sinn, hvort sem við eigum
að þakka fararstjóranum það,
eða einhverjum góðum vættum,
sem þarna hafa verið í fylgd með
okkur. —
Næsti áningarstaður var
Nauthúsagil. Þar er bratt ein-
stigi niður í gilið. Mikill gróður
er þar í gilmynninu, þar sem
gamla tréð liggur þvert yfir gil-
ið. Innar í gilinu er foss og hyl-
ur mikill undir honum. Komust
fáir eða engir þar upp yfir nema
með hjálp fararstjóra. —
Eftir þetta gerðist ekkert frá-
sagnarvert annað en það, að svo
var Krossá djúp, að vatnaði inn
í þessa háu vatnabíla, sem eiga
að geta farið yfir axlardjúpt
vatn, án þess það nái vélum
þeirra.
Við höfðum verið heppin með
veður og fararstjóra, þó að hann
væri stundum ekki sjáanlegur.
— Hreindýr sem
búfénaður
Frh. af bls. 113.
smalamenn myndu oft vera
ungir lærlingar, sem væru að
kynna sér hjarðmennsku til af-
nota síðar í heimahögum sínum.
Bandaríkjastjórn lét flytja
hreindýr til Alaska, m. a. frá
Noregi, og fékk þaðan Finnlappa
sem hjarðmenn og kennara í
fyrstu, og settust sumir þeirra
að vestra og eiga þar stórar
hjarðir. —
Nú eru Danir að stofna til
hreindýraræktar á Grænlandi
á sama hátt!
Hér á landi er nú glæsilegur
hjarðstofn, sem reynzt hefur
nær ódrepandi hátt á aðra öld.
Henni hríðfjölgar með ári
hverju. Og væri skynsamlega á
haldið, gæti hjörð þessi verið
orðin sæmilega tamin að ári
liðnu, og síðan dreift víðsvegar
um eyðibyggðir landsins! Lappn-
eskir hjarðmenn eru fúsir að
koma hingað og taka að sér
starfið um skamma hríð eða
lengur með góðum kjörum. En
því hefur ekki verið sinnt til
þessa.
Nú er 10—12 ára reynsla feng-
in hérlendis um allt, sem að
þessu lýtur, og er því ekki eftir
neinu að bíða öðru en því, sem
til var ætlast í öndverðu: að
hjörð þessi komi landsmönnum
að fullum notum á sem víðtæk-
ustum vettvangi!
Helgi Valtýsson.