Heima er bezt - 01.04.1952, Side 20

Heima er bezt - 01.04.1952, Side 20
Heima—Jarpur Ekki fór hann upp á Dal öllu til að gleyma. Virtist geyma í sinnis sal sumarblómin heima. Aldrei hafði ’ann ætlað sér œskuhaga að svíkja; annars staðar engum ber upp i sig að sníkja. Hvað sem er um Hofteigsfjöll, hvamma, nes og teiga, Hofsárbakka og holtin öll heldur vildi ’ann eiga. Hofteigur, sem hrossum bjó hlátra, vors í draumi. Ekki vildi ’ann una þó œrslum þeirra og glaumi. Kvaddi síðan hrossahjörð, hélt á Smjörvatnsheiði. Vissi átt í Vopnafjörð, vanur slæmu leiði. Hvar hann fór um heiðarann, hendir sagan eigi. En ekkert virtist hafa hann heft á sínum vegi. Öslað hafði ’ann aur og blár, út í vötnin þorði ’ann. Sólarmerlað morgunsár mœtti ’onum fyrir norðan. Þýður andi utan blés, ekkert sagði og þagði ’ann. Þau eru in fornu Fjallanes fögur, þagði’ og sagði ’ann. Vel sé þér á vorri slóð, var þó eigi kveðið. Ekki hafði öld né þjóð eftir honum beðið. Rakti ’ann upp sín folaldsfet, Fjallanesin þekkti ’ann. Fætur sér hann forða lét fyrr en nokkur hvekkti ’ann. Sumrin lifði ’ann svona flott, sína laus við byrði. Sjálfum sér hann „gerði gott“ gestur í Vopnafirði. Lét ég ganga í orði og ans á honum napurt háðið. Vissi þó að hjarta hans hafði þessu ráðið. Er ég leit í eigin barm — ei þó vildi flíka, — einhvern Fjalla yndis harm átti ég nú líka. Vissi ég hvaðan vindur blés, virti það til dáða. lét hann fara um Fjallanes fyrir okkur báða. Nafnið fékk hann „svarta svín“ sumrin löng að bera. Ýmsum fannst að minning mín mundi þetta vera. Það var stundum hundahjörð honum látin sinna. Hefur enginn hér á jörð hrœðst þá öllu minna. Hvað hann hét og hvað til bar, hugði ’ann frjálst að lögum. Hitt var nóg, að hjartað var hér, og undi dógum. Virtist þó í máli manns mýkjast kuldagjóstið. Vitsmunir og hættir hans hrifu menn í brjóstið. Allir sáu, að hann gekk, œðra viti knúinn, undan hríðum „inn á stekk“, út, þegar hún var búin. Sumrin liðu, hófust haust, hret og storma jók ’ann. Hnausspikaðan harkalaust Hofteigsbóndi tók ’ann. Benedikt Glslason frá Hofteigi. Góðhesturinn „Barði“ Minning (1915). Hófadyn ei heyra má, hraustar sinar bugar elli. Nú er vinur fallinn frá, fagur hlynur laut að velli. Fyrri hnaut ei fákur sá, fjörið laut œ boði mínu. Gneistum skaut svo birtu brá, er Barði þaut á tölti sínu. Að fangi reistur, frjáls í lund, fjörið hreysti gaf til kynna, er ég þeysti yfir grund, afli treysti fóta þinna. Þó tíðum vinni tíminn spil, tapast minni ei þín saga. Jafnan finnur andinn yl í endurminning horfnra daga. í nóv. 1940. KR. H. BREIÐDAL.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.