Heima er bezt - 01.04.1952, Side 25
Nr. 4
Heima er bezt
121
aður og drukkið fast. Villi var
þarna staddur á Svip sínum og
var eitthvað hreifur af víni. Þeg-
ar hófinu var að mestu lokið,
ætlaði hann að halda heimleið-
is. En þá vatt sér að honum einn
af góðkunningjum hans og bað
hann að lána sér Svip heim að
Snartarstöðum, en þangað er
innan við 1 km. leið. Villi átti
jafnan erfitt með að neita bón
annarra, svo að hann lánaði
hestinn þennan stutta spöl. En
strax og maðurinn var kominn
á bak, tók hann stefnuna heim
til sín og reið í einum spretti svo
lengi sem til hans sást. Þótt mað-
urinn væri mjög ölvaður, bjóst
Villi við, að hann mundi snúa
aftur innan stundar. En sú varð
ekki raunin. Maðurinn reið alla
leið heim til sín og hefur senni-
lega farið mest í einum spretti.
En þetta var enginn smásprett-
ur, því að leiðin er nokkuð yfir
30 km. Gengu manna á milli
margar sögur um það, hvað hann
hefði verið margar mínútur á
leiðinni, en engum bar saman,
því að sannast sagna vissi eng-
inn með vissu, hvað Svipur fór
þessa leið á stuttum tíma. Sum-
ir sögðu, að hann hefði verið 45
mínútur, en aðrir nefndu
klukkutíma og fimm mínútur.
Þess má geta, að maöurinn, sem
á honum sat, var um 200 pund
á þyngd.
Eftir þessa ferð náði Svipur
sér aldrei. Villi fann, hvað hon-
um leið og seldi hann um haust-
ið einhverjum Sunnlendingi, er
unnið hafði við byggingu Jökuls-
árbrúarinnar um sumarið. Sölu-
verðið var 105 krónur. Nokkrum
dögum síðar kom Villi á heimili
mitt, og tók móðir mín þá að á-
víta hann fyrir að selja Svip.
Hann svaraði alls engu. En er
hún bætti við: „Sérðu virkilega
ekki eftir honum, Villi minn?“,
þá svaraði hann: „Jú, víst sé ég
eftir honum, en meira sá ég þó
eftir henni Evu minni.“
Eftir þetta minnist ég þess
ekki, að hann ætti nokkurn hest,
heldur lét hann þá, er hann
vann hjá, flytja sig á milli bæj-
anna, eins og síðar varð algeng-
ast um lausamenn, ef þeir áttu
ekki hesta.
Nú er sögu Villa Hansarsonar
brátt lokið. Aðeins er eftir að
segja- frá ævilokunum, en þau
voru nokkuð í samræmi við allt
hans líf.
Það var í maibyrjun vorið
1907, að skip kom til Kópaskers
með vörur, og safnaðist þá þang-
að margt manna, svo sem venja
var við slík tækifæri. Þar var
Villi staddur ■— og hafði þá feng-
ið sér óvenju mikið í staupinu,
enda drakk hann alltaf talsvert
mikið, eftir að hann seldi Svip
sinn. Hann var í rauninni breytt-
ur maður og niðurbrotinn. Um
það bil, er menn fóru að tínast
burt af staðnum, lagði Villi af
stað frá Kópaskeri einn síns liðs
og fótgangandi. Hann ætlaði að
ganga Hafnarskörð og komast
að Leirhöfn um kvöldið, en þang-
að er um 15 km. leið og var vana-
lega gengin í gamla daga á þrem-
ur tímum. — Þetta var á kross-
messudaginn — 3. fliaí. Veðri var
þannig farið, að loft var drunga-
legt og nokkur krapahríð, en
fremur litill snjór á jörð og
gangfæri því sæmilegt. „Fátt
segir af einum“, stendur í göml-
um talshætti, og sannaðist það
hér. Villi náði ekki að Leirhöfn
um kvöldið, en enginn vissi um
ferðir hans, því að sími var þá
ekki kominn kringum Sléttuna
og kom ekki fyrr en fullum
tuttugu árum síðar. Daginn eft-
ir fundu ferðamenn Villa örend-
an norðarlega á Hafnarskörðum,
og hafði hann ekki átt eftir nema
svo sem hálftíma gang til að ná
Leirhöfn. Hann hafði lagzt til
hinztu hvíldar í dalverpi nokkru,
er nefnist Háhyrningsdalur, en
vikið lítið eitt út af veginum.
Ekki var honum aldurinn að
meini, því hann var aðeins 53
ára gamall.
Tuttugu ár liðu. Sagan um
Villa Hansarson, líf hans og af-
drif var í þann veginn að verða
að þjóðsögu, sem gekk manna á
milli um héraðið. — Þá gerðist
það, að fyrsti bíllinn var flutt-
ur inn í héraðið, og mundi marg-
ur ætla, að sá merki atburður
geti ekki á neinn hátt staðið í
sambandi við sögu Villa Hansar-
sonar. En hvernig sem á það
kann að verða litið, þá er það
staðreynd, að þetta virðist hafa
raskað ró Villa, þar sem hann
var staddur handan við gröf og
dauða. Verður að segja hverja
sögu eins og hún gengur. En
sagan um Villa og bílana er á
þessa leið: Fljótlega eftir að
fyrsti bíllinn kom í héraðið, var
ruddur vegur frá Kópaskeri,
norður yfir Hafnarskörð, og til
Leirhafnar, því að hvergi var
auðveldara að leggja bílveg í
héraðinu en einmitt þarna. Hinn
nýi bílvegur fylgdi gömlu göt-
unum að mestu. En á einum stað
varð að víkja nokkuð út af
gamla veginum og hittist þá svo
á, að nýi vegurinn var látinn
liggja mjög nærri þeim stað, þar
sem Villi varð úti. Eftir að um-
ferð hófst um nýja veg, kom
brátt í ljós, að svipur Villa var
þar á ferli, einkum eftir að
dimmt var orðið. Birtist hann í
ljósinu framan við bílinn og
þvældist þar fyrir um stund, unz
hann gatt truflað bílstjórann,
svo að sumum lá við sturlun.
Urðu flestir eða allir bílstjórar
fyrir þessu, er óku þar um í
myrkri, einkum ef enginn mað-
ur var með bílstjóranum. Eftir
þetta lagði enginn á Hafnar-
skörð í myrkri, nema hafa far-
þega í bílnum hjá sér. Þá var
það og undarlegt, að ef bifreið
bilaði á Hafnarskörðum, þá
gerðist það hvergi annars stað-
ar en einmitt þarna á þessum
stað, þar sem Villi varð úti. Voru
að þessu meiri brögð en eðlilegt
gæti talizt — og þótti ekki ein-
leikið.
Nú mun þessum reimleikum að
mestu eða öllu lokið. Áhrifamátt-
ur Villa virðist vera fjaraður út.
En þó eru ekki nema þrjú ár síð-
an að sá, er þetta ritar, varð
áþreifanlega var við Villa á þess-
um slóðum. Stór vörubifreið
hafði bilað þarna, og stóð hún
á miðjum veginum, er ég ók þar
norður hjá, á leið til Raufar-
hafnar. Um kvöldið, er ég var á
heimleið, var komið þreifandi
myrkur. Bjóst ég við því, að bú-
ið væri þá að flytja á burt hina
biluðu bifreið, svo að ég þyrfti
ekki út af veginum. En er ég
kom á staðinn, sá ég, að svo var
ekki. Þá sé ég, áð bifreið með
fullum ljósum kemur á móti
mér, og gekk ég út frá því, að við
myndum mætast einmitt þar,
sem fara þurfti út af veginum.
Hægði ég því ferðina, svo að ekki