Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 7

Heima er bezt - 01.12.1953, Síða 7
Nr. 12 Heima er bezt 359 Þorsteinn Matthíasson: Hugleiðingar ferðamanns Þættir úr Austfjarðaför systkin, er ég hef náð til að spyrja um þetta, hafa með öllu gleymt því. En fagurt dæmi sagði hann okkur af þessari konu, er hann mun hafa kynnzt austur á Héraði. Eins ómerkilegs atviks vil ég að lokum minnast frá ferming- arárinu, því að svo ómerkilegt, sem það er, losna ég aldrei við að muna það. Við spurningakrakkar sátum öll á kirkjulofti undir messu og var presturinn í stólnum. Kom þá inn karl, sem hafði orðið seinn til messunnar og tók sér sæti á innsta bekk og voru þar stuðlar fyrir til að varna hættu við að falla niður af loftinu. Þar litlu ofar og innar liggur j árnbiti um þvera kirkjuna. Ég fylgdist með komu karlsins og þekkti hann vel, því að hann kom oft til foreldra minna, þótt eigi væri hann nágranni. Hann var góðlát- ur karl, en með afbrigðum mont- inn og útsláttarsamur. Gekk hann til sætis með miklum reig- ingi og tilburðum og af þeim sökum rekur hann krúnuna í járnbitann, svo að söng við í kirkjunni. Verkaði þetta á mig svo skoplega, að mér lá við að skella upp úr af hlátri og kvald- ist af þessu alla messuna. Gat ekki hjá því farið, að á mér sæi, ef til mín væri litið, en svo hepp- inn var ég, að snúa baki að flest- um krökkunum, en prófastur- inn sýndist mér alltaf hafa á mér augun og fannst ég geta lesið úr tilliti hans misþokka á framkomu minni. Aldrei losna ég við þann grun, að hann hafi séð á mér þessa skömm, að berj- ast við hlátur í kirkjunni. En þó þykist ég hafa sloppið vel að vekja ekki almennt hneyksli á þessum stað. Þessi meinlegi kvilli, aðhlægnin, er ekkert lamb að leika við, þegar hláturinn verður að hemja eða hljóta á- mæli ella og annarra lítilsvirð- ingu. Kirkjugöturnar gróa upp og nú, þegar bilarnir standa í röð- um hjá kirkjunni á Prestsbakka, kemur manni í hug samanburð- ur hins horfna, meðan hestarn- ir voru notaðir til kirkjuferða. Og i huganum bregður fyrir svipmyndum af horfnum gæð- Framh. á bls. 387. Eskifjörður. Ennþá drýpur regnið af þak- inu. Þó finnst mér sem létt hafi í lofti, enda reynist það svo. Um hádegi fer sólin að skína. Hér er Ragnar Þorsteinsson kennari. Honum kynntist ég þegar við vorum báðir ungir og stunduðum nám í Kennaraskól- ánum. Síðan hafa leiðir okkar sjaldan legið saman og við lítil kynni haft hvor af öðrum. En nú hefi ég ákveðið að heimsækja hann og einmitt rétt í því að ég er að hafa mig á stað, sé ég hon- um bregða fyrir á götunni utan við gluggann. Ég flýti mér út og kalla til hans, og eftir að hann hefur áttað sig á rúnum áranna í útliti mínu og sannfærzt um hver hér er á ferð, skortir ekk- ert á alúðina. Ég dvelst á heimili hans lengi dags og bar þar margt á góma. Ragnar sýnir mér skólahús kauptúnsins, það er gamallt nokkuð en vel um gengið. Skólastjóri á Eskifirði er Skúli Þorsteinsson. Hjá honum sé ég eftirtakanlega góðar vinnubæk- ur 12—13 ára barna, unnar í skóla hans. Innan við kauptúnið stendur stórbýlið Eskifjörður. Þar situr Björgúlfur bóndi Runólfsson bróðir Andrésar Runólfssonar, er um árabil stjórnaði rekstri Verzlunarfélagsins Drangsnes að Drangsnesi í Steingrímsfirði. Björgúlfur mun hafa alið upp bróðurson sinn, Kristinn E. And- résson rithöfund. Þegar ég kem í Eskifjörð, er sólskin en þó regnský á lofti. Ég spyr Björgúlf bónda hvort ekki megi vænta batnandi veðurs þar sem nú skín sól í heiði. Ekki telur gamli maðurinn miklar líkur til þess, segir, að hér sé aðeins um hafglennu að ræða, sem ekki muni vara lengi, og því miður reyndist það svo. Þeir eru margir veðurglöggir, öldung- arnir, sem um tugi ára hafa átt allt sitt „undir sól og regni“. Steinsstaðir. Þorsteinn Snorra- son, húsbóndinn, er fæddur Skagfirðingur. Hann kann á mörgu skil. Þegar ég læt þess getið hverra erinda ég fari þar um byggð, er þeim vel tekið. Hús- freyjan vill láta bónda sinn ráða, segist muni fljóta með eins og strá fyrir straumi. Ójá, það er nú svo, ekki hef ég nú svo, ekki sýnist mér nú konan sú líkleg til þess að hafa með lygnum straum að ósi flotið um ævina. Frúin að vestan. Já, nú er mað- ur ekki lengur ungur. Dansleikur í kvöld. Einu sinni þóttu nú miðsumardansleikirnir ekki til að ganga fram hjá, en nú læt ég duga að standa hérna við gluggann sem snýr að sam- komuhúsinu hinsvegar við göt- una, og virða fyrir mér viðbrögð unga fólksins. Miðsumarsnótt. Hugurinn reikar tvo áratugi aftur í tím- ann. í vestrinu fyrir handan fjöll og dali. Æska þar og hér. En nú eru breyttir lífshættir. Þá leiddi ungur piltur æfintýrabrúðina, í kyrrlátu kvöldrökkrinu út í ríki náttúrunnar eða hann rétti henni höndina meðan hún steig á bak gæðingnum og svo létu þau þá tölta hlið við hlið fá- farnar slóðir. Nú er það bíllinn. Unga stúlk- an tekur í framrétta hönd. Æf- intýraprinsinn bíður hennar bak við bílhurðina, og hægt og hljóð- lega rennur þessi gæðingur nú- tímans út úr umferð fjöldans. Hversvegna skyldi sú kynslóð sem nú á æskuárin að baki vera óbilgjörn í garð þeirra, sem ungir eru í dag? Hvað eru þeir annað en ávöxt- ur af því fræi, sem hún hefur sáð, og vaxnir við þau skilyrði og lífsviðhorf, sem þeim hafa verið sköpuð. Óskir þeirra og þrár eru í flestu tilliti þær sömu og hverrar kynslóðar, sem áður hefur götuna gengið, þeir eru ef til vill ögn þróttmeiri, og þar af leiðandi meira hneigðir til sjálfræðis, en það er aðeins vott- ur þess, að betur hefur verið að

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.