Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Side 12

Heima er bezt - 01.12.1953, Side 12
364 Heima er bezt Nr. 12 þér bjóða flestir í bæinn sinn og biðja þig sig að hugga. — Ég baki við öllu angri sný á afmælisdegi þínum, og langar að sýna lit á því sem ljómar í huga mínum. Mig langar öllum að gera gott og gleðja svo fjölda marga, að sýna þakkir og þakkarvott, ef það mætti nokkuð bjarga. Ef það mætti bæta böli úr, því bágt á margur um jólin. Kemur á eftir skini skúr og skuggi þá lækkar sólin. Berðu sólskin í bæinn minn og bæina hinna líka. Komdu til mín og allra inn, með elskuna gleðiríka. Leiðir þú mig og lýsir mér — um lofið mig gildir einu — við jólakertið í kvöld ég ber ei kvíðboga fyrir neinu. Um fram allt þótti mér há- tíðlegt er komið var undir mið- nótt og jólanæturlesturinn í Jóns postillu var lesinn, því að það var aðeins á þessu eina kveldi ársins að tveir húslestrar voru lesnir. Eftir lesturinn var lesinn einn kaflinn úr hinni merkilegu bæn, sem prentuð er framan við bókina, annað hvort sá er byrjar á orðunum: „Þú voldugi kon- ungur, sem ert sterkur og mátt- ugur í stríði“, — eða hinn er hef- ur þessi upphafsorð: „Gef að þitt orð, sem vér í dag höfum heyrt og numið, megi blómgast í hjörtum vorum“. Langur var lesturinn, eins og þeir eru flestir lestrarnir í Jóns bók, en þess varð ekki vart að hann þætti oflangur. Að lestrin- um loknum fóru flestir að sofa, eldra fólkið og yngstu börnin. Eldri börnin vöktu lengur, þótti mikið til þess koma að ljós var látið loga alla nóttina og geta kveikt á kertinu sínu, hvert í sínu horni svo að hvergi bar skugga á. Það þótti sjálfsagt að láta Ijós loga alla jólanóttina og alla nýársnótt .Það voru miklar nætur. Á jóladaginn var farið snemma á fætur og byrjað á því að lesa lesturinn, einnig í Jónsbók. Ef þá var messudagur á Búlandi, var flýtt morgunverkum, eftir að drukkið var morgunkaffi. Á sama hátt gekk allt til á nýárs- morgun. En ætti ekki að messa í okkar sókn, þá drógust morg- unverkin fram að birtu. Ég hefi síðan þetta var, síð-. ustu 60—70 árin, hlýtt á marga lestra á öðrum tímum og einnig á jólum, lesið húslestra sjálfur og hlýtt á margar stólræður — þessi brot úr guðsþjónustu, í kirkjum og heimahúsum, en engar þeirra eru mér svo hug- ljósar og minnisstæðar sem þess- ar stór-hátíðlegu jólanætur guðsþjónustur á Ljótarstöðum. Á ég það mest að þakka andan- um, sem ríkti yfir athöfninni. Fólkið vissi, fann og skildi að þetta var nóttin helga, fæðing- arhátíð frelsarans. Það trúði og treysti á mátt, helgi og blessun stundarinnar. Án þess hefði at- höfnin, þótt á jólanótt væri, haft skammgóð áhrif á hugi barnanna. Og andi meistara Jóns hefur lengi sent Ijósbirtu inn í andlegt skammdegi þjóð- arinnar. Ákaflyndi og stóryrði Vídalíns átti vel við börn. Móti kvöldsól breiðir löng hlíð úr sér, upp frá Tungufljóti, sem rennur þarna í djúpum farvegi austan við Ljótarstaði. Hún heit- ir Engidalur. Hefur þar verið búið til forna, öðru hvoru og síð- ast 1855. í miðri hlíðinni eru bæjarhúsatætturnar. Þær stóðu svo að segja óhaggaðar um og eftir 1880. Eitt sinn bjó umkomulaus maður í Engidal, einn síns liðs, á gamals aldri. Um ævilok hans heyrði ég þetta: Þrjá daga í röð sást ekki rjúka í Engidal. Það þótti ekki einleikið svo farið var að grennslast eftir hvað til kæmi. Þegar að var komið var allt með kyrrum kjörum og dyr- um lokað. Inn varð þó komist. Þar lá gamli maðurinn, í bólinu sínu og var dáinn. Hann hafði „lognast út af“ sagði fólkið. Mamma sagði að honum liði vel, hann væri kominn til guðs og guð þekkti ég þá orðið að öllu góðu og var ánægður yfir því hve vel hefði rætzt úr fyrir þess- um umkomulausa einstæðingi. En alltaf fannst mér hann eiga heima í Engidal. Svo var það á jólunum þá er ég var 9 ára, líklega á þrettánd- anum. Hún Ranka í Selinu var hjá okkur, komin til þess að spila við frændfólk sitt. Inni var glatt á hjalla, verið að spila al- kort. Fólkið var að „múka“, „sýna kallinn sinn' og gerði átta til níublaða strokur. Ég kunni ekki alkort var alveg ofaukið og rölti út á miðri vöku. Hin börn- in rísluðu sér inni. Úti var tunglsljós og logn, en gaddur og glerjaður snjór á jörð. Engidalur blasti við mér frá bæjardyrum, langur frá norðri til suðurs og breiður frá brattarótum upp á brúnir. Engi- dalsbrýr voru . þær kallaðar. Húsatætturnar eru í miðri þess- arri miklu hlíð. Yfir og út frá þeim á allar síður lá nú skraut- ofin skartábreiða, jarðneskt og himneskt furðuverk. Uppistaðan í þessum glitvefnaði var hrufótt og hnúskótt svellbreiða en fyrir- vafið gulbjartir og glóbjartir geislar frá tunglum á landsuð- urhimni. Annað eins jólaskraut hef ég aldrei fyrr né síðar séð. Þessi hádýrð greiddi talsvert úr nokkrum hugsanaflækjum mín- um, um tilveru gamla mannsins, er hafði lognast þarna út af. Mamma hafði margsagt að hon- um liði vel, ég trúði henni, en nú þóttist ég fara að skilja þetta betur, sjá það við nýja birtu. Allt það, sem við mér blasti og brosti þetta kvöld, setti ég nú í samband við guð og gamla manninn. Samband við lífið og dauðann. Annað komst ekki að þessa stundina. Þetta var líka um jólin og fólkið að spila inni. Ég vissi að guð átti heima í himnaríki og ég hafði sungið: „Dýrð sé guði í hæstum hæð- um“, en hafði enga hugmynd um hvar þetta ríki og hvar þær hæðir voru, né heldur hvernig þar liti út. En nú þóttist ég verða þess vís að guð ætti heima uppi á Engidalsbrúnum, að minnsta kosti gat ég hugsað mér þær sem gólf í himnaríki, þar hafði ég oft séð sólina koma upp og þar kom tunglið upp og uppi yfir þeim sunnanverðum hafði ég séð ísaskýin einn morgun á útmánuðum, hátt í lofti, þegar ég var. 5 ára; mörg ský með öll- um regnbogans litum. Og hvað

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.