Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 23
Nr. 12
Heima er bezt
375
fangamark eiganda með latínu-
stöfum. Ólafur var enginn lista-
skrifari og lagði því ekki í að
grafa skrifletur. Ég hef séð mörg
þessi signet og er líklega eitthvað
til af þeim enn.
Ólafur mun hafa átt það til
að vera nokkuð ófyrirleitinn og
mikill fyrir sér. Ég heyrði þá
sögu af honum, sem nú skal
greina.
Ólafur var á ferð í Reykjavík
í maímánuði. Þá hitti hann
mann á götu. Ekki veit ég, hvort
þeir þekktust áður eða ekki, en
þeim kemur saman um að fara í
glímu. Ólafur var glímumaður og
var forvitinn að reyna sig. Glím-
an endaði þannig, að Ólafur fót-
brotnaði, en stóð þó á öðrum
fæti. Skipar hann þá þeim, sem
hann glímdi við, að hlaupa sem
bráðast í burtu og hlýddi hann
því. Þá var minni umferð á göt-
unum en nii. Þetta var vestar-
lega á Vesturgötu, sem hét þá
Hlíðarhúsastígur. Skömmu eftir
að þetta skeði kom maður eftir
götunni og gekk rétt hjá Ól-
afi, þar sem hann stóð á göt-
unni. Ólafur hefur engin orð við
aðkomumann þennan, en slær
hann vænt högg. Þetta hefur
manninum víst þótt borgunar-
vert og slær hann aftur. Þá dett-
ur Ólafur og segir, að hann hafi
stórmeitt sig og líklega fótbrotið.
Það reyndist rétt, að hann var
fótbrotinn. Svo lá hann í fótbroti
hjá Bjarna Oddssyni í Garðhús-
um. En maðurinn, sem sló hann,
varð að borga legukostnaðinn.
Maðurinn, sem hann glímdi við,
var séra Stefán sterki, sem
prestur varð á Ólafsvöllum og
síðast á Mosfelli í Grímsnesi. Þá
var séra Stefán í skóla og það
gat haft óþægindi í för með sér,
hefði það vitnast, að hann væri
valdur að þessu slysi. Bjarni
Oddsson í Garðhúsum var alda-
vinur Tungufeðga, Þorsteins og
Ólafs, og til hans leitaði Ólafur
síðar, þegar honum lá á, eins og
síðar mun getið. Þetta gerðist áð-
ur en Ólafur fór að búa. Sá, sem
þetta ritar, heyrði Bjarna sjálf-
an segja sögu þessa. Sagði hann,
að Ólafur hefði kennt sér sjálf-
um um, hvernig glíman fór, því
að hann hefði skorað á Stefán
að glíma við sig.
Eins og fyrr greinir flutti Ól-
afur með heimili sitt að Kálf-
haga í Kaldaðarneshverfi, var
þar 1 ár og kom svo aftur að
Tungu. Einhvern veginn var það
svo, að sveitungum hans fannst
hann ekki sami maður eftir það.
Það var nú fyrst almennt talið
heldur ólánsmerki í þá daga að
éta hrossakjöt. Ekki heyrði ég
þó neinn kenna því um bein-
línis, hvernig ævi hans varð eft-
ir það. En það heyrði ég beztu
vini hans segja, að í Kálfholti
hefði gæfan yfirgefið hann, eða
aldrei farið með honum þangað,
og ekki komið til hans að Tungu,
þó að hann flytti þangað aftur.
Breytingin á Ólafi var engin á
framkomu hans né snilldarverk-
um, og vinir hans urðu ekki var-
ir við neitt. En nú var farið að
gruna hann um þjófnað, bæði
um ullarþjófnað á vorin og
sauðaþjófnað á haustin. Svo
sagði mér maður, Guðmundur
Guðmundsson að nafni, sem var
vinnumaöur á Úlfljótsvatni í 12
ár hjá Jóni Þórðarsyni, mesta
sómabónda. Á Úlfljótsvatni voru
þá margir sauðir og fóru náttúr-
lega víða um nágrennið, eink-
um á vorin og framan af hausti.
Hann sagði, að frétzt hefði af
sauðum eða gemlingum á vorin
í ull nálægt Tungu, þá hefðu þær
kindur jafnan komið ullarlausar
og aldrei hefði verið skilað ull af
þeim. Eins hefði þetta verið á
haustin, að ef sézt hefði kind frá
Úlfljótsvatni í Tunguhögunum,
þá hefði sú kind aldrei sézt eft-
ir það. „Húsbóndinn vildi ekk-
ert um þetta tala,“ sagði hann,
„en sagði eitthvað á þá leið, að
það væri bezt, að utansveitar-
menn kvörtuðu, ef eitthvað væri
athugavert við framferði Ólafs“.
Þessi sögn Guðmundar kom al-
veg heim við það, sem ég heyrði
foreldra mína segja, að því leyti,
að þau drógu það ekki í efa, að
Ólafur hefði verið sauðaþjófur.
En aldrei höfðu þau haft grun
um, að hann hefði stolið frá
þeim.
En svo er það haustið 1876 í
Ölfusréttum. Þar var Jón bróð-
ir minn, sem síðar var bóndi í
Hlíð. Hann var þá 15 ára.
Snemma var hann fjárglöggur
og náttúraður fyrir sauðfé. Hann
sér eitthvað af lömbum í rétt-
unum með marki Ólafs í Tungu,
að hann hélt í fyrstu. En við
nánari athugun vantar á þau
eina standfjöður til þess að
markið sé rétt. Hann fer því til
Ólafs, sem var líka í réttunum,
og spyr hann, hvort hann eigi
þessi lömb og hvort draga eigi
þau í hans dilk. Ólafur játar því
og segir, að gleymst hafi um vor-
ið að setja á þau standfjöðrina.
Lömb þessi urðu 16 talsins og
eitt þeirra sérstaklega auðþekkt
— holsóttur geldingur. Þessu er
nú enginn gaumur gefinn. Ól-
afur hirðir lömbin og setur á
þau standfjöðrina, sem vantaði.
Svo líður fram á vetur, líklega
fram yfir áramót 1876—77. Þá
kvisast það um sveitina, að
ókunnur maður hefði verið á
ferð um sveitina, sem erindi
hefði átt að Tungu, og verið þar
illa tekið erindum hans. Maður
þessi hafði flutt austan úr Rang-
árvallasýslu vestur á Hvalfjarð-
arströnd eða eitthvað þangað
vestur, en fólkið var búið að
gleyma sveitarnafni og bæjar-
nafni. Hann sá lömbin í Tungu
og þar með holsótta geldinginn.
Ólafur snerizt illa við, að ókunn-
ur maður ætlaði að gera sig að
sauðaþjóf. Fór maður þessi svo
heim til sín aftur og mun hafa
komið á einhverja bæi í Upp-
Grafningi og sagt þar af erind-
um sínum að Tungu og viðtök-
um.
Nú líður vorið og sumarið fram
í ágústlok eða þar um. Þá kemur
sýslumaðurinn í Árnessýslu, sem
þá var Þorsteinn Jónsson á
Kiðabergi í Grímsnesi, að Ás-
garði í Grímsnesi síðari hluta
dags og biður um ferju yfir Sog-
ið að Bíldsfelli. Á Bíldsfelli bjó
þá Jón Ögmundsson, hreppstjóri
Grafningshrepps, sem sagði mér
frá þessu. Sýslumaður var flutt-
ur yfir Sogið eins og hver ann-
ar og engum datt í hug að spyrja
hann um erindi. Daginn eftir sá-
ust frá Ásgarði tveir menn
ganga til og frá um túnið á Bílds-
felli og virtist fólki þeir vera að
ræða um eitthvert vandamál. En
enginn gat látið sér detta í hug,
hvað það mundi vera og ekki
heldur hverjir mennirnir myndu
vera, nema ef sýslumaður mundi
helzt vera annar þeirra. Nú er
að segja frá sýslumanni. Hann er
nóttina á Bíldsfelli hjá Jóni