Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.12.1953, Blaðsíða 28
380 Heima er bezt Nr. 12 nógu hugrökk og sterk til þess að vera sjómannskona. Jóni varð þungt í skapi við orð konu sinnar. Hann átti um stund í baráttu við sjálfan sig. Ætti hann að hætta við róður-. inn og skeyta ekkert um álas þorpsbúa né skipverja sinna? Hann vissi fullvel, hver álits- hnekkir það var fyrir ungan for- mann að sitja í landi, er aðrir réru. Gamlir formenn gátu leyft sér slíkt, en þeir ungu ekki. Herdís horfði á hann björt- um bænaraugum. Hún þekkti bezt kapp hans og áræði. Hún sá það á hinum hörðu dráttum í andliti hans, að honum yrði ekki talið hughvarf. Hér varð engu um þokað. Hann hlaut að fara, eins og skyldan bauð hon- um. Jón laut snögglega ofan að henni í rúminu og þrýsti veður- börðu, skeggjuðu andlitinu að hlýjum, mjúkum brjóstum konu sinnar. Herdís lagði handleggina um háls hans, og votar varir hennar leituðu að munni hans. Andartak hvíldi hún máttvana í sterkum örmum hans. Augu hennar blinduðust af tárum, og hún barðist við grátinn. — Vertu sæl, góða mín, hvísl- aði Jón. — Vertu ekki áhyggju- full. Láttu sjá, að ég eigi hug- rakka konu. Hann rétti sig snögglega upp, greip nýja sjó- vettlinga, sem Herdís hafði vak- að við að prjóna kvöldið áður, slökkti ljósið á lampanum og gekk föstum skrefum út úr bað- stofunni. Þegar hann var farinn, hné Herdís út af í rúmið og grúfði andlitið ofan í koddann. Lík- ami hennar skalf af ekka- þrungnum gráti. Tár hennar hrundu án afláts niður kinn- arnar og vættu koddann, þar sem höfuð manns hennar hafði hvilt fyrir stundu síðan. Hún heyrði Jón loka útidyrahurð- inni og ganga burt frá bænum. Fótatak hans fjarlægðist brátt, unz það dó alveg út. Og þögnin ríkti ein. Brimaldan rls. IV. Þegar skipverjarnir á Farsæli höfðu róið í rúma klukkustund, voru ]>eir komnir fram að Ýsu- kletti, fiskimiði, sem oft var ró- ið á, einkum fyrri hluta vertíð- ar. — Það er bezt að fleygja lín- unni hérna. drengir. Ætli það verði höppin að því að fara lengra i þetta sinn? sagði Vé- steinn. — Ég ætla að biðja þig, Jón minn, að sjá um bólin og færin og hnýta línuna saman, sagði hann við Jón á Gili, sem réri í skutnum. Lauparnir voru nú færðir úr barkarúminu aftur í skutinn. Að því búnu var byrjað að leggja línuna til vesturs, skáhalt undan sjó og vindi. Þegar búið var að leggja, var andæft um stund við endabólið, því að ætlun formannsins var að draga línuna á móti, eins og venjulegt var, ef útlit var fyrir að sjór og veður mundi spillast til muna. Meðan legið var yfir, spjölluðu hásetarnir saman um veðurút- litið og aflahorfurnar og annað, sem á góma bar. Sumir „giftu sig“, því að allmikil ylgja var og menn ósjóvanir svona í byrj- un vertíðar. Hægviðrið hélzt enn, en for- maðurinn fullyrti, að ekki mundi líða á löngu, þar til suðaustan- stormurinn skylli á. Það var sem Vésteinn skynjaði þyt ósýni- legra, voldugra vængja, þar sem hann sat í formannssætinu harðleitur og mikilúðlegur og horfði arnfránum augum út yfir hafið. Nokkrir máfar flugu yfir á þöndum vængjum og skimuðu eftir æti. Það var eina lífsmarkið, sem sjáanlegt var yfir stormgráu hafinu. — Það er bezt að fara að toga í spottann, piltar. Mér lízt svo á, að ekki muni seinna vænna, sagði Vésteinn, þegar línan hafði legið í hálfa klukkustund. Var nú hafizt handa í skyndi að draga línuna og andæft hægt í fyrstu á sex árar. Reytingsfisk- ur var, og jókst hann heldur eftir því sem lengra dró á lín- una. Formaðurinn reyndist sann- spár. Ekki leið á löngu, þar til fyrstu stormhviðurnar tóku að þjóta yfir. Hafið tók brátt að stíga sinn tryllta dans. Hvítfext- ar öldurnar risu og hnigu langt úti á hafinu og færðust óðfluga nær. Veðurhæðin óx óðum. Stormviðrið reif hafið upp í háa brimskafla, sem æddu -yfir sollinn sæinn. Þegar búið var að draga um stund, komu skipverjarnir auga á nokkur skip úr Hafnarvík, er voru skammt frá þeim. Áhafnir þeirra voru einnig farnar að draga línur sínar, en tvö skip- anna höfðu þegar sett upp segl og voru lögð af stað til lands. — Þeir meta meira lífið en lín- una, þessir. Það er líka vitið meira, sagði Jón á Gili. — Það mætti segja mér, að hann yrði ekki lengi að setja í stórveltu núna, bætti hann við og skimaði í áttina til lands. — O, maður hefur þá fyrr séð spýting á Víkursundi, sagði Hjálmar á Brekku og glotti við. — Ætli þeir fái ekki nóg af spýtingnum í dag, einhverjir? Segja mætti mér það, sagði Jón. Þessum orðum hans var ekki svarað. Allir höfðu nú hugann við verk sitt. Vésteinn dró lín- una sjálfur. Jón gamli sat á skorbitanum, afgoggaði fiskinn og blóðgaði hann. Jón var yggld- ur á svip og færði gogginn fim- lega í hvern fisk, er kom upp við borðstokkinn. Skipið tók þungar dýfur og huldist rjúk- andi sjávarlöðri öðru hverju. Vont var að fá niðurstöðu, og réru hásetarnir þó lífróður fram á línuna. Nú voru aðeins fjögur bjóð ódregin. Allt í einu reis stór alda skammt framan við skipið og æddi áfram með brotnandi faldi. Leiftursnöggt greip Vésteinn hnífinn og skar á línuna. Á næsta andartaki var hann kom- inn að stýrinu og sló skipinu undan vindi og sjó. Það mátti ekki tæpara standa, því að í sömu andránni féll aldan rétt aftan við skipið með sogandi dyn. — Setjið upp í snatri, og fljótir nú, kallaði formaðurinn hvasst. Hásetarnir létu ekki segja sér það tvisvar. Þeir voru fljótir að seglbúa, enda kunnu þeir vel til verka. Færin og bólin voru látin i austurrúmið, en lauparnir fram í barkarúmið. Fiskurinn var hafður miðskips og í skutn- um. Skiphaldsmennirnir gættu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.